Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 40
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISPÓLITÍK
Eigum við ekki að ræða málin betur?
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur segir stjórnvöld ekki móta stefnu
í heilbrigðismálum, hún gerist bara
Þröstur
Haraldsson
Peir sem fylgjast með umræðum í fjölmiðlum um
heilbrigðismál hafa ekki komist hjá því að taka
eftir nafninu Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir. Þar er
á ferð nýbakaður doktor í stjórnsýslufræðum frá
Lundúnum sem hefur hellt sér út í umræður um
starfsemi og skipulag íslensks heilbrigðiskerfis. Á
dögunum hélt hún fyrirlestur í Öskju þar sem vel
var mætt og hlustað af athygli enda setur hún mál
sitt skýrt og skilmerkilega fram og dregur ekkert
undan. Lœknablaðinu þótti því einboðið að fá
hana til viðtals og það tókst að góma hana rétt
áður en hún flaug aftur til Englands.
í fyrirlestrinum var Sigurbjörg að kynna doktors-
ritgerð sína en hún fjallar um aðdraganda að ákvörð-
un ríkisins um kaup á Sjúkrahúsi Reykjavíkur árið
1998 og síðar sameiningu sjúkrahúsanna tveggja
í Reykjavík árið 2000. Hún bar hana saman við
sameiningu tveggja sjúkrahúsa í Lundúnum, St.
Thomas' og Guys Hospitals, árið 1995 en spurði
einnig hvers vegna sameiningin hér hefði tekist 1998
en mistekist á árunum 1986-1987.
Svarið við þessari spurningu var ekki alveg ein-
hlítt en hún benti á að á þeim tíma sem leið milli
tilraunanna hefði staða tveggja fjölmennustu og
áhrifamestu starfsstétta heilbrigðiskerfisins breyst.
Á sama tíma og hjúkrunarstéttin sameinaðist í
eitt félag og varð öflug og virk í pólitískri umræðu
kom upp sundurlyndi meðal lækna, ekki síst vegna
deilna um tilvísanakerfið, átaka milli heimilislækna
og annarra sérfræðinga og aukinnar sóknar þeirra
síðarnefndu út í stofurekstur. Hún bætti því við að
þegar sameiningin var í höfn hefðu margir litið á
það sem sigur á læknum sem hefðu veitt harðasta
mótspyrnu gegn sameiningunni.
Slagur í Sjálfstæðisflokknum
Þetta vildu sumir áheyrendur túlka þannig að
Sigurbjörg væri að segja að á spítalanum ríkti stríð
á milli hjúkrunarfræðinga og lækna. En hvað átti
hún við?
„Þegar ég fór að skoða þetta sýndist mér stað-
an hafa verið sú þarna 1986 til 1987 að læknarnir
skiptust nokkuð jafnt með og á móti. Hörðustu
andstæðingar sameiningar voru í Fossvoginum og
hörðustu fylgismennirnir við Hringbraut. Andstæð-
ingarnir voru hins vegar miklu háværari og höfðu
sterk tengsl inn í Sjálfstæðisflokkinn sem þá fór
með heilbrigðismálin. Það má raunar segja að sam-
einingin hafi dottið upp fyrir inni í flokknum því á
þessum tíma voru ýmis erfið mál í gangi, ekki síst
það að Albert Guðmundsson var að kljúfa sig út.
Flokkurinn réð hreinlega ekki við að taka á svona
erfiðu máli og hefja einhvern slag við læknana.
Það gerði málin enn flóknari að málsmetandi
læknar höfðu sterk persónuleg tengsl inn í þing-
flokkinn. Ragnhildur Helgadóttir var heilbrigð-
isráðherra og systir Tómasar Helgasonar og helsta
vonarstjarna flokksins á þessum árum, Sólveig
Pétursdóttir, er systir Hannesar Péturssonar. í stað
þess að taka slaginn var ákveðið að drepa málinu
á dreif og nota tímann til að útvatna andstöðuna
í læknahópnum. Einn viðmælandi minn hélt því
fram að þeirri þróun hefði lokið þegar Hannes tók
við stöðu prófessors í geðlækningum við Háskóla
íslands árið 1998, en við það fluttist hann úr
Fossvogi niður á Hringbraut."
Ekki stéttastríð
„í millitíðinni var Landakot sameinað Borgar-
spítala og læknar sem fluttust þangað ætluðu að
halda áfram á sömu nótum og þeir voru vanir,
það er með öfluga ferliverkastarfsemi og fá greitl
samkvæmt verkgreiðslum. En þá mætir þeim stétt
hjúkrunarfræðinga sem var miklu öflugri en þeir
höfðu átt að venjast á Landakoti. Margir læknar
brugðust við með því að hefja eða auka eigin stof-
urekstur sem var opin leið og gaf læknum kost á
að losna undan deilum um stjórnun og niðurskurð
sem tók sífellt meiri tíma frá lækningunum.
Afturköllun á gildistöku tilvísunarreglugerðar árið
1995 gerði þessa leið enn greiðfærari fyrir sérfræð-
ingana.
Ég sé þetta alls ekki sem deilur milli hjúkrunar-
fræðinga og lækna. Hins vegar náðu stjórnvöld að
spila á mismunandi áherslur og stöðu fagþróunar
meðal þessara stétta. Hjúkrunarfræðingar höfðu
með afgerandi hætti tekið að sér stjórnunarhlut-
verk innan sjúkrahúsanna, ekki bara á sviði hjúkr-
unar heldur á rekstri heilu deildanna. Þær höfðu
öðlast stjórnunarlegt sjálfstæði og voru til þess að
gera nýteknar við því hlutverki þegar niðurskurð-
arhnífnum var brugðið á loft á níunda áratugn-
um og þær þurftu að glíma við lokanir deilda,
tilflutning starfseminnar á milli deilda og stjórnun
mannahalds sem var erfitt vegna skorts á hæfu
starfsfólki. Staða þeirra og þessi eldskírn í stjórnun
veitti þeim mikla yfirsýn yfir reksturinn, ekki bara
á einstökum deildum heldur á sjúkrahúsunum í
216 Læknablaðið 2006/92