Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2006, Side 17

Læknablaðið - 15.03.2006, Side 17
FRÆÐIGREINAR / KEISARASKURÐIR g sem dóu burðarmálsdauða á tímabilinu óháð því hvort um keisaraskurð væri að ræða. Heildarfjöldi frumbyrja sem fæddu einbura >2500 g var fundinn til að skoða áhrif hækkandi tíðni keisaraskurða meðal þessa hóps kvenna á BMD. Skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar (WHO) á burðarmálsdauða var notuð, það er öll börn, óháð meðgöngulengd, sem fæðast lifandi en deyja á fyrstu viku og andvana fædd við >22 vikna meðgöngu eða >500 g voru talin og tíðnin reiknuð fyrir 1000 fædd börn. Dánartíðni einstakra hópa var reiknuð sem fjöldi dauðsfalla af hverjum 1000 fæddum börnum í þeim hópi. Leyfi fyrir rannsókninni fékkst hjá Vísinda- siðanefnd, Persónuvernd, Fæðingaskráningunni á íslandi og yfirlæknum sjúkrahúsa og heilbrigðis- stofnana þar sem við átti. Allar upplýsingar voru slegnar inn í Microsoft Excel® gagnagrunn en úrvinnsla fór fram í tölfræðiforritinu SPSS® 11.0 fyrir Windows. Hlutfallsreikningur var notaður á allar viðeigandi breytur og fylgnistuðull (cor- relation coefficient) Pearsons til að skoða sam- band keisaraskurða og burðarmálsdauða. Niðurstöður Yfirlit yfir heildarfjölda fæðinga, fæddra barna og keisaraskurða er sýnt í töflu I. Heildarfjöldi fæðinga var 64514 og heildarfjöldi fæddra barna 65619. Alls dóu 419 börn á burðarmálstíma, þar af fæddist 271 barn andvana og 148 dóu á fyrstu viku og var meðaltal BMD 6,4/1000 fyrir allt tímabilið. Burðarmálsdauði lækkaði ekki marktækt á tímabilinu. Meðaltalstölur BMD fyrir fimm ára tímabil voru 6,3/1000 fyrir árabilið 1989-1993, hækkuðuí 7,3/1000 fyrirárin 1994-1998 og lækkuðu aftur í 5,5/1000 fyrir árin 1999-2003. Heildartíðni keisaraskurða hækkaði úr 11,6% í 18,2% (p<0,001) á rannsóknartímanum (mynd 1). Alls fæddu 61.633 konur einbura >2500 g og þar af 8332 með keisaraskurði. Meðalþyngd barnanna var 3715 g og meðallengd meðgöngu samkvæmt ómun 39 vikur og 5 dagar (bil: 32-44 vikur, með- göngulengd óþekkt í tveimur tilvikum). Fjöldi barna undir 37 vikna meðgöngulengd sem fæddist með keisaraskurði var 267 (3,2%), þar af 47 undir 35 vikum (0,6%). Tíðni keisaraskurða við fæðingu barna >2500 g jókst marktækt (r>0,97; p<0,001) úr 10,4% í 16,7%. Burðarmálsdauði hjá þessum hópi lækk- aði ekki marktækt á sama tíma (r=-0,01 p<0,97). Alls dóu 111 börn sem vógu >2500 g og voru án meðfædds galla og var meðaltíðni dauðsfalla á burðarmálstíma 1,8/1000 hjá fullburða börnum. Af þeim fæddust 87 andvana (78%) og 24 dóu á fyrstu viku (22%). Af þeim sem voru andvana fæddust Mynd 1. Tíðni keisaraskurða á íslandi á árunum 1989-2003. Burðarmálsdauði ♦ 3- . ♦ ► ♦ ♦ 4 ♦ ♦ 0-| 1 1 1 1 1 1 1 1 10 11 12 13 14 15 16 17 Tíðni keisaraskuröa (%) Mynd 2. Tíðni keisaraskurða á íslandi á árunum 1989-2003. 11 með bráðakeisaraskurði og af börnum sem dóu á fyrstu viku fæddust 12 með keisaraskurði. Ekki var marktæk fylgni milli tíðni burðarmálsdauða og keisaraskurða hjá börnum >2500 g (mynd 2). Hlutfall frumbyrja af heildarfjölda fæðandi kvenna jókst marktækt úr 35,7% í 41% (p<0,001; r>0,87) (tafla II). Tíðni keisaraskurða meðal frunt- byrja sem fæddu börn >2500 g jókst einnig á tíma- bilinu úr 11,5% í 17,6 % (r>0,92; p<0,001). Aftur á móti var ekki marktæk breyting á dauðsföllum meðal frumburða á burðarmálstíma (r>-2,4; p=0,39) (tafla II). Umræða Fátítt er nú hérlendis að fullburða börn deyi í eða fljótt eftir fæðingu. Börnum með fæðingarþyngd yfir 2500 g vegnar yfirleitt vel ef þau eru fædd án alvarlegra galla og flest þeirra eru fullburða (97% í rannsóknarhópnum). Horfur fyrir börn sem ná 34 vikna meðgöngulengd eru almennt taldar góðar og fá börn í rannsóknarhópnum voru undir þeim mörkum. Þau börn sem deyja og vega meira en 2500 g látast flest áður en fæðing hefst, oftast Læknablaðið 2006/92 193

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.