Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BÓKADÓMUR brýn og ýtti undir nýjungar hvort sem við hugsum til sýklalyfjanna á stríðstímum eða getnaðarvarna á tímum kvenfrelsisbaráttu, uppgangs í efnahags- lífinu og sívaxandi neysluhyggju. Það má líka velta fyrir sér hvort áhrif einstakra frumkvöðla lækna, ljósmæðra og hjúkrunar- kvenna komi nægilega vel fram en það er stefna höfundar að rekja söguna almennt en leggja minni áherslu á einstaklinga. Reyndar kemur margt fram í myndatextum og afmörkuðum dálkum sem gefa bókinni mjög skemmtilegan blæ, til dæmis þar sem notast er við minningar lækna. Þegar ég nefni einstaklinga er ég ekki síst að hugsa til sögu Sólveigar Pálsdóttur ljósmóður í Vestmannaeyjum sem átti mikinn þátt í að útrýma ginklofa þar á bæ í samvinnu við þann danska lækni sem þangað var sendur. Hennar er ekki getið. Þá má minna á hve margir læknar voru virkir í stjórnmálum og beittu sér á þingi í þágu ýmiss konar umbóta, heilbrigðis og reyndar mannréttinda, til dæmis kvenréttinda enda sumir giftir miklum kvenskör- ungum. Þar má nefna Jónas Jónassen landlækni sem utan þings vann mikið að því að fræða konur um hreinlæti, umönnun ungbarna og hirðu eigin líkama, Guðmund Björnsson landlækni sem bæði var bæjarfulltrúi og þingmaður en hann beitti sér fyrir vatnsveitu í Reykjavík og Guðmund Hannesson prófessor sem var óþreytandi við að bæta samfélagið, meðal annars með hugmyndum um skipulagsmál og skipan heilbrigðismála. Eins og fyrr segir má lengi velta vöngum yfir því hvað eigi að hafa með og hvað ekki, hvar eigi að leggja áherslur og hvar ekki. í formála kemur fram að í upphafi var hugmyndin sú að skrifa sögu Læknafélags íslands en þannig saga hugnaðist höfundi ekki og því var tekin allt önnur stefna. Samt sem áður er að finna kafla í bókinni um sögu Læknafélagsins (en ekki annarra félaga) fram yfir 1950 en ekki fann ég skýringar á því af hverju þá var staðnæmst. Það má ljóst vera að saga lækna og þróun læknisfræðinnar eftir 1950 er ekki síður stórstíg og merkileg, ekki síst sú gífurlega fjölgun lækna sem átt hefur sér stað, sem bætti alla þjón- ustu til muna en leiddi til þess að ákveðið var að takmarka fjölda þeirra sem útskrifast. Loksins rættist spá Guðmundar Hannessonar en hann hafði lengi miklar áhyggjur af offjölgun lækna og vildi takmarka fjölda þeirra. Mér finnst gæta þarna ósamræmis, staðnæmst er við sögu Læknafélagsins um miðja öldina en á öðrum stöðum er vikið að umræðum um heilbrigðismál um þessar mundir og þeim miklu breytingum sem læknar hafa þurft að glíma við undanfarin ár. Þar má nefna nýjar spurn- ingar um siðfræði og hve langt megi ganga, meðan sögu stéttarinnar er ekki fylgt eftir. Þótt ég hafi hér vikið að einstökum atriðum sem deila má um er mikill fengur að þessari bók og hún gefur gott yfirlit yfir langan tíma. Hún er vel skrifuð, henni fylgir mikið myndefni og ítarefni um einstök mál sem segja mikla sögu sem og ítar- leg heimildaskrá sem hjálpað getur þeim sem vilja fá meira að vita. Það er því óhætt að óska höfundi og Læknafélagi íslands til hamingju með bókina sem lýsir ferð íslendinga frá fátækt og skorti til bjargálna og hvert hlutverk heilbrigðismála var og er í þeirri langferð. Baráttan við sjúkdóma heldur áfram og er glíma sem snertir líf okkar allra. Líf og lækningar Íslensk heilbrigðissaga eftir sagnfræðinginn Jón Ólaf Isberg er mikið rit og fróðlegt. Bókin er 300 blaðsíður í stóru broti og frágangur allur vandaður. Efnistök eru góð og bókin mjög læsileg. Gífurleg vinna liggur að baki þessarar bókar, á annað þús- und tilvísanir í ca. 700 heimildir bera þess vott. Þessi mikla heimildaskrá verður sagnfræðingum og öðrum áhugamönnum um sögu læknisfræðinn- ar ómetanleg í framtíðinni. I inngangi gerir höfundurinn grein fyrir aðdrag- anda að ritun bókarinnar, gagnasöfnun, vinnu- tilhögun og útgáfu. Hann bendir á að hingað til hefur íslensk sagnaritun um heilbrigðismál einkum verið í höndum lækna „enda hafa þeir einir verið taldir hæfir að greina fortíðina læknisfræðilega“. Höfundur rökstyður með tilvísun í erlenda fræði- menn nauðsyn þess að sagnfræðingar skrifi einnig söguna frá sínum sjónarhóli. Fyrsti kaflinn er yfirlil um læknislist fyrri alda. Fræði Hippókratesar og Galenosar voru í helj argreipum kristinnar trúar allar miðaldir og langt fram á upplýsingaöld. Höfundur lýsir þessu langa stöðnunarskeiði skemmtilega blandað stjörnuspeki og hindurvitnum. Hér vildi ég hafa séð minnst á læknislist elstu menningarþjóða, Indverja, Kínverja, Japana og Egypta, og höfundur hefði mátt minnast á þátt fornmeinafræðinnar í þessu samhengi. Prófessor Jón Steffensen rann- sakaði Skeljastaðabeinin 1939 og skrifaði merka grein í „Fortidagaardar paa Island“, 1943, og Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur, hefur líka rann- sakað þessi bein og fleiri úr gömlum kumlum sem fengur væri í að hafa með því að þau bera merki um Jón Þorsteinsson Höfundur er gigtarlæknir. Læknablaðið 2006/92 227
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0023-7213
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
938
Skráðar greinar:
Gefið út:
1915-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Undirtitill frá 59. árg. 1973: The Icelandic medical journal
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (15.03.2006)
https://timarit.is/issue/378534

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (15.03.2006)

Aðgerðir: