Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 28
FRÆÐIGREINAR / ANDNAUÐ Tafla III. Meðferð í öndunarvét. Þrýstingsstýrö Rúmmálsstýrö Ekkií vél Fjöldi 74 70 11 Hlutfall 48,4 45,2 7,1 Látnir 29 32 0 APACHE II 15,4 15,5 10,2 po2/fío2 85,5* 99,9 97,4 Dánarhlutfall 38,7* 45,7 0 Fjöldi 1988-1992 9 48 Fjöldi 1993-1997 65 22 Taflan sýnir yfirlit yfir öndunarvélarmeðferð á tímabilinu ♦tölfræðilega marktækur munur. Meðaltími frá áfalli að staðfestum BAH var 3,2 dagar (±2,5 dagar) en miðgildi var tveir dagar. Eins og sést á mynd 2 er heilkennið komið fram tveimur dögum eftir áfall í 52% tilfella og í 72% tilfella eru sjúklingar með staðfest BAH 1-3 dögum eftir áfall. Dánarhlutfall er hæst ef BAH kemur fram á fyrsta sólarhring eftir áfall (50%) en einnig ef heilkennið birtist meira en sjö dögum frá áfalli (62%). Eins og sést á mynd 3 sem sýnir dreifingu BAH tilfella eftir árstíðum, virðast flest tilfelli greinast á haustmánuðum, september-desember. Orsakir bráðra andnauðarheilkenna eru sýnd- ar í töflu IV. Algengustu orsakir reyndust vera lungnabólga, fjöláverkar, lífhimnubólga, sýklasótt og stórar skurðaðgerðir. Dánartíðni var mismun- andi eftir orsökum og var hæst þar sem orsökin var hjartastopp, heilahimnubólga, nýrnabilun, bruni eða drukknun. Lægst var dánartíðni ef orsökin var fjöláverkar (4,5%) eða fóstureitrun (7,5%). BAH í kjölfar stórra skurðaðgerða í kviði, brjóstholi og á ósæð hafa háa dánartíðni í för með sér eða 70-83%. Orsök andnauðarheilkenna var að finna innan lungna í 29% tilfella en í 71% utan lungna og höfðu þeir lægra dánarhlutfall (36,5%) miðað við þá sem höfðu orsök innan lungna (50%). Lungnamyndir voru fáanlegar í 102 tilfellum en höfðu ekki verið varðveittar í 53 tilfellum, aðallega frá fyrstu árum tímabilsins. Stuðst var við ritaðan úrlestur á röntgensvörum ef mynd var ekki fáanleg. Gefin voru stig eftir lungnaáverkakvarða Murray‘s (11) en samkvæmt honum er um alvar- legan lungnaáverka eða BAH að ræða ef stigin eru >2,5. Lægsta gildi var 2,3 hjá 11 sjúklingum en 144 sjúklingar voru með LIS >2,5. Tveir þeirra sjúklinga sem voru með LIS 2,3 létust. Meðalgildi hjá öllum sjúklingum var 3,0 ±0,4. Ekki var mark- tækur munur á LIS hjá sjúklingum sem lifðu af borið saman við þá sem létust. Umræða Þessi rannsókn er fyrsta athugun á BAH á ís- landi og hún sýnir að heilkennið er umtalsvert vandamál á gjörgæsludeildum á íslandi. BAH leggst á fólk á öllum aldri og nýgengi virðist fara vaxandi. Meðferð er umfangsmikil, langflestir sjúklingar þurfa meðferð í öndunarvél og dvelja á gjörgæsludeildum í um tvær til þrjár vikur. Sjúkrahúsvist er að meðaltali 39 dagar þannig að meðhöndlunin er kostnaðarsöm. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er nýgengi BAH á íslandi 5,9 tilfelli á hverja 100.000 íbúa. Nýgengi hefur aukist og er að meðaltali 7 tilfelli/100.000 íbúa/ár síðustu fimm ár rannsóknarinnar en síðasta árið greindust 9,6 tilfelli á hverja 100 þúsund íbúa. Aukningin er að vísu ekki tölfræðilega marktæk (p=0,059) en þó ekki langt frá því og hægt að segja að það sé tilhneiging til aukningar. Ekki er að fullu ljóst af hverju þetta stafar en ætla má að það sé tengt betri lifun sjúklinga eftir alvarleg áföll. Tíðnitölur hafa verið mismunandi vegna óljósra skilgreininga á heilkenninu. í rannsókn frá Kanarí- eyjum frá 1989 (12) var tíðnin talin vera 1,5-3,5 tilfelli/100.000 íbúa á ári. Önnur rannsókn frá Bandaríkjunum (13) leiddi í ljós tíðni 5,1 til- felli/100.000 íbúa/ár. Samkvæmt þýskri rannsókn frá 1995 (14) er tíðnin 3 tilfelli/100.000 íbúa/ár og dánarhlutfall 59%. Samnorræn rannsókn sem náði meðal annars til íslands var birt 1999 (15) þar sem 204 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.