Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 34
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Haldið ti Sigurbjörn Sveinsson form@lis.is Höfundur er formaður stjórnar LÍ. í pistlunum Af sjónurhóli stjórnar birta stjórnarmenn LÍ sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Hvað er pólitísk ákvörðun? Er það ákvörðun sem byggir á einhverjum öðrum forsendum en þeim sem fagmenn gefa sér? Er það ákvörðun þeirra sem sjá minni hagsmuni í öðru ljósi en fagaðilar? Gefa hinum svokölluðu minni hagsmunum annað vægi en sérfróðir gera í samanburði við meiri hags- muni. Fylgir hinni pólitísku ákvörðun krafa um að hún sé ekki vegin með sama hætti og þær ákvarð- anir sem teknar eru á faglegum forsendum; með öðrum orðum að ekki þurfi að svara fyrir hana með rökum sem standast þurfa almenna gagn- rýni? Þess konar dæmi eru vel þekkt. Sagan segir að það hafi tekið þingmenn Vestfjarða ein- ungis tíu mínútur að taka ákvörðun um teng- ingu landshlutans við þjóðvegakerfi landsins um Steingrímsfjarðarheiði. Heiðin var lakasti kostur- inn af þremur að áliti fagaðila, það er Vegagerðar- innar. Ákvörðunin var greinilega háð einhverjum öðrum hagsmunum en tæknimenn höfðu komið auga á við rannsóknir árum saman. Þá var sagt að þetta hefði verið pólitísk ákvörðun. Skemmtileg umræða hefur vaknað að nýju um sameiningu sjúkrahúsanna tveggja í Reykjavík. Því ræður stórfróðlegt doktorsrit Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur, stjórnsýslufræðings, sem kynnt er hér annars staðar í blaðinu (1). Sigurbjörg gerir í niðurstöðum sínum hárbeittar athugasemdir við þróun heilbrigðisþjónustu á Islandi og dregur neyðarlega fram hvernig stefnumótandi ákvarð- anir ráðast af atburðum líðandi stundar. Meðal annars má lesa það út úr umfjöllun hennar að sam- eining sjúkrahúsanna tveggja hafi loks tekist vegna þverrandi samstöðu og andstöðu lækna og vaxandi hugmyndafræðilegrar leiðsagnar vel menntaðra hjúkrunarfræðinga í samfélaginu. Hvað sem því líður er rétt við þetta tilefni að rifja í fáum orðum upp aðkomu Læknafélags fslands að þessu sameiningarferli og skoðun þess á því sem gerðist, þegar það gerðist. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðismálaráðherra, kom á aðalfund lækna í Borgarnesi haustið 1997 (2). Af ýmsum ástæðum var þungt í læknum, yfir- standandi sparnaðaraðgerðir og niðurskurður og erfiðir samningar bæði fyrir sjúkrahúslækna og sjálfstætt starfandi sérfræðinga. í umræðum kom skýrt fram sá vilji ráðherrans að sameina yfirstjórn Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur og engum duldist að áform voru um eitt sjúkrahús. Kallaði ráðherrann eftir stuðningi lækna við þessa pólitík. Minnist ég þess ekki, að nokkur á fundinum hafi mælt bót þessu ráðabruggi stjórnvalda. Á aðalfundi félagsins 1998 var kominn annar tónn í ráðherrann. Þá fullyrti hún, að ekki væri pólitískur vilji fyrir sameiningu sjúkrahúsanna en vildi þó auka hagkvæmni með aukinni samvinnu. Kom fram í máli hennar að hana langaði til að gera tilraun með einn forstjóra yfir báðum sjúkra- húsunum í að minnsta kosti eitt ár. Það gekk eftir í desember 1998. Aðalfundurinn samþykkti síðan „að fela stjórn Læknafélags íslands að skipa starfs- hóp sem skoða á með hvaða hætti samvinnu og verkaskiptingu sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu sé best fyrir komið“ (3). Því var öllum ljóst að hverju stefndi, hvað sem pólitískum vilja liði. Stjórn Læknafélags íslands skipaði þann 24. febrúar 1999 starfshóp sem fékk erindi það, sem aðalfundurinn hafði mælt fyrir um. Fyrir hópnum fór Kristján Guðmundsson og með honum Jens Kjartansson og Guðmundur Þorgeirsson. Skoðað í ljósi sögunnar er nefnd- arálitið (maí 1999) að mörgu leyti athyglisvert og framsýnt þó ekki hafi nefndarmenn komist að afgerandi niðurstöðu í sameiningarmálinu. Þó eru eftirfarnandi tilvitnanir til marks um hvert hugur nefndarinnar stóð. „Ýmis rök mæla með því, að þjóðin geti ekki staðið undir nema einu háskóla- og hátæknisjúkrahúsi." „Ef reynt er að ráða í pólitískar rúnir undanfarinna ára virðist sameining SHR og RSP vera í spilunum en án skýrra fram- tíðarmarkmiða." „Ef litið er til framtíðar telur nefndin að byggja eigi eitt sjúkrahús sem rúmi nú- verandi starfsemi Borgarspítala og Landspítala og það er eðlilegt að krefjast pólitískrar afstöðu þar að lútandi. Verði niðurstaðan sameining, þá renna áðurgreindar stofnanir í eina nýja stofnun með eitt markmið.“ (4) I framhaldi þessa var gerð tilraun innan stjórnar LÍ sumarið 1999 til að ná samstöðu um álit sem byggði á niðurstöðum nefndarinnar. Það mistókst. í stað þess lagði stjórnin til við aðalfund þá um haustið að ekki væri „tímabært að sameina stóru sjúkrahúsin tvö í Reykjavík, Ríkisspítalana og Sjúkrahús Reykjavíkur“. Heitar umræður urðu um sameiningarmálið og starfshópur um til- lögu stjórnar skilaði gagnstæðu áliti þess efnis, 210 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.