Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2006, Síða 41

Læknablaðið - 15.03.2006, Síða 41
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISPÓLITÍK heild sinni. Þær töluðu sama mál og stjórnvöld, og embættis- og stjórnmálamenn fundu allt í einu hóp inni á sjúkrahúsunum sem þeir gátu talað við um fjármál og rekstur. Á sama tíma gengur mikið á í samskiptum lækna og stjórnmálamanna og í þeim átökum mátti greina ákveðinn brest í því trausti sem ríkja þarf í samskiptum milli ríkis og lækna. Læknar hafa umboð frá stjórnmálamönnum til þess að taka læknisfræðilegar ákvarðanir sem hafa í för með sér kostnað og þetta umboð byggir einmitt á slíku trausti. En til þess að fylgja eftir samning- um milli ríkis og sjúkrahúsa tilnefndu stjórnvöld nefnd háttsettra embættismanna sem kölluð var „vitringarnir þrír“, þeir Magnús Pétursson, Hjör- leifur Kvaran og Kristján Erlendsson. Þeir höfðu umboð yfirvalda til að knýja fram efndir innan sjúkrahúsanna. í framhaldinu, eða í lok árs 1997 og á árinu 1998, fara hlutirnir að gerast hratt og ákvörðun um sameiningu kom síðan eins og þruma úr heiðskíru lofti ofan í mjög erfitt ástand þar sem læknar höfðu átt í hörðum deilum vegna samninga við Tryggingastofnun ríkisins, verið í innbyrðis deilum og einnig í átökum vegna sjúkrahúsanna í Reykjavík." Stjórnvöld gengu í gildru - í fyrirlestri þínum sagðirðu að stjórnvöld hefðu viljað sameina sjúkrahúsin til þess að ná betri tökum á rekstrarkostnaði þeirra. Hins vegar væri það þekkt í fræðunum að sameiningar sjúkrahúsa, ekki síst í litlum samfélögum, fæddu oft af sér stór og voldug bákn sem yxu stjórnvöldum yfir höfuð, þau gætu ekki tekist á við svo öflugar stofnanir sem byggju yfir mikilli sérhæfingu. Hvernig skýr- irðu þessa mótsögn? „Ég held að menn hafi ekki gert sér grein fyrir þessu, og að þeir hafi einfaldlega gengið í gildru. Fræðin segja mér að eina leiðin sem stjórnvöld hafi til að hafa áhrif á sérhæfða starfsemi eins og starf- semi sjúkrahúsa er, sé að höfða til einstakra hópa. Það var gert hér því þegar búið var að útvatna and- stöðu lækna var höfðað til akademíunnar og búið til háskólasjúkrahús. Þessi fræði gefa vísbendingu um að í framhaldinu verði til afar sterk einokun- arstofnun sem ein býr yfir þeirri þekkingu sem stefnumótun í heilbrigðismálum þarf að byggja á, og það sem meira er, einokunaraðstaðan er byggð upp á og styrkt með máttugri ímynd, í þessu til- viki er sú ímynd háskóla- og hátæknisjúkrahús. Almennir stjórnmálamenn hafa nánast engin tök á að rísa gegn slíku fyrirbæri enda hafa fæstir þeirra áhuga á að agnúast út í þá ímynd mennt- unar og framfara sem stofnun með slíka ímynd og „mission" býr yfir. Ég held að betra væri fyrir fámennt þjóðfélag að byggja upp opnara sjúkrahúskerfi með minni en fleiri stofnanir sem gætu haft meiri tengsl við aðra þætti heilbrigðisþjónustunnar og út í samfélagið og um leið notið samúðar hjá almenningi sem liti þá síður á þjónustuna sem eitthvert yfirþyrmandi bákn. Sú spurning vaknar hvort háskólasjúkrahús- líkanið sem við þekkjum frá milljónaþjóðunum henti við þær óvenjulegu aðstæður sem fámennið skapar okkur. Hér hefur þeim rökum verið beitl að tilvísanakerfi henti ekki, meðal annars vegna fámennis. Ef við ætlum að hafa fulltrúa allra sér- greina og undirsérgreina læknisfræðinnar verðum við að skapa þeim starfsgrundvöll með því að leyfa læknum að starfa að almennum lækningum með- fram sérgreininni. Gott og vel, ég hef vissa samúð með þessum rökum, en gildir ekki sérstaða smæð- arinnar líka um háskólasjúkrahúsið? Þurfum við ekki eitthvað annað líkan, ekki síst í ljósi þess að við erum að þjálfa lækna í grunnnámi, ekki að búa til sérfræðinga? Styrkur íslenska heilbrigðiskerfisins er að við fáum hingað lækna með menntun hvaðanæva að úr heiminum. Eigum við svo að munstra þá alla á sama bátinn og missa við það hugsanlega af tækifærum sem annað skipulag gæti fætt af sér, til dæmis minni stofnanir með skýrari klínískan prófíl á stjórnuninni þar sem mismunandi klín- ískar stefnur og áherslur fengju betur notið sín? Slíkar stofnanir eru yfirleitt notendavænni. Annað einkenni íslensks heilbrigðiskerfis er sterk staða hjúkrunarfræðinga sem hafa tekið að sér stórt hlutverk í stjórnun sjúkrastofnana. Þessar tvær sterku stéttir eru séreinkenni okkar. Væri ekki rétt að hugsa kerfið í ljósi þess að ef til vill kann þessi sérstaða að búa yfir tækifærum sem ekki gefast í heilbrigðiskerfum annarra landa?" Sigurbjörg Sigurgeirs- dóttir stjórnsýslufræð- ingur: Stefnumótun sjúkrahúss er ekki það sama og stefnumótun fyrir lieilbrigðiskerfið. Læknablaðið 2006/92 217

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.