Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2006, Qupperneq 47

Læknablaðið - 15.03.2006, Qupperneq 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR Stjórnvöld í Suður-Kóreu og Noregi brugðust bæði við með því að skipa rannsóknanefndir sem eiga að fara í saumana á því sem gerðist hjá þeim Hwang og Sudb0. Þar verður hverjum steini velt við og vonandi getur vísindaheimurinn og útgef- endur fræðirita sótt þangað fróðleik til þess að bæta vinnubrögð sín enn betur. Vísindin hreinsa sig sjálf Spurningin sem eftir stendur er hins vegar hvort svona vinnubrögð séu útbreidd. Hafa birst margar greinar sem þannig er staðið að án þess að upp hafi komist og er verið að nota þær núna sem grundvöll meðferðar í læknisfræði? Um það er erfitt að segja en þó er ljóst að töluverð brögð eru að því að vís- indamenn, einkum í lífvísindum, séu staðnir að óheiðarlegum vinnubrögðum af einhverju tagi. I Bandaríkjunum voru skoðaðar tæplega 1000 rann- sóknir frá árunum 1993-1997 þar sem grunsemdir höfðu vaknað um að ekki væri allt með felldu en þessar rannsóknir nutu stuðnings US Public Health Service. Af þeim voru 150 tilvik tekin til formlegrar rannsóknar og 76 þeirra þóttu bera einkenni vísindasvindls af einhverju tagi. Mest var um að menn fölsuðu niðurstöður eða byggju til gögn sem ekki studdust við veruleikann en einnig fundust tilvik um ritstuld eða eftiröpun annarra rannsókna (plagiarism). Rannsóknin leiddi einnig í ljós að yngri og óreyndari vísindamenn voru oftar staðnir að svindli en eldri kollegar þeirra. Það voru hins vegar oftar þeir eldri og hærra settu sem komu upp um svindlið. Bandaríski eðlisfræðingurinn David Goodstein er prófessor við California Institute of Technology og hefur sérhæft sig í vísindasvindli. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af slæmum áhrifum þess á vís- indin. í grein sem hann ritaði í tímaritið Academe árið 2002 sagði hann meðal annars: „Alvarlegt vísindasvindl, svo sem fölsun rann- sóknargagna, er sjaldgæft ... Vísindin leiðrétta sig sjálf á þann hátt að falsanir sem laumað hefur verið inn í þekkingargrunninn verða fyrr eða síðar afhjúpaðar og þeim hafnað. ... Þó er fyllsta ástæða til að halda uppi öflugum vörnum fyrir vísindin vegna þess að ef þekkingargrunn- urinn verður mengaður af fölskum upplýsingum dregur það úr getu vísindanna til þess að hreinsa sig.“ Harðnandi samkeppni Goodstein hefur velt því fyrir sér hvað fái vís- indamenn til þess að grípa til falsana eða annarra óheiðarlegra vinnubragða og segist hafa greint þrjú einkenni sem ávallt séu til staðar. í fyrsta lagi sé viðkomandi undir álagi sem hafi áhrif á starfs- frama hans. í öðru lagi telji vísindamenn sig alltaf vita hver niðurstaðan hefði orðið ef þeir hefðu lagt á sig það ómak að gera rannsóknina eftir öllum kúnstarinnar reglurn. Og í þriðja lagi skáki menn í því skjóli að erfitt sé að gera nákvæmlega eins rannsókn og afhjúpa þar með svindlið. Hann bætir því við að vonin um peningalegan ábata stjórni afar sjaldan gerðum svindlaranna. Hann segir líka að þótt öll ofangreind einkenni séu til staðar sé ekki þar með sagt að menn byrji ávallt að svindla. Þá væri svindlið útbreiddara en raunin er. Hann hefur hins vegar áhyggjur af því að það gæti aukist vegna breytinga sem hafa orðið í vísindaheiminum. Áður hafi framþróun vísindanna eingöngu takmarkast af ímyndunar- afli og sköpunarkrafti þeirra sem að þeim unnu en á síðustu áratugum hafi þetta breyst verulega. Nú takmarkist vísindastarf einkum af því hversu mörg stöðugildi og styrkir fást til að sinna því. Samkeppnin um stöður og styrki verður æ harðari og grefur undan siðrænni vitund vísindamanna. Hann tekur dæmi af áhrifum þessarar auknu samkeppni á fyrirkomulag ritrýni hjá fræðiritum. „Ritrýnirinn er oftast í hópi virtustu sérfræðinga í sinni fámennu sérgrein og þar með keppinautur greinarhöfunda um takmarkaða styrki. Flestir vísindamenn búa yfir ríkri siðvitund og reyna að láta eiginhagsmuni ekki hafa áhrif á vísindalega dómgreind sína. En allir vísindamenn sem ég þekki segja mér sögur af ósanngjarnri meðferð nafnlausra ritrýna. Ritrýnar þiggja yfirleitt aldrei laun fyrir störf sín og nafnleyndin tryggir að þeir þurfa aldrei að standa reikningsskil gerða sinna. Það hlýtur því oft að freista þeirra óskaplega að geta fundið eitthvað að verkum keppinauta sinna,“ segir Goodstein. Heimildir Stuðst var við greinar í Washington Post, Tidsskrift for Den norske legeforening, British Medical Journal, Academe og eftirfar- andi netslóð: www.abc.net. an/rn/talks/8.30/helthrpf/stories/sl 1681. htm VÍSINDASVINDL ■ Læknablaðið 2006/92 223
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.