Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BÓKADÓMUR virðulegra vísinda Kristín Ástgeirsdóttir kristast@hi.is |ÓN ÚLAFUR fSBERC Kápa bókarinnar Lífog lœkningar, íslensk heil- brigðissaga eftirJón Ólaf ísberg. Lœknablaðið fór þess á leit við Kristínu Ástgeirsdóttur og Jón Þorsteinsson að þau skrif- uðu ritdóm um bókina. Höfundur er MA í sagnfræði frá Háskóla íslands og for- stöðumaður Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla íslands. Jón Ólafur ísberg, Líf og lœkningar, íslensk heilbrigðissaga (Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2005), 312 s. Það má lengi velta fyrir sér hvernig eigi að skrifa sögu sem spannar jafn vítt svið og þróun heilbrigð- ismála á íslandi allt frá landnámi. Hér er farin sú leið að rekja sögu læknisfræðinnar eða réttara sagt þekkingar á sjúkdómum, orsökum þeirra og leiðurn til lækninga allt frá dögum Grikkja. Hér ríkir hinn vestræni sjónarhóll og er upphaf lækn- isfræði rniðað við rit Hippókratesar þótt ýmiss konar þekking, til dæntis á lækningamætti jurta, hafi ávallt verið til staðar. Það má til sanns vegar færa að þekking á sjúkdómum hér á landi var einkum bundin við skrif Evrópumanna þótt áhrif araba hafi komið til sögu er samskipti jukust við arabaheiminn. Þekking Kínverja barst mun síðar til Evrópu en það er önnur saga. Sagan er rakin gegnum Rómverja, miðaldirnar og til þess tíma er farið var að rannsaka líkama manna fyrir alvöru og þar með að útrýma alls kyns bábiljunt um vökva og vökvajafnvægi, hlutverk lifrarinnar í að framleiða blóð og þar fram eftir götunum. Þessir kaflar eru mjög fróðlegir, ekki síst þegar sögunni víkur til Islands og þess ástands sem blasti við fyrstu menntuðu læknunum. Ég tel að bókin eigi eftir að nýtast mörgum þeim sem vilja glöggva sig á sjúkdómum fyrri alda en margir þeirra eru okkur gleymdir, sumir sem betur fer, til dæmis holdsveikin sem var landlæg fram á 20. öld þegar barátta gegn henni hófst fyrir alvöru. Það gleymist líka fljótt hve ýmsar pestir og smit- sjúkdómar geta verið skæðar en þar verðum við að mínum dómi að halda vöku okkar, samanber um- ræður um að hætta að bólusetja börn fyrir ýmsum barnasjúkdómum sem menn telja horfna úr okkar heimshluta. Reyndin er sú að ekki þarf að fara langt til að finna þá, til dæmis í Austur-Evrópu, svo sem löntunarveiki og berkla. Mér fannst afar fróðlegt að lesa kaflann unt sjúkdóma og sóttir (bls. 133-85) ekki síst þar sem kryddað er með sögum af meðferðum og alls kyns bábiljunt. Þróun heilbrigðismála frá síðustu áratugum 19. aldar og á 20. öld fær eðlilega mest rými í bók- inni enda frá mörgu og miklu að segja. Höfundur tekur margsinnis fram að bætt heilsa landsmanna, einkum á 20. öld, eigi sér flóknar og margvíslegar efnahagslegar og félagslegar orsakir og að erfitt sé að meta hvaða áhrif einstakar aðgerðir á sviði heilbrigðismála, svo sem tilkoma stofnana, lyfja og nýrra heilbrigðisstétta, hafi haft. Þarna staldr- aði ég við og spurði mig hvort höfundur hefði ekki mátt gera einstökum þáttum betri skil? Ég held að færa megi sterk rök fyrir því að einstakar upp- götvanir á sviði efna- eða læknisfræði og framtak einstaklinga og samtaka hafi haft gífurleg áhrif sem vert er að undirstrika. Ég vil hér halda til haga þeirri skoðun minni að íslenskar konur hafi leikið afar stórt hlutverk í uppbyggingu heilbrigðisþjón- ustu, með því að skipuleggja ýmiss konar aðstoð til dæmis í gegnum hjúkrunarfélagið Líkn, með söfnun fyrir Landspítala sem þær þrýstu mjög á, með byggingu berklahæla, barnaspítala Hringsins og ekki síst með kröfunt og tillögum um löggjöf á sviði trygginga og aðstoð við sjúka og fátæka á þriðja og fjórða áratugnum. Þar áttu kvennasam- tök svo sannarlega samleið með læknunt og síðar hjúkrunarkonum. Ég hef leitt rök að því í MA- ritgerð minni að þegar Ingibjörg H. Bjarnason, sem settist á þing fyrst kvenna árið 1922, gekk til liðs við íhaldsflokkinn árið 1924 hafi hún samið við flokkinn um að hefja byggingu Landspítalans. Flokkinn munaði um hvert atkvæði til að ná meiri- hluta og strax árið eftir (1925) var gerður samingur við Landspítalasjóðinn sem Ingibjörg var í forystu fyrir. Sem dæmi um áhrif einstakra uppgötvana má nefna rannsóknir og kenningar Pasteur um sýkla og þar af leiðandi smitleiðir sem áttu mik- inn þátt í að hefta útbreiðslu sjúkdónta (Pasteur er vissulega getið). í æviminningum Guðrúnar Borgfjörð er fróðlegt dærni þar sem hún ber saman aðferðir þeirra Hjaltalíns landlæknis sem krukkaði í háls hennar uppi í risherbergi og svo sótthreins- aða stofu Guðmundar Magnússonar skurðlæknis nokkrum áratugum síðar. Þarna hafði átt sér stað bylting. Annað dæmi er tilkoma sýklalyfja í heims- styrjöldinni síðari sem telja má til mikilvægustu uppgötvana aldarinnar. Þriðja dæmið er svo örugg- ar getnaðarvarnir sem bárust hingað til lands upp úr 1960 en þær höfðu gríðarleg áhrif á stöðu og möguleika kvenna til að takmarka barneignir og sinna vinnu utan heimilis að ekki sé talað um kyn- líf og kynfrelsi hvert sem það svo hefur leitt okkur. Hitt er svo annað ntál að þörf samfélagsins var 226 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.