Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / KEISARASKURÐIR g sem dóu burðarmálsdauða á tímabilinu óháð því hvort um keisaraskurð væri að ræða. Heildarfjöldi frumbyrja sem fæddu einbura >2500 g var fundinn til að skoða áhrif hækkandi tíðni keisaraskurða meðal þessa hóps kvenna á BMD. Skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar (WHO) á burðarmálsdauða var notuð, það er öll börn, óháð meðgöngulengd, sem fæðast lifandi en deyja á fyrstu viku og andvana fædd við >22 vikna meðgöngu eða >500 g voru talin og tíðnin reiknuð fyrir 1000 fædd börn. Dánartíðni einstakra hópa var reiknuð sem fjöldi dauðsfalla af hverjum 1000 fæddum börnum í þeim hópi. Leyfi fyrir rannsókninni fékkst hjá Vísinda- siðanefnd, Persónuvernd, Fæðingaskráningunni á íslandi og yfirlæknum sjúkrahúsa og heilbrigðis- stofnana þar sem við átti. Allar upplýsingar voru slegnar inn í Microsoft Excel® gagnagrunn en úrvinnsla fór fram í tölfræðiforritinu SPSS® 11.0 fyrir Windows. Hlutfallsreikningur var notaður á allar viðeigandi breytur og fylgnistuðull (cor- relation coefficient) Pearsons til að skoða sam- band keisaraskurða og burðarmálsdauða. Niðurstöður Yfirlit yfir heildarfjölda fæðinga, fæddra barna og keisaraskurða er sýnt í töflu I. Heildarfjöldi fæðinga var 64514 og heildarfjöldi fæddra barna 65619. Alls dóu 419 börn á burðarmálstíma, þar af fæddist 271 barn andvana og 148 dóu á fyrstu viku og var meðaltal BMD 6,4/1000 fyrir allt tímabilið. Burðarmálsdauði lækkaði ekki marktækt á tímabilinu. Meðaltalstölur BMD fyrir fimm ára tímabil voru 6,3/1000 fyrir árabilið 1989-1993, hækkuðuí 7,3/1000 fyrirárin 1994-1998 og lækkuðu aftur í 5,5/1000 fyrir árin 1999-2003. Heildartíðni keisaraskurða hækkaði úr 11,6% í 18,2% (p<0,001) á rannsóknartímanum (mynd 1). Alls fæddu 61.633 konur einbura >2500 g og þar af 8332 með keisaraskurði. Meðalþyngd barnanna var 3715 g og meðallengd meðgöngu samkvæmt ómun 39 vikur og 5 dagar (bil: 32-44 vikur, með- göngulengd óþekkt í tveimur tilvikum). Fjöldi barna undir 37 vikna meðgöngulengd sem fæddist með keisaraskurði var 267 (3,2%), þar af 47 undir 35 vikum (0,6%). Tíðni keisaraskurða við fæðingu barna >2500 g jókst marktækt (r>0,97; p<0,001) úr 10,4% í 16,7%. Burðarmálsdauði hjá þessum hópi lækk- aði ekki marktækt á sama tíma (r=-0,01 p<0,97). Alls dóu 111 börn sem vógu >2500 g og voru án meðfædds galla og var meðaltíðni dauðsfalla á burðarmálstíma 1,8/1000 hjá fullburða börnum. Af þeim fæddust 87 andvana (78%) og 24 dóu á fyrstu viku (22%). Af þeim sem voru andvana fæddust Mynd 1. Tíðni keisaraskurða á íslandi á árunum 1989-2003. Burðarmálsdauði ♦ 3- . ♦ ► ♦ ♦ 4 ♦ ♦ 0-| 1 1 1 1 1 1 1 1 10 11 12 13 14 15 16 17 Tíðni keisaraskuröa (%) Mynd 2. Tíðni keisaraskurða á íslandi á árunum 1989-2003. 11 með bráðakeisaraskurði og af börnum sem dóu á fyrstu viku fæddust 12 með keisaraskurði. Ekki var marktæk fylgni milli tíðni burðarmálsdauða og keisaraskurða hjá börnum >2500 g (mynd 2). Hlutfall frumbyrja af heildarfjölda fæðandi kvenna jókst marktækt úr 35,7% í 41% (p<0,001; r>0,87) (tafla II). Tíðni keisaraskurða meðal frunt- byrja sem fæddu börn >2500 g jókst einnig á tíma- bilinu úr 11,5% í 17,6 % (r>0,92; p<0,001). Aftur á móti var ekki marktæk breyting á dauðsföllum meðal frumburða á burðarmálstíma (r>-2,4; p=0,39) (tafla II). Umræða Fátítt er nú hérlendis að fullburða börn deyi í eða fljótt eftir fæðingu. Börnum með fæðingarþyngd yfir 2500 g vegnar yfirleitt vel ef þau eru fædd án alvarlegra galla og flest þeirra eru fullburða (97% í rannsóknarhópnum). Horfur fyrir börn sem ná 34 vikna meðgöngulengd eru almennt taldar góðar og fá börn í rannsóknarhópnum voru undir þeim mörkum. Þau börn sem deyja og vega meira en 2500 g látast flest áður en fæðing hefst, oftast Læknablaðið 2006/92 193
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.