Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2006, Side 35

Læknablaðið - 15.03.2006, Side 35
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ að tímabært væri „að sameina stóru sjúkrahúsin tvö í Reykjavík“. Málalyktir urðu þær, að báðum tillögum var vísað til stjórnar og henni falið að „móta framtíðarstefnu eigi síðar en um næstu ára- mót“(5). Þegar sama haust var reynt við málið að nýju innan stjórnar LÍ og nú með stjórn Læknafélags Reykjavíkur. í febrúar árið eftir samþykktu stjórn- ir félaganna ályktun, sem var stuðningur við eitt sjúkrahús, yrði það undir einu þaki. „Stjórnirnar taka undir orð heilbrigðismálaráðherra á aðalfundi LÍ haustið 1999 og telja, að í framtíðinni eigi að byggja eitt sjúkrahús sem rúmi núverandi starfsemi Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala“(6). Þetta var pólitísk niðurstaða stjórna læknafélag- anna. Sjónarmið þeirra sem fyrir henni börðust, tel ég hafa verið fyrst og fremst þau, að læknar lentu ekki enn einu sinni í pólitískri einangrun eða eyði- merkurför, þegar ákvarðanir í heilbrigðismálum væru annars vegar. Það má vera, að hér hafi verið farin „Steingrímsfjarðarheiði" lækna og verður þá svo að vera. Annað áhugavert efni er staðsetning hins nýja spítala. Lagt hefur verið að læknafélögunum að beita sér gegn þeim stað sem ákvörðun hefur verið tekin um. Ég hef daufheyrst við þeim kröfum. Sú ákvörðun byggir á pólitískum forsendum. Mestu skiptir að ákvörðun um uppbyggingu Landspítala hefur verið tekin og eru það minni hagsmunir að trufla þá ákvörðun með deilum um staðsetningu úr því senr komið er. Það er hins vegar mín skoðun að niðurstaðan um staðsetningu hins nýja sjúkrahúss hafi verið röng í veigamiklum atriðum. En þar sem ég var og er ekki í neinni aðstöðu til að taka um þetta „pólitíska ákvörðun" læt ég þetta málefni liggja á milli hluta. Þrátt fyrir allt búa íslendingar við háþróaða sjúkrahúsþjónustu, heilsugæslu til fyrirmyndar og framúrskarandi en hræódýra þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna. Ef til vill er það ekki með öllu afleitt að leyfa heilbrigðisþjónustunni að þróast að nokkru fyrir „atburði líðandi stundar“. Heimildir 1. Eigum við ekki að ræða málin betur? Læknablaðið 2006; 92: 216-9. 2. Fundargerð aðalfundar LÍ, 1997. 3. Fundargerð aðalfundar LÍ, 1998. 4. Skýrsla til stjórnar Læknafélags íslands um samvinnu og verkaskiptingu sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu, maí 1999. Aðalfundargögn LÍ 1999. 5. Fundargerð aðalfundar LÍ 1999. 6. Sameinum sjúkrahúsin í nýrri byggingu. Læknablaðið 2000; 86: 189. Formannafundur Læknafélags íslands Stjórn Læknafélags íslands boðar til formannafundar skv. 11. grein laga félagsins föstudaginn 28. apríl 2006 í húsnæði læknasamtakanna að Hlíðasmára 8, Kópavogi. Dagskrá 10:00-12:30 Skýrsla formanns LÍ um afgreiðslu ályktana aðalfundar 2005, störf stjórnar og stöðu helstu mála. Gert er ráð fyrir ítarlegum umræðum um skipulag læknasamtakanna og þagnarskyldu lækna. Einnig verður rætt um Orlofssjóð, Lífeyrissjóð lækna, Læknablaðið og fleira. 12:30-13:30 Matarhlé 13:30-15:00 Skýrslur helstu starfsnefnda Umræður 15:00-15:30 Kaffihlé 15:30-17:00 Áframhald umræðna Skýrslur formanna aðildarfélaga, samninganefnda og helstu starfsnefnda eftir atvikum. Önnur mál Fundarlok verða á heimili formanns að Hæðarseli 28, Reykjavík. Læknablaðið 2006/92 211

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.