Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VlSINDASVINDL viðurkenning var veitt í tilefni af 125 ára afmæli blaðsins sem haldið var hátíðlegt 9. janúar. Þann 13. janúar birtust í norskum fjölmiðlum fréttir af því að ekki væri allt með felldu í rann- sóknum Sudb0s. Camilla Stoltenberg deildarstjóri í Lýðheilsustöð þeirra Norðmanna og systir forsæt- isráðherrans hafði verið að lesa greinina í Lancet milli jóla og nýárs og rekist á tilvísanir í rannsóknir sem hún þekkti vel til en gátu engan veginn staðist. Hún vakti athygli þeirra sem að rannsóknunum stóðu á þessu og málið var kannað nánar. Þá kom í ljós að höfundurinn fór afar frjálslega með stað- reyndir og þegar betur var að gáð kom í ljós að stór hluti þátttakenda í rannsókn sem Sudb0 kvaðst hafa gert átti að eiga sama fæðingardag og reyndist hvergi til nema í gögnum hans. Þetta mál vakti líka heimsathygli, ekki síst vegna þess að eitt af virðulegustu læknisfræði- tímaritum heims hafði látið glepjast til að birta greinar sem við nánari skoðun reyndust byggðar á falsi. Ritstjóri Lancet hefur kallað þetta eitt versta dæmið um vísindasvindl sem heimurinn hafi orðið vitni að. Rétt eins og Science gerði við greinar Hwangs neyddist Lancet til að draga grein Sudbps til baka og það sama þurftu fleiri fræðirit að gera sem tekið höfðu greinar þeirra til birtingar. Framhjá öllu eftirliti Þessi tvö mál vekja fjölmargar spurningar um vinnubrögð í vísindaheiminum. Sú fyrsta er að sjálfsögðu hvernig vísindamönnunum hafði tekist að sleppa framhjá öllum þeim sem eiga að hafa eft- irlit með því að svonalagað geti ekki gerst. Þar eiga fjölmargir hlut að máli. Fyrst eru það stofnanirnar sem hýstu og kostuðu rannsóknirnar. I Noregi á þetta ekki síst við um Krabbameinsskrána sem ranglega er sögð hafa lagt til gögn í rannsókn Sudbps, auk þess sem starfsmenn skrárinnar eru í hópi meðhöfunda hans. Fylgist þessi stofnun ekki með því sem um hana er sagt í virtustu vísindarit- um heims? í öðru lagi eru það meðhöfundarnir sem í báðum tilvikum voru fjölmargir. Hver var hlutur þeirra í rannsóknunum og greinaskrifunum? Þeirra ábyrgð hlýtur að vera töluverð vegna þess að þeir áttu að hafa aðgang að fölsuðu gögnunum sem „rannsóknin“ byggðist á. Voru þeir samsekir eða höfðu þeir bara skrifað upp á rannsóknir sem þeir í raun komu ekki nálægt? Ljóst er að útgefendur fræðirita verða að herða þær reglur sem gilda um hlut meðhöfunda en vitað er að þeir koma ekki alltaf mikið við sögu rannsókna. Stundum sækj- ast þeir eftir að fá að vera meðhöfundar vegna þess að það styrkir stöðu þeirra á framabrautinni og í öðrum tilvikum biðja höfundar þekkta vís- indamenn að vera meðhöfundar til þess að greinin fái meiri athygli en ella. Þá eru það vísindaritin sem birtu greinarnar en í báðum tilvikum fóru þær í gegnum ritrýni og annað eftirlit án þess að nokkur gerði athugasemd. Ritin sem í hlut eiga hafa að sjálfsögðu beðið hnekki við þetta og munu eflaust grípa til þess að herða reglur um meðferð greina svo þetta endurtaki sig ekki. við störf en hann hefði setið í nefndinni. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þessi prófessor hafði látist fimm mán- uðum áður en bréfið var skrifað. Árið 1990 er Prasad kominn til starfa í Vancouver á Kyrrahafsströnd Kanada og þá vill svo til að í geðlæknaritum þar í landi og staðarblöðum fara að birtast fréttir þess efnis að Prasad hafi verið tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels þar sem hann etji kappi við Mikhail Gorbatsjof. Norska úthlutunarnefndin staðfesti að borist hefðu nokkrar til- nefningar en ekki var ljóst frá hverjum þær voru. Prasad afþakkaði verðlaunin af hógværð og skömmu seinna var hann sviptur lækningaleyfi í Bresku Kólumbíu. Nú heyrist fátt af Prasad fram til ársins 1994 þegar læknafélaginu í Mel- bourne berast tvö bréf frá indverskum stjórnvöldum. Annars vegar er bréf þar sem varað er við tveimur af fyrrum samstarfsmönnum Prasads sem hafi verið staðnir að ólöglegum fíkniefnavið- skiptum í Tælandi og Bútan. Hins vegar bréf þar sem kvartað er yfir þeirri ákvörðun að svipta Prasad lækningaleyfi í Melbourne árið 1988. Seinna bréfið var rannsakað og reyndist falsað. Enn líða fjögur ár og aftur berst bréf um meint fíkniefnaviðskipti Davids Copolov sem áður er nefndur, nú frá Suður-Afríku sem Copolov hefur aldrei komið til. Á því tókst hins vegar að finna rithönd Prasads með samanburði við önnur bréf sem hann hafi ritað. Kominn til Seychelleyja Þessi frásögn er byggð á áströlskum út- varpsþætti sem settur var á netið árið 1998. Þar komust þátttakendur að þeirri niðurstöðu að margnefndur Ashoka Prasad væri greinilega haldinn geðveilu og sjúklegur lygari. Þá var ekki vitað hvað hefði orðið um hann en hann virt- ist geta farið milli landa og starfað sem geðlæknir þar til upp um hann komst. Þá lét hann sig hverfa eitthvert annað. Ég reyndi að athuga hvort til væru nýrri heimildir um þennan athyglisverða rnann og sló nafnið hans inn í Google sem birti hin og þessi skjöl. Það sem mér þótti merkilegast var ritið Child and Adolescent Mental Health Policies and Plans, gefið út af Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni árið 2005. Þar er að finna lista yfir fólk sem þakkað er fyrir sérfræðilega ráðgjöf og tæknilega aðstoð við gerð ritsins. Þar er nefndur til sögu prófessor Ashoka Prasad, Special Expert, Ministry of Health, Mahé, Seychelleyjum. Hann er sem sé enn að, blessaður kallinn. Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (15.03.2006)
https://timarit.is/issue/378534

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (15.03.2006)

Aðgerðir: