Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.09.2014, Síða 90

Fréttatíminn - 12.09.2014, Síða 90
A ð meðaltali létust 22 kon-ur á ári hér á landi af völd-um krabbameina í kyn- og æxlunarfærum á tímabilinu 2008 til 2012, samkvæmt tölum frá Krabbameinsskrá. Árin 2005 til 2009 voru að meðaltali 67 konur sem greind- ust með fyrrgreind krabbamein árlega. Á sunnudag verður Globathon hlaupið haldið til að vekja fólk til vitundar um krabbamein í kyn- og æxlunarfærum kvenna og mikilvægi þess að fara reglu- lega í leghálsskoðun. Krabbameinsfé- lagið mælir með því að konur á aldrin- um 23 til 65 ára mæti í skoðun á þriggja ára fresti. Að sögn Kristjáns Oddssonar, yfir- læknis Leitarstöðvar Krabbameins- félagsins, hefur þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbameini farið minnkandi hér á landi á undanförnum árum. „Það er okkur mikið áhyggjuefni. Þegar best lét tóku 84 prósent kvenna þátt í skim- un en nú er hlutfallið komið niður í 65 prósent. Samkvæmt alþjóðlegum við- miðunum ætti þátttakan ekki að fara undir 80 prósent,“ segir hann. Kristján telur skýringarnar vera nokkrar, meðal annars sú að krabbameinið sé sjaldgæf- ara en áður og því hafi árveknin minnk- að og skoðun ekki eins ofarlega á for- gagnslista kvenna og áður. Vitað er að HPV-veira er ástæða leg- hálskrabbameins í nær 100 prósent til- vika. Hún smitast á milli fólks við kyn- mök. Kristján segir almenna þekkingu um HPV-veiruna litla. „Ef konur vissu þetta almennt myndu þær mæta betur í skoðun því það er eina aðferðin sem við höfum í dag til að vita hvort HPV-veir- an veldur konum skaða.“ Nýlega gerði Krabbameinsfélagið könnun í samvinnu við Maskínu sem sýndi að vel innan við helmingur þeirra kvenna sem þátt tóku vissu að HPV-veiran orsakar legháls- krabbamein en meðalaldur við grein- ingu þess er 45 ár. Þá er talið að HPV- veiran orsaki um 50 prósent tilfella krabbameins í skapabörmum og um 50 prósent krabbameins í leggöngum. Tuttugu og tvö andlát árlega vegna krabba- meina í kynfærum Mun færri konur mæta í skimun fyrir leghálskrabbameini í dag en áður og segir yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands það mikið áhyggjuefni. HPV-veira er nær undantekn- ingarlaust ástæða leghálskrabbameins en almenn þekking um hana er lítil. Þegar best lét tóku 84 prósent kvenna þátt í skimun en nú er hlut- fallið komið niður í 65 prósent. Meðalaldur við greiningu leghálskrabbameins er 45 ár. Talið er að HPV-veira orsaki nær 100 prósent tilvika leghálskrabbameins og um helming tilfella krabbameins í skapabörmum og í leggöngum. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages Líf styrktarfélag og Krabbameinsfélagið halda Globeathon hlaup næstkomandi sunnudag, klukkan 14 og hefst hlaupið við Háskólann í Reykjavík. Í boði verður að hlaupa 5 og 10 km og að ganga 5 km. Tilgangur hlaupsins er að vekja fólk til vitundar um krabbamein í kyn- og æxlunarfærum kvenna. Globeathon hlaupið var haldið í fyrsta sinn í fyrra á 130 stöðum um heiminn. Upphafsmaður hlaupsins er læknir í Washington, Larry Maxwell, sem nýtti tengslanet sitt til að hefja vitundar- vakningu um allan heim. Að sögn Þórunnar Hildu Jónasdóttur, framkvæmdastjóra Lífs, tóku um 150 manns þátt í hlaupinu á Íslandi í fyrra en búist er við fleirum í ár. „Með hlaupinu viljum við ýta við ungum konum að fara reglulega í skoðun. Því fyrr sem krabbamein greinist, því fyrr er hægt að grípa inn í,“ segir hún. Í hlaupinu verða glæsileg verðlaun í boði og margir útdráttarvinningar. Með Globathon hlaupinu er ætlunin að vekja fólk til vitundar um krabbamein í kyn- og æxlunarfærum kvenna. 12. september 2014— 6 — Gum Original White munnskol og tannkrem hreinsa burt bletti og óhreinindi og veita tönnunum vernd. Guðný Ævarsdóttir tannfræðingur hefur notað Gum vörurnar í mörg ár á tannlæknastofunni Brostu. „Ég mæli heilshugar með Gum vörunum. Vörulínan er breið og góð og í henni má finna allt frá tann- burstum og Soft Picks tannstönglum til tannhvíttunarefna. Sérfræðingar Gum eru fljótir að tileinka sér nýj- ungar og mæta þörfum fólks sem er virkilega gott í þessum geira,“ segir Guðný. Gum Original White munnskol og tannkrem hreinsa burt bletti og óhreinindi og tennurnar fá sinn upprunalega lit. Báðar vörurn- ar innihalda flúor og má nota að staðaldri. Þær hafa ekki skaðleg áhrif á almenna tannheilsu og innihalda ekki bleikiefni sem geta skaðað náttúrulega vörn tannanna. „Hvíttunar- línan, Original White, er mjög góð því hún virkar vel en fólk fær samt sem áður ekki tannkul. Slípimassinn er agnarsmár svo hann rispar ekki upp glerunginn eins og oft vill verða þegar notuð eru hvíttunartannkrem.“ Guðný segir það einnig kost að Original White línan viðhaldi árangri eftir lýsingameðferð á tannlæknastofu. „Soft Picks tannstönglarnir eru mitt uppáhald því þeir komast vel á milli tannanna og innihalda engan vír og eru ríkir af flúori. Frábærir einnota tannstönglar sem virka eins og millitannburstar en þá er hægt að hafa í veskinu eða heima fyrir framan sjónvarpið.“ Hvíttunarvörurnar innihalda sérstaka blöndu sem Gum hefur einkaleyfi á og hreinsar betur en bleikiefni. Vörurnar eru fáanlegar í flestum apótekum, í hillum heilsuverslana, í Hagkaup og Fjarðarkaup. Hvítari tennur með Gum Original White Með Gum Original White munnskoli og tannkremi verða tennurnar hvítari. Vörurnar innihalda flúor, veita vörn og hreinsa burt bletti og óhreinindi. Soft Picks tannstönglarnir komast vel á minni tanna, innihalda flúor og engan vír. Guðný Ævarsdóttir tannfræðingur mælir með Gum vörunum. UNNIð í saMVINNU VIð icecare OKKAR STYRKUR - YKKAR STYRKUR Sjúkraþjálfun Styrkur - Höfðabakka 9 - sími: 587 7750 www.styrkurehf.is Í heilsurækt Sjúkraþjálfunar Styrks er haustdagskráin að hefjast í rúmgóðum og björtum húsakynnum að Höfðabakka 9 VEFJAGIGTARHÓPAR FYRIR KONUR Sigrún og María sjúkraþjálfarar kenna þessa leikfimi sem byggir á úthaldi, liðleika, styrk, jafnvægi og slökun. HJARTA- OG LUNGNAHÓPAR Auður sjúkraþjálfari sér um þjálfun þessa hóps ásamt blóðþrýstings, púls- og mettunarmælingum, reglubundnum eftirliti og fræðslu. DAGSKAMMTUR Baldur, Einar Örn og Arnar Már leiða 30 mínútna kröftuga og fjölbreytta stöðvaþjálfun fyrir konur og karla í hádeginu. HEILSUGRUNNUR Erla og María sjúkraþjálfarar bjóða upp á nýtt þjálfunarúrræði fyrir einstaklinga sem ekki hafa fundið sér þjálfun við hæfi. Fræðsla og góð leiðsögn. PILATES Margrét pilateskennari Frábærar 50 mínútna styrktaræfingar í hádeginu. Æfingar sem þjálfa djúpvöðva líkamans. Auður Hólmfríður Baldur MaríaSigrún Einar Örn ErlaArnar Már FÆRNI- OG JAFNVÆGISHÓPUR Hólmfríður sjúkraþjálfari sér um þjálfun aldraðra með byrjandi færniskerðingar og jafnvægisleysi. TÆKJASALUR mánaðarkort / árskort í vel útbúnum tækjasal Einstaklingsmiðuð þjálfun ásamt reglulegum árangurs- mælingum og eftirfylgni sjúkraþjálfara JÓGA Ásta jógakennari kennir jóga sem eflir einbeitingu, bætir öndun og eykur styrk, liðleika og jafnvægi líkamans. Byrjenda- og framhalds- hópar, vefjagigtarjóga og krakkajóga. Kynnið ykkur fjölbreytta þjálfunarmöguleika og faglega leiðsögn á www.styrkurehf.is Ásta Margrét
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.