Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2006, Síða 73

Læknablaðið - 15.10.2006, Síða 73
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐ 191 Biðfasi Lag phase Bergþór Björnsson, deildarlæknir, sendi tölvu- póst og bað um þýðingu á hinu samsetta heiti lag phase. Við fyrstu skoðun virtist það ekki að finna í íðorðasafni lækna, en við nánari leit kom í ljós að heitið er notað í sýklafræði: Tímabilið fyrst eftir sán- ingu gerla á œti. Tilgreint íslenskt heiti er hægvöxt- ur, sem ætti þá reyndar að vera hægvaxtarskeið eða hægvaxtarfasi vegna tilvísunar í ákveðið tímabil eða stig ferils. Við netleit má finna nánari lýsingu á þessu fyrirbæri: Tímabil minnkaðrar lífeðlisfrœði- legrar virkni og fœkkunar frumuskiptinga eftir sán- ingu baktería í nýtt œti. Phase Enska nafnorðið phase kemur fyrir í ýmsum læknisfræðilegum heitum og samsetningum. Það er upprunalega komið úr grísku, phasis, og merkti útlit eða birting (það sem auganu birtist). Læknisfræðiorðabók Dorlands gefur fjórar merk- ingar: 1. sú sýn á einhvern hlut sem auganu birtist. 2. sérhver af mörgum ásýndum eða stigum sjúkdóms eðaferils. 3. sérhver eðlis- eða efnafrœðilega aðgrein- anlegur hluti kerfis. 4. sá hluti rafbylgjuferíls sem er milli tveggja skurðpunkta við grunnlínu í rafritun og greiningu. í íslenskri orðabók Arnar og Örlygs má finna margar þýðingar, svo sem: stig, þrep, áfangi, tímabil, svið, grein, hlið, hluti, hamur og loks fasi. Fasi Þegar skoðuð eru þau samsettu heiti í íðorðasafni lækna þar sem phase kemur fyrir, má sjá að orðið fasi hefur fengið fulla viðurkenningu sem góð og gild þýðing á enska orðinu phase. Nefna má tímabil frumuhringsins sem dæmi: forfasi (prophase), formiðfasi (prometphase), miðfasi (metaphase), síðfasi (anaphase), lokafasi (telophase) og millifasi (interphase). í sumum eldri heitum koma þó fyrir þýðingarnar skeið eða stig. Til staðfestingar á viðurkenningu íslenska tökuorðsins fasi má fletta upp í íslenskri orðabók Eddu, en þar eru tilgreindar merkingarnar: 1. þrep eða skref þróunar eðaferils. 2. form, sú mynd sem e-ð tiltekið birtist í. í þessu samhengi má nefna að samræma ætti nú heitin á tímaskeiðunum í mánaðarlegum ferli leg- bolsslímhúðar þannig að þau verði vaxtarfasi (pro- liferative phase), en ekki álunarskeið, og seytifasi (secretory phase), en ekki seytingarskeið. Lag Enska nafnorðið lag má finna í íslenskri orðabók Arnar og Örlygs: 1. droll, hangs, slór. 2. seinkun, töf. 3. það sem upp á vantar, bil. 4. tugthúslimur. Uppfletting í Orðabanka íslenskrar málstöðvar leiðir í ljós að orðið er meðal annars tilgreint í lækn- isfræði, hœgvöxtur, tregðuskeið; eðlisfræði, tíma- munur; hagfræði, töf, tímatöf og raftækni, tregða. Biðfasi Upphafleg fyrirspurn Bergþórs snerist ekki um notkun heitisins lag phase í sýklafræði heldur í meltingarfræðum. Tímabilið, sem hefst við inntöku fæðu í maga og lýkur þegar samfelld magatæming er komin á, er nefnt: gastric emptying lag phase. Að lokinni framangreindri könnun á einstökum orðum og heitum er lagt til að notað verði íslenska heitið biðfasi í þessu samhengi, nánar tiltekið biðfasi magatæmingar. í hugann höfðu einnig komið heitin tafarfasi og tregðufasi, en þeim var svo hafnað. Einangur Þorkell Jóhannesson, professor emeritus, sendi tölvupóst í tilefni af fyrirspurn og umfjöllun í 187. pistli (Læknablaðið 2006; 92:413) um heitið human isolate, sem undirritaður lagði að lokum til að yrði nefnt einangur frá niönnuin eða einangur úr mönnum. í tölvupóstinu segir Þorkell meðal annars: Ég er eins og þú, að ég veigra mér við að fœra orðið „angur” í nýjan sess í orðinu „einangur”. Merkingin kvöl, þrengsli, sársauki eða annað nei- kvœtt í orðinu angur er svo ríkt í minni málvitund og gamalt í málinu (önnur merking er t.d. ekki í Lexicon poeticum), að mér finnst „einangur” meira en hálfvegis niðrandi. Þorkell lét ekki þar við sitja og kom með rök- studda tillögu að nýyrði: Orðið „isolate” í ensku er komið úr„insulare” í latínu, sem beinlínis merkir að skera af eða afmarka sem eyju, en í yfirfœrðri merkingu að afskera eða afmarka með öðrum hætti og þar undir jafnvel að afmarka í anga eða rœmur. Ein af merkingum orðsins „angi” er einmitt ögn eða sneftll, þ.e.a.s. lítið magn eða fjöldi og gœti þannig jafngilt „smule” á dönsku og „ trace” á ensku. I stað- inn fyrir „ einangur úr eða frá mönnum ” gœti ég látið mér koma í hug „einangi úr mönnum”, sem vœri þá lítið sýni „angað (= ísólerað) eitt sér” úr stœrri heild, þ.e.a.s. mannslíkamanum. Sögnin að „einanga” fer mér ekki verr í munni en fjöldinn allur af öðrum sögnum með forskeytinu „ein-”. Gaman væri að fá fréttir af viðbrögðum annarra lækna við þessu eða hinni upphaflegu tillögu: ein- angur frá mönnum eða einangur úr mönnum. Biðlund Óvenju margar fyrirspurnir hafa borist undanfarið. Þeim einföldustu hefur verið svarað í síma eða með tölvupósti, en sumar aðrar eru þess eðlis að tals- verðrar rannsóknarvinnu er þörf. Fyrirspyrjendur eru því beðnir um að sýna biðlund (þolgœði, þol- inmœði, eirð) eftir umfjöllun. Fyrirspurnirnar eru ekki gleymdar heldur komnar í biðfasa. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali. is Jóhann Heiðar er læknir á Landspítala Hringbraut. Læknablaðið 2006/92 733
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.