Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐ 185 Heílablóðfall og í síðasta pistli hófst umræða um heitin heilablóö- fall og slag og verður henni nú fram haldið. Tilefnið var tölvupóstur frá Alberti Páli Sigurðssyni, taugasjúkdómalækni, en síðan hafa Einar Már Valdimarsson, taugasjúkdómalæknir, og Runólfur Pálsson, lyflæknir, einnig lagt lil umræðunnar. Undirritaður leitaði einnig uppi dæmi um notkun heitanna og urðu þau að lokum miklu fleiri en hægt er að greina frá í stuttum pistli. Blóðfall Ekki hafa fundist beinar heimildir um hvenær þetta orð var myndað eða hvernig það var upp- runalega hugsað. Það er þó augljóslega mjög gamalt. Orðið er ekki að finna í Islenskri orð- sifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar, en kemur fyrir í Lexicon poeticum Sveinbjarnar Egilssonar og er þar þýtt sem blóðstraumur (blodström), blóðbylgja (blodbplge), blóð (blod). Ritmálssafn Orðabókar Háskólans tilgreinir þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu sem fyrstu heimildina, en hún er frá miðri 16. öld. Af þessum og öðrum tilgreindum heimildum má ráða að orðið blóðfall hafi upprunalega verið notað til að tákna blæðingar. Lækningabók Jónassens frá 1884 lýsir blóðfalli „að heilanum“ þannig: Pessi sjúkdómur er í því fólginn, að œðar í heilanum springa, svo blóðpollur myndast innan í heilanum, eða smá blóðdílar ertt innan um heilann, þegar blœtt hefur úr hinum smágjörvustu œðum (hárœðum); - -. Pessi notkun á heilinu heilablóöfall bendir til að hugsunin að baki orðinu blóðfall hafi verið sú að þá falli blóð (eða blæði) út úr æðum, líffæri eða lík- amanum. en ekki sú að blóðrás falli niður. Heilablóðfall Heilablóðfalli er nú þannig lýst í íðorðasafni lækna: Heilkenni sem stafar af blœðingu í heilavef eða af lokun heilaœða afvöldum blóðreks eða sega og einkennist af breytingu á meðvitund, krömpum og staðbundnum taugatruflunum. Þessi lýsing er tilgreind undir uppflettiorðinu cerebrovascular accidcnt og þar eru einnig skráð samheitin: apo- plexy, cerebral accident, cerebral apoplexy, cerebral hemorrhage, cerebral vascular accident, encephal- orrhagia, episode, stroke. Óformleg könnun undir- ritaðs meðal nokkurra leikmanna leiddi í Ijós að menn vita ekki nákvæmlega hvað orðið heilablóð- fall merkir, en að flestir gera ráð fyrir alvarlegu heilaáfalli af völdum blæðingar. Slag Læknisfræðilega heitið slag er bein þýðing á gríska heitinu apoplexia á sama hátt og enska heitið stroke. Forliðurinn apo- rnerkir af frá, burtu eða eftir, mið- hlutinn, plex-, er dreginn af grísku sögninni plcsscin. sem merkir að slá, og viðliðurinn -ia táknar ástand. Bein orðhlutaþýðing gefur til kynna sjúkdóms- ástand þar sem eitthvað er slegið af, frá eða í burtu. Úr verður ágætlega myndræn lýsing á líkamlegu áfalli, sem er svo skyndilegt að því má líkja við högg, og felst í því að vissir þættir í starfsemi miðtauga- kerfis falla niður. Bent hefur verið á að orsakir geta verið fleiri en ein. í Lækningabók handa sjómönn- urn frá 1967, sem læknarnir Benedikt Tómasson og Ólafur Jóhannsson tóku saman, er til dæmis kafli um heilaslag (apoplexy). Þar segir meðal annars: Það er venjulega í því fólgið, að œð stíflast eða springur í heilanum. íslensk læknisfræðiheiti Guðmundar Hannessonar frá 1954 gefa til kynna að heitið slag hafi fyrst og fremst verið notað um heila- áfall (heilaslag), en benda rná á að íslensk orðabók Eddu frá 2002 tilgreinir að orðið slag hafi einnig verið notað í merkingunni hjartaáfall (hjartaslag). Skemmtileg tilvitnun frá síðari hluta 18. aldar kom fram í Orðabók Háskólans: Slag (apoplexia), kallaz yfirhöjud pll þau siúkdóms tilfelli, er á augabragdi firra menn 0llum innvortis og útvortis spnsum. Niðurstaða í samræmi við hugmyndir fyrrnefndra lækna er hér með lagt til að íslenska heitið slag verði notað þar sem á ensku væru notuð heitin stroke eða cerebro- vascular accidcnt. Eftir nánari greiningu áfallsins má síðan nota annaðhvort heitanna blæöingar- slag (hemorrhagic stroke) eða blóðþurröarslag (ischemic stroke). Targeted therapy Helgi Sigurðsson, krabbameinslæknir, hafði sam- band og sagði ekki rétt eftir sér haft í síðasta pistli því hann notaði fyrst og fremst heitið hnitmiðuð meðferð unr targeted therapy. Ari Jóhannesson, lyflæknir, spurði undirritaðan á förnum vegi hvort ekki mætti gera fleiri tilraunir til nýyrða- smíða og setti fram hugmyndina hnituð meðferð. Undirritaður ítrekaði við báða tillögu sína um að nota heitið marksækin meðferð. Því er ætlað að leggja áherslu á að sótt er að ákveðnu marki (tar- get), svo sem sameind í tilteknum efnaskiptum eða viðtaka (receptor) á yfirborði frumu. Garnan væri að heyra frá fleirum sem telja sér málið skylt. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali. is Jóhann Heiðar er læknir á Landspítala Hringbraut. Læknablaðid 2006/92 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.