Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR / SJUKRATILFELLI
raun að um verulega blæðingu sé að ræða, að aðrar
meðferðarleiðir bregðist og sýnt þykir að blæð-
ingin kemur frá slagæð frá berkjutrénu. Skal þá að
jafnaði vera búið að gera berkjuspeglun og æða-
tölvusneiðmyndatöku til að staðsetja blæðingu.
Petta inngrip nær að stöðva blæðingu í 90% til-
fella (8) og sá árangur helst eftir mánuð í 80-90%
tilfella (8, 9) en til frambúðar (meira en eitt ár) hjá
50-70% tilfella (10-12). Ástæður endurblæðingar
eru helstar að ekki var lokað fyrir þá æðagrein sem
að grunni til blæddi frá eða þá að framþróun hefur
orðið á undirliggjandi sjúkdómi (13).
Æðastíflun sem meðferð við verulegum blóð-
hósta er almennt að ná fótfestu sem árangursrík
aðferð við að stöðva blæðingu með lægri tíðni
aukaverkana en skurðaðgerð og með betri lang-
tíma árangri en Iyfjameðferð. Árangur af slíku
inngripi við æðamissmíð er hátt í 100% og fylgi-
kvillar eru sjaldgæfir og saklausir og þá helst
brjósthimnubólga (15-30%), vægur hiti og sjaldan
er það hjartverkur (angina pectoris). Dauðsföllum
í kjölfar þessara inngripa hefur ekki verið lýst (1).
Ekki er vitað til þessi meðferðarmöguleiki hafi
áður verið nýttur á Islandi.
Heimildir
1. Andersen PEA. Endovasculær interventionsbehandling af
hæmoptyse. Ugeskr læger 2005; 167: 3160-3.
2. Johnson JL. Manifestations of hemoptysis. How to manage
minor, moderate and massive bleeding. Postgrad Med 2002;
112:101-9.
3. Conlan AA, Hurwitz SS, Krige L, Nicolaou N, Pool R. Massive
hemoptysis. Review of 123 cases. J Thorac Cardiovasc Surg
1983; 85:120-4.
4. Cahill BC, Ingbar DH. Massive hemoptysis. Assessment and
management. Clin Chest Med 1994; 15:147-67.
5. Jean-Babtiste E. Clinical assessment and management of mas-
sive hemoptysis. Crit Care Med 2000; 28:1642-7.
6. Lee TW, Wan S, Choy DK, Chan M, Arifi A, Yim AP.
Management of massive hemoptysis: a single institution expe-
rience. Ann Thorac Cardiovasc Surg 2000; 6:232-5.
7. Remy J, Voisin C, Dupuis C, Beguery P, Tonnel AB, Denies
JL, et al. Traitement des hemopthysies par embolization de la
circulation systemique. Ann Radiol 1974;17:5-16. Tilvitnun frá
Marshall TJ, Jackson JE (13).
8. Swanson KL, Johnson CM, Prakash UB, McKusick MB,
Andrews JC, Stanson AW. Bronchial artery embolization:
experience with 54 patients. Chest 2002;121:789-95.
9. Zhang JS, Cui ZP, Wang MQ, Yang L. Bronchial arteriography
and transcatheter embolization in the management of hemop-
tysis. Cardiovasc Intervent Radiol 1994; 17: 276-9.
10. Osaki S, Nakanishi Y, Wataya H, Takayama K, Inoue K,
Takaki Y, et al. Prognosis of bronchial artery embolization in
the management of hemoptysis. Respiration 2000; 67:412-6.
11. Kato A, Kudo S, Matsumoto K, Fukahori T, Shimizu T, Uchino
A, et al. Bronchial artery embolization for hemoptysis due to
benign diseases: immediate and long-term results. Cardiovasc
Intervent Radiol 2000; 23: 351-7.
12. Mossi F, Maroldi R, Battaglia G, Pinotti G, Tassi G. Indicators
predictive of success of embolisation: analysis of 88 patients
with haemoptysis. Radiol Med 2003; 1005:48-55.
13. Marshall TJ, Jackson JE. Vascular intervention in the thorax:
bronchial artery embolization for haemoptysis. Eur Radiol
1997; 7:1221-7.
Læknablaðið 2006/92 199