Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 18
FRÆÐIGREINAR / KEISARASKURÐIR
Tafla II. Burðarmálsdauöi og tíóni keisaraskurða við fæðingu einbura >2500 g hjá frum- byrjum 1989-2003.
Ár Frumbyrjur Hlutfall frumbyrja (%)* Andvana faeddir frumburöir Dánir frumburöir á 1. viku BMDT Keisara- skuröir (%)
1989 1543 35,5 2 i 1,94 11,6
1990 1656 36,2 2 0 1,21 10,6
1991 1563 36,3 1 0 0,64 11,3
1992 1608 36,8 5 1 3,73 13,7
1993 1554 35,2 1 0 0,64 13,1
1994 1517 36,2 4 0 2,64 14,0
1995 1491 37,1 2 0 1,34 12,9
1996 1467 35,9 3 1 2,73 14,9
1997 1536 39,7 4 1 3,26 15,4
1998 1541 38,9 1 2 1,95 17,1
1999 1512 39,3 2 1 1,98 16,6
2000 1699 41,7 1 0 0,59 19,7
2001 1605 41,5 0 0 0,00 17,4
2002 1490 39,3 2 0 1,34 17,2
2003 1584 40,4 0 1 0,63 17,8
Samtals 61633 30 8 1,63
* hlutfall frumbyrja af öllum fæóandi konum meö einbura > 2500g. BMDT = buröarmálsdauöatíöni.
vegna naflastrengsslysa, fylgjuloss eða af óút-
skýrðum orsökum (9). Slík dauðsföll er erfitt að
sjá fyrir og ekki líklegt að þeim megi afstýra með
keisaraskurði nema í tiltölulega fáum tilvikum (6).
Meðaltíðni burðarmálsdauða barna með fæðing-
arþyngd yfir 2500 g á íslandi var aðeins 1,8/1000,
án marktækra breytinga á rannsóknartímanum,
meðan keisaraskurðatíðnin jókst úr um 10% í tæp
17% (6). Tíðnin getur breyst töluvert milli ára í
litlu samfélagi. Því þarf að skoða nokkuð langt
tímabil og nægilegan fjölda fæðinga eins og gert
var í þessari rannsókn.
Af þessum tölum um BMD og tíðni keisara-
skurða var ekki hægt að sjá sömu tilhneigingu
og lýst var í írsku rannsókninni (8). Þó tíðni keis-
araskurða hafi aukist verulega í báðum löndum
lækkaði tíðni BMD ekki á íslandi eins og í Dublin.
Helsta skýringin er sennilega sú að burðarmáls-
dauði hjá einburum >2500 g á Islandi var þegar
í byrjun rannsóknartímabilsins mjög lágur enda
þótt tíðni keisaraskurða væri ekki nema rúmlega
10%. Árin 1989-1991 var BMD á íslandi lægri
en á því írska sjúkrahúsi sem hafði lægstan BMD
(1,43/1000) og hæsta tíðni keisaraskurða (22,9%)
á árabilinu 1995-2000. Tölurnar frá íslandi gefa
því til kynna að frekari aukning keisaraskurða hafi
ekki bjargað fleiri börnum sem voru fædd þyngri
en 2500 g.
Þó að fjölgun keisaraskurða við fæðingu barna
yfir 2500 g virðist ekki lengjast lækkun á burðar-
málsdauða er hugsanlegt að fleiri keisaraskurðir
hafi fækkað börnum með heilalömun og skaða
sem getur tengst fæðingu. Þetta hefur ekki verið
skoðað á íslandi en á írlandi hefur nýleg rannsókn
(10) sýnt að þrátt fyrir tvöföldun á tíðni keisara-
skurða úr 6,9% 1989 í 15,1% árið 2000 breytt-
ist hvorki tíðni dauðsfalla nýbura í fæðingu né
algengi nýburakrampa, en það síðara er talið geta
endurspeglað súrefnisskort og áþekk vandamál í
fæðingu.
Niðurstöður írsku rannsóknarinnar virtust hins
vegar benda til að dauðsföllum barna í fæðingu
fækkaði hjá frumbyrjum með hækkandi tíðni keis-
araskurða (10). Því var BMD frumburða skoðaður
sérstaklega í okkar rannsókn. Ekki fannst sama
tilhneiging til lækkunar því þrátt fyrir marktæka
fjölgun keisaraskurða hjá frumbyrjum nálægt fullri
meðgöngu sáust ekki breytingar á burðarmáls-
dauða hjá börnum þeirra. Rannsóknin tók ekki til
fyrirbura, fleirbura og barna með vaxtarskerðingu
í móðurkviði. Þau börn eru aðeins lítill hluti af
heildarfjölda nýbura en áhrif keisaraskurða í þeim
hópi þyrfti að skoða sérstaklega.
Fyrsta fæðing með keisaraskurði hefur áhrif á
síðari fæðingarmáta hjá konunni og eykur líkur
á að næsta barn eða börn þurfi einnig að fæðast
með þeim hætti. Hærri tíðni skurðaðgerða getur
ekki verið réttlætanleg nema ávinningur sé meiri
en hugsanlegur skaði fyrir móður og barn. Ýmsir
fylgikvillar móður og dauðsföll, þó afar sjaldgæf
séu, eru algengari við keisaraskurði en við eðlilega
fæðingu (11). Aukning keisaraskurða getur auk
þess orðið tvíeggjuð þar sem ör í legi getur stuðlað
að legbresti og þar með dauðsfalli barns í seinni
meðgöngum. Legbrestur er sem betur fer sjald-
gæfur fylgikvilli en tíðnin er þó talin vera 3,5/1000
fæðingar eftir fyrri keisaraskurð (12). Nýleg
rannsókn byggð á stóru gagnasafni skosku fæðing-
arskráningarinnar bendir til aukinnar hættu á að
börn kvenna með ör í legi eftir fyrri keisaraskurð
deyi í móðurkviði seint á meðgöngu (13). Þannig
er hugsanlegt að með enn hærri tíðni keisara-
skurða muni BMD fullburða barna hækka aftur.
Samfélagsviðhorf hafa breyst á undanförnum
áratugum þannig að nú er oft litið á keisaraskurð
sem auðvelda leið til að leysa ýmis vandamál í
meðgöngu eða við fæðingu, jafnvel þó það sé ekki
stutt faglegum rökum. Þetta er áhyggjuefni, eink-
um ef ávinningurinn er ekki sá sem til er ætlast.
Þakkir
Guðrúnu Garðarsdóttur, ritara Fæðingaskráning-
arinnar, Önnu Björgu Haukdal kerfisfræðingi á
upplýsinga- og tæknisviði Landspítala og riturum
kvennasviðs spítalans er þökkuð mikilsverð að-
stoð við gagnasöfnun og Ragnari Ólafssyni, töl-
fræðingi, fyrir aðstoð við tölfræðiúrvinnslu.
194 Læknablaðið 2006/92