Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 26
FRÆÐIGREINAR / ANDNAUÐ Tafla I. Skilgreining á ARDS. 1. Bráður sjúkdómur 2. Dreiföar íferöir í báöum lungum á lungnamynd 3. Pa02/Fi02 hlutfall a. Pa02/Fi02 < 300 = ALI b. Pa02/Fi02 < 200 = ARDS 4. PCWP < 18 mmhlg eóa engin merki um hjartabilun Samkvæmt The American-European consensus conference on ARDS (8). Pa02/Fi02 = súrefnisstyrkur blóös/innandaö súrefnishlutfall. PCWP = fleygþrýstingur í lungnaslagasö. var fyrst lýst (2). í nýlegri fjölsetra rannsókn í Evrópu reyndist dánarhlutfall vera 55% (3) en aðrar rannsóknir hafa sýnt lægra dánarhlutfall. Pótt dánarhlutfall sé hátt er til mikils að vinna í meðferð þar sem þeir sem lifa af ná sér flestir að miklu leyti ef undirliggjandi sjúkdómur batnar (4, 5). Sjúklingar með BAH geta þó verið lengi að ná sér og verið með varanlega skerðingu á lungna- starfsemi (6). Nýlegar rannsóknir benda til þess að horfur sjúklinga séu betri ef notuð er lungnavernd- andi öndunarvélarmeðferð þar sem andrýmd (tidal volume) er haldið Iágri og þrýstingsaukning í loftvegum takmörkuð (7). Erfill hefur verið að fá góða hugmynd um tíðni BAH vegna mismunandi skilgreininga. Birtar hafa verið rannsóknir með tíðnitölum allt frá 1,5-75 til- felli/100.000 íbúa/ár (8). Samkomulag náðist árið 1994 austanhafs og vestan- um skilgreiningu á B AH (9) og í framhaldi af því varð mögulegt að fram- kvæma samræmdar kannanir á tíðni, orsökum og horfum sjúklinga. Skilgreind voru hugtökin bráður lungnaáverki (ALI, acute lung injury) og brátt andnauðarheilkenni (ARDS, sjá töflu I). Einungis stigsmunur er á þessum hugtökum og talið er að bráður lungnaáverki sé undanfari BAH. Einnig var ákveðið að heilkennið yrði framvegis kallað á ensku „Acute Respiratory Distress Syndrome" í stað „adult respiratory distress syndrome" eins og áður tíðkaðist, reyndar notaði Ashbaugh heitið „acute“ þegar hann lýsti fyrst BAH (1). ísland hefur landfræðilega sérstöðu í rannsóknum á tíðni sjúkdóma vegna afmarkaðs landsvæðis og góðrar yfirsýnar um heilbrigði þjóðar. Athugun á tiðni þessa heilkennis hefur ekki verið framkvæmd hér á landi áður og var þess vegna ákveðið að kanna hversu margir höfðu fengið BAH á íslandi tímabil- ið 1988-1997 og hvort einhverjar breytingar hafi orðið innan tímabilsins. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturvirk og náði til allra gjörgæslu- deilda á íslandi sem starfræktar voru á tímabilinu 1988-1997, það er Sjúkrahúss Reykjavíkur, Land- spítala, Landakotspítala og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Að fengnu samþykki Vísindasiða- nefndar sjúkrahúsanna og Tölvunefndar var farið yfir gjörgæslunótur og sjúkdómsgreiningar allra sjúklinga sem lögðust inn á gjörgæsludeild á tíma- bilinu en ætla má að innlagnir hafi verið allt að 10 þúsund. Sjúkraskýrslur 220 sjúklinga sem átt höfðu við alvarlega öndunarbilun að stríða voru skoðaðar sérstaklega og kannað hvort þeir gætu fallið undir alþjóðlegu skilgreininguna á BAH (9). Samkvæmt þessari skilgreiningu er einungis stuðst við útlit lungnamyndar og hlutfall súrefnisstyrks í blóði á móti innönduðu súrefnishlutfalli (Pa02/FiO,) sem talið er segja mikið um ástand lungna þegar um brátt andnauðarheilkenni er að ræða. Pví lægri tala, því verra er ástand lungna, ef hlutfallið fer undir 300 er um bráðan lungnaáverka að ræða en brátt andnauðarheilkenni ef hlutfallið fer undir 200. Þeir sjúklingar sem höfðu klínísk einkenni eða mælingar á fleygþrýstingi í lungnaslagæð (PCWP) sem bentu til hjartabilunar voru ekki teknir með í endanlega úrvinnslu. Skráðar voru upplýsingar um aldur, kyn, orsök, tíma frá áfalli að byrjun heilkennis, legutíma á gjörgæsludeild, legutíma á sjúkrahúsi og hvort sjúk- lingar lifðu veikindin af eða ekki. Skráð var notkun öndunarvéla, tímalengd, stillingar, PaO,/FiO, hlut- fall og ef notuð var sérhæfð öndunarvélarmeðferð, svo sem þrýstingsstýrð öndun, hátíðniöndunarvél, innandað nituroxíð (NO) eða hjarta- og lungnavél (ECMO). Ástand allra sjúklinga við innlögn var metið samkvæmt APACHE II stigunarkerfi (10). Skráðar voru niðurstöður röntgenrannsókna af lungum og allar myndir sem voru fáanlegar voru skoðaðar af sama sérfræðingi í geislagreiningu með tilliti til hvort um BAH var að ræða og gefin stig samkvæmt lungnaáverkakvarða Murray’s (Lung injury scale, LIS) en samkvæmt honum eru gefin stig fyrir PaO,/FiO, hlutfall, PEEP stillingu á önd- unarvél og hversu útbreiddar íferðir í lungum eru á lungnamynd (11). Samkvæmt alþjóðlegu skilgrein- ingunni á BAH er ekki stuðst við lungnaáverka- kvarða Murray‘s en í þessari rannsókn voru gefin stig samkvæmt honurn til hliðsjónar. Fengnar voru upplýsingar frá Hagstofu fslands um mannfjölda á tímabilinu og þannig reiknað nýgengi sjúkdómsins á hverja 100.000 íbúa, bæði heildarmannfjölda og mannfjölda eldri en 15 ára. Borin voru saman tvö fimm ára tímabil, 1988-1992 og 1993-1997 og kannað hvort breyting hefði orðið á nýgengi og dánarhlutfalli milli þessara tímabila. Reiknuð voru meðaltöl með staðalfrávikum og reiknað p-gildi rneð Students T-test. Niðurstöður Af 220 sjúklingum með alvarlega öndunarbilun á gjörgæsludeildum á íslandi tímabilið 1988-1997 reyndust 155 sjúklingar falla undir alþjóðlegu skil- 202 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0023-7213
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
938
Skráðar greinar:
Gefið út:
1915-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Undirtitill frá 59. árg. 1973: The Icelandic medical journal
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (15.03.2006)
https://timarit.is/issue/378534

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (15.03.2006)

Aðgerðir: