Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR / SJUKRATILFELLI Mynd 1. Endurbyggð tölvusneiðmynd af brjóst- Itoli. Langsneið af brjóst- Itoli sýnir Art. Bronch. dx. (lítil ör) og þéttingu í efsta hluta hægra efra lungna- blaðs (stór ör). Mynd 2. Slagœðarann- sókn. Inndœling í gegnum œðalegg í Art. Bronchiale dx. sem sýnir auktia blóðsókn og hlykkjóttar óeðlilegar œðar auk blœð- ingarstaðs (ör). Mynd 3. Inndœling í Art. Bronch. dx. Æðinni hefur verið lokað með tveimur 3/2 mm innœðagormum (microcoil). urinn fær engin einkenni meðan á aðgerð stendur og engin lyf eru gefin. Næstu tvo daga hóstar sjúk- lingur lítilsháttar af lifruðu blóði en síðan engu. Við eftirlit tveimur vikum seinna hefur hann engu blóði hóstað og háskerpu-tölvusneiðmynd af fyrrgreindu svæði sýnir ekkert athugavert. Umræða Almenn umfjöllun um orsakir blóðhósta er ekki markmið þessarar greinar. Þó ber að ítreka mikil- vægi þess að greina magn blóðs sem hóstað er upp. Verulegur blóðhósti (massive hemopthysis) er almennt talinn vera til staðar ef um er að ræða meira en 300 ml blæðingu á 24 klukkustundum (1) en þó er sú skilgreining á reiki. Slfk tegund blóðhósta er til staðar í minna en 5% allra tilfella af blóðhósta (2) en hún hefur háa dánartíðni (>30- 50%) ef hún er ómeðhöndluð (1, 3), þó mismun- andi eftir orsökum. Skilyrðislaust ber að leggja slíka sjúklinga inn. í allt að 10% tilfella blóðhósta blæðirfrá berkju- slagæðum en þetta hlutfall er hærra við verulegan blóðhósta þar sem æðaþrýstingur er mun hærri en í lungnablóðrásinni. Þar er algengast á heimsvísu að berkjuslagæðargúll vaxi inn að berklaholrými (cavernae). Á vesturlöndum er krabbamein í lunga mun algengari orsök. Stundum er um að ræða æðamissmíð milli slagæðar og bláæðar (arteri- venous malformation) og eðlileg lungnamynd eða tölvusneiðmyndarannsókn eykur líkur á þessari greiningu. 10-14% þeirra sem hafa slíka æðamis- smíð fá blóðhósta (1). Meðferð verulegs blóðhósta má skipta í bráða meðferð og sértæka meðferð. í bráðafasanum er mikilvægt að tryggja æðaaðgengi, panta blóð og setja upp vökva hjá sjúklingnum í samræmi við lífsmörk og magn blæðingar. Ef ljóst er úr hvoru lunganu blæðir er rétt að leggja sjúklinginn á þá hlið sem blæðir úr til að koma í veg fyrir að blæði yfir í heilbrigða lungað og sá hluti öndunarvegarins lokist einnig (4). Sértæk meðferð blóðhósta byggir á staðsetn- ingu blæðingar í lungum og greiningu orsakar. Með berkjuspeglun er yfirleitt hægt að staðsetja blæðingu með nokkurri vissu og meðhöndla á sama tíma til dæmis með brennslu á blæðingarstað, eða með því að blása út belg innan berkjutrésins (endobronchial balloon inflation) sem afmarkar blæðingarstaðinn (4, 5). Ef berkjuspeglun dugir ekki til má reyna að meðhöndla með lyfjum svo sem cýklócaprón en ef annað bregst þá hefur þrautalendingin verið að fjarlægja þann lungna- hluta sem blæðir frá með skurðaðgerð og er þá dánarhlutfallið í kringum 15% í bráðatilfellum (6) en hafa verður í huga að þessi meðferðarleið kemur ekki til greina hjá þeim sem eru með blæð- ingu eða sjúkdóm í báðum lungum eða hafa ekki nógu góða lungnastarfsemi til að mega við því að missa lungnavef. Sértæk stíflun á berkjuslagæð (Bronchial Artery Embolization) sem meðhöndlun við blóðhósta kom fyrst fram árið 1974 (7) og er nú víða gerð við stærri sjúkrahús. Ábending á slíka aðgerð er í 198 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.