Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2006, Side 39

Læknablaðið - 15.03.2006, Side 39
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ LÆKNADÖGUM / BRÉF TIL BLAÐSINS aði. Þetta stuðlaði að uppbyggingu þekkingar og færni í heilbrigðiskerfinu og fjölgaði tækifærum til vísindarannsókna og þjálfunar ungra vísinda- manna. Ingileif sagði þekkingu, færni og sjálfstæði rannsakenda, heiðarleika og vönduð vinnubrögð vera lykilatriði. Vonandi leiddi þetta allt á end- anum til þess að hér á landi gætum við búið við bestu heilbrigðisþjónustu sem hægt væri að veita. Siðferðileg álitamál mýmörg Að máli Ingileifar loknu flutti Ólöf Ýrr Atladóttir starfsmaður Vísindasiðanefndar framsögu um sið- ferðilega hlið vísindarannsókna. Hún lagði áherslu á að þótt við byggjum við traustar reglur um upp- lýst og óþvingað samþykki þyrftu þær stöðugt að vera til umræðu og læknar yrðu að hafa hugfast í öllu rannsóknarstarfi að verja trúnaðarsamband sitt við sjúklinga. Hún sagði að stöðugt skytu upp kollinum margvísleg álitamál sem vörðuðu hluti á borð við greiðslur til lækna fyrir rannsóknastörf, þátttöku barna í lyfjarannsóknum, notkun lyf- leysu, lyfjaerfðafræði og þannig mætti áfram telja. Hvatti hún lækna til að fylgjast vel með heimasíðu Kristinn Tómasson og Vísindasiðanefndar því þar væru birtar ýmsar regl- Gunnar Guðmundsson. ur sem nefndin hefur sett um klínískar rannsóknir. Slóð nefndarinnar er www.visindasidanefnd.is Heimild 1. Lexchin J, Bero LA, Djulbegovic B, Clark O. Pharmaceutical industry sponsorship and research outcome and quality: systematic review. BMJ 2003; 326:1167-70. í Lœknablaðinu sem kom út í byrjun febrúar gagn- rýnir fyrrverandi landlæknir Hagstofuna fyrir að reikna útgjöld til heilbrigðismála á rangan hátt og fá þannig óeðlilega háa útkomu. Telur hann ekki um neina sóun að ræða í rekstri heilbrigðisþjón- ustunnar. Líta má á rnálið frá nokkuð öðru sjónarhorni. Fyrir nokkrum árum gaf The Fraser Institute í Kanada út mat á heilbrigðiskerfum OECD-land- anna. Stofnunin bendir á að í Kanada fer um 42,5% útgjalda til að þjóna fólki eldra en 65 ára. Hver einstaklingur á þeim aldri þarf fimm sinnum meiri þjónustu að meðaltali en þeir í yngri aldurs- flokkunum. Fjöldi 65 ára og eldri er mjög misjafn í löndum OECD. Hér á landi eru 11,7% mannfjöldans á þessum aldri árið 2005. í Svíþjóð er þessi hópur 17,4%, á Ítalíu 19,4%. Meðalfjöldi 65 ára og eldri er 14,6% innan OECD landa. Þessi aldurssam- setning hefur því mikil áhrif á hve mikið kostar að reka heilbrigðiskerfið og ætti því að vera okkur hagstæð. Fraser Institute tekur því meðaltalið og reiknar út að kostnaður við rekstur heilbrigð- iskerfis landanna sé hæstur á íslandi og í Kanada frá þessu sjónarmiði. Spá OECD um hlutfall aldraðra hér á landi er sú að árið 2015 verði þeir 13,9%, árið 2020 15,8%. Að óbreyttu er því ljóst að kostnaður við rekstur heilbrigðiskerfis okkar mun vaxa mjög mikið næstu árin og verða kannski sá hæsti innan þessa hóps ef ekki verður gripið til hagræðingar í rekstri kerfisins. Landspítali fær nærri þriðjung af því fé á fjár- lögunt sem lagt er til. DRG-kerfið hefur verið tekið í notkun í nágrannalöndum okkar en það gildir eingöngu fyrir líkamlega bráðaþjónustu. í Stokkhólmi er einkarekinn spítali sem þjónar um 300 þúsund íbúum. Verð á DRG-einingu er það lægsta í Svíþjóð, um 300 þúsund krónur, en opinberu spítalarnir fá 10% hærra. Það vill svo til að forstjóri spítalans er kollegi okkar, Birgir Jakobsson. Á opinberu spítölunum í Svíþjóð hefur kerfið einnig verið tekið upp og við það hefur framleiðni aukist um 10-15% að mati sérfræðinga OECD sem skoðuðu málið. Biðlistar hafa horfið. Samkvæmt mínum útreikningum sem byggðir eru á ársreikningi og upplýsingum fjármáladeildar kostar DRG-einingin á Landspítala um 450 þús- und krónur. Þurfum við því ekki að skoða rekstur kerfis okkar? Ólafur Örn Arnarson Höfundur er sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum. Læknablaðið 2006/92 215

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.