Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VÍSINDASVINDL Hversu útbreítt er svindl í vísindum? - Vísindasvindi í Noregi og Suður-Kóreu vakti heimsathygli í byrjun árs og ótal spurningar kviknuðu um gæði vísinda og vísindamanna Þröstur Haraldsson Árið 2006 byrjaði heldur illa í vísindaheiminum því janúar var varla hálfnaður þegar upp hafði komist um tvo vísindamenn, annan í Suður-Kóreu og hinn í Noregi, sem gengust við því að hafa stundað vísindasvindl. Þeir höfðu birt niðurstöður úr rannsóknum sem studdust við fölsuð gögn og stóðust ekki. í báðum tilvikum höfðu þeir fengið niðurstöðurnar birtar í virtum fræðiritum sem höfðu veitt þeim forgang að síðum sínum. Nú sleikir vísindaheimurinn sárin og metur skemmd- irnar sem þessar uppákomur hal'a valdið. í Suður-Kóreu átti í hlut Hwang Woo Suk sem hafði náð einstæðum árangri í einræktun stofn- frumna úr fósturvísum manna. Hann hafði fengið birtar tvær greinar í einu virtasta vísindariti heims, Science, þar sem hann lýsti fyrst hvernig hann hefði beitt nýrri tækni til þess að einrækta stofnfrumur úr 11 einstaklingum og notað við það einungis örfá egg. I síðari greininni lýsti hann því hvernig hann hefði bætt tæknina og gert hana enn virkari. Þessar greinar höfðu vakið heimsathygli því þær boðuðu stórt skref fram á við í stofnfrumuræktun og þar með að nú styttist í að hægt væri að þróa lækningar á ýmsum sjúkdómum með þeirra hjálp. Aðrir rannsóknarhópar hættu rannsóknum á þess- ari tækni og biðu þess að fá nánari fréttir af fram- gangi Kóreumanna. í Kóreu var Hwang hylltur sem þjóðhetja og stjórnvöld lögðu ríflega fjóra milljarða íslenskra króna í rannsóknir hans. Það voru hins vegar ungir vísindamenn sem komu auga á brotalamirnar í rannsóknum Hwangs og þurftu að hafa verulega fyrir því að fá kóresku akadem- íuna til þess að bregðast við fúskinu. Nú segja menn að þetta hafi tafið rannsóknir á stofnfrumum svo árum skipti. Tölurnar stóðust ekki Þegar vísindaheimurinn var rétt að melta þessa frétt barst önnur frá Noregi. Þar hafði læknir að nafni Jon Sudb0 skrifað grein um rannsóknir sínar á krabbameini í munnholi sem þótti nógu athyglisverð til þess að breska læknisfræðiritið Lancet veitti henni flýtimeðferð og birti í október síðastliðnum. Sudbp hafði einnig fengið inni fyrir grein í norska læknablaðinu sem meira að segja hafði veitt honum viðurkenningu fyrir eina af athyglisverðustu vísindagreinum ársins 2005. Sú Með einbeittan brotavilja f greininni hér að ofan segir að yfirgnæf- andi meirihluti vísindamanna sé strang- heiðarlegur. Þeir eru þó til sem búa yfir einbeittum brotavilja eins og dæmin sanna. Áðurnefndur Jon Sudbp lét sér til dæmis ekki nægja að búa til sjúklinga til notkunar í rannsóknum heldur lagði hann einnig fram falsaða pappíra um sérfræðimenntun sem hann hafði ekki þegar hann sótti um og fékk yfirlækn- isstöðu við krabbameinsdeild norska ríkissjúkrahússins í Osló árið 2004. Hann kemst þó ekki í hálfkvisti við dr. Ashoka Prasad, indverskan geðlækni sem á að baki hreint ótrúlegan feril. Á netinu rakst ég á frásögn ástralskrar út- varpsstöðvar af honum en hann kom til Melbourne árið 1987 frá Bretlandi þar sem hann hafði að eigin sögn starfað við geðlækningar. Hann var ráðinn til starfa á virtu geðsjúkrahúsi í Melbourne þar sem hann hófst þegar handa við rannsóknir. Eftir nokkra mánuði fóru tölfræðingar sjúkrahússins að gera athugasemdir við gögnin sem hann studdist við og eftir nokkra rannsókn komust menn að því að þau voru hreinn skáldskapur. Þegar farið var að skoða feril manns- ins kom í ljós að hann hafði vissulega tekið þátt í rannsókn sem tengdist dokt- orsverkefni í Lundúnum. Hann hafði hins vegar aldrei lokið við að skrifa lokaritgerðina en leysti málið með því að falsa undirskrift deildarforsetans á skjal sem sýndi að hann hefði doktorsgráðu. Um svipað leyti komu líka upp mál sem snertu læknisstörf hans og á endanum fór málið fyrir dómstóla. Þar lét Prasad ekki sjá sig en sendi þangað lögfræðinga sem börðust af hörku gegn því að hann yrði sviptur lækningaleyfi. Þeir höfðu þó ekki erindi sem erfiði. Afþakkaði Nóbelinn Nú hélt David Copolov sem réð Prasad til starfa að hann væri laus við hann en það var öðru nær. Árið 1989 birtist nafn Prasads undir lesendabréfum sem birtust í British Medical Journal þar sem hann hélt því fram að bresk sérfræðinefnd hefði kannað mál hans og sýknað hann af öllum áburði um falsanir. Því til staðfest- ingar vísaði hann til bréfs frá prófessor nokkrum í Kanada þar sem Prasad var 220 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.