Læknablaðið - 15.10.2006, Síða 73
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐ 191
Biðfasi
Lag phase
Bergþór Björnsson, deildarlæknir, sendi tölvu-
póst og bað um þýðingu á hinu samsetta heiti lag
phase. Við fyrstu skoðun virtist það ekki að finna
í íðorðasafni lækna, en við nánari leit kom í ljós að
heitið er notað í sýklafræði: Tímabilið fyrst eftir sán-
ingu gerla á œti. Tilgreint íslenskt heiti er hægvöxt-
ur, sem ætti þá reyndar að vera hægvaxtarskeið eða
hægvaxtarfasi vegna tilvísunar í ákveðið tímabil
eða stig ferils. Við netleit má finna nánari lýsingu á
þessu fyrirbæri: Tímabil minnkaðrar lífeðlisfrœði-
legrar virkni og fœkkunar frumuskiptinga eftir sán-
ingu baktería í nýtt œti.
Phase
Enska nafnorðið phase kemur fyrir í ýmsum
læknisfræðilegum heitum og samsetningum. Það
er upprunalega komið úr grísku, phasis, og
merkti útlit eða birting (það sem auganu birtist).
Læknisfræðiorðabók Dorlands gefur fjórar merk-
ingar: 1. sú sýn á einhvern hlut sem auganu birtist. 2.
sérhver af mörgum ásýndum eða stigum sjúkdóms
eðaferils. 3. sérhver eðlis- eða efnafrœðilega aðgrein-
anlegur hluti kerfis. 4. sá hluti rafbylgjuferíls sem er
milli tveggja skurðpunkta við grunnlínu í rafritun og
greiningu. í íslenskri orðabók Arnar og Örlygs má
finna margar þýðingar, svo sem: stig, þrep, áfangi,
tímabil, svið, grein, hlið, hluti, hamur og loks fasi.
Fasi
Þegar skoðuð eru þau samsettu heiti í íðorðasafni
lækna þar sem phase kemur fyrir, má sjá að orðið
fasi hefur fengið fulla viðurkenningu sem góð og
gild þýðing á enska orðinu phase. Nefna má tímabil
frumuhringsins sem dæmi: forfasi (prophase),
formiðfasi (prometphase), miðfasi (metaphase),
síðfasi (anaphase), lokafasi (telophase) og millifasi
(interphase). í sumum eldri heitum koma þó fyrir
þýðingarnar skeið eða stig. Til staðfestingar á
viðurkenningu íslenska tökuorðsins fasi má fletta
upp í íslenskri orðabók Eddu, en þar eru tilgreindar
merkingarnar: 1. þrep eða skref þróunar eðaferils. 2.
form, sú mynd sem e-ð tiltekið birtist í.
í þessu samhengi má nefna að samræma ætti nú
heitin á tímaskeiðunum í mánaðarlegum ferli leg-
bolsslímhúðar þannig að þau verði vaxtarfasi (pro-
liferative phase), en ekki álunarskeið, og seytifasi
(secretory phase), en ekki seytingarskeið.
Lag
Enska nafnorðið lag má finna í íslenskri orðabók
Arnar og Örlygs: 1. droll, hangs, slór. 2. seinkun,
töf. 3. það sem upp á vantar, bil. 4. tugthúslimur.
Uppfletting í Orðabanka íslenskrar málstöðvar
leiðir í ljós að orðið er meðal annars tilgreint í lækn-
isfræði, hœgvöxtur, tregðuskeið; eðlisfræði, tíma-
munur; hagfræði, töf, tímatöf og raftækni, tregða.
Biðfasi
Upphafleg fyrirspurn Bergþórs snerist ekki um
notkun heitisins lag phase í sýklafræði heldur í
meltingarfræðum. Tímabilið, sem hefst við inntöku
fæðu í maga og lýkur þegar samfelld magatæming
er komin á, er nefnt: gastric emptying lag phase. Að
lokinni framangreindri könnun á einstökum orðum
og heitum er lagt til að notað verði íslenska heitið
biðfasi í þessu samhengi, nánar tiltekið biðfasi
magatæmingar. í hugann höfðu einnig komið heitin
tafarfasi og tregðufasi, en þeim var svo hafnað.
Einangur
Þorkell Jóhannesson, professor emeritus, sendi
tölvupóst í tilefni af fyrirspurn og umfjöllun í 187.
pistli (Læknablaðið 2006; 92:413) um heitið human
isolate, sem undirritaður lagði að lokum til að
yrði nefnt einangur frá niönnuin eða einangur úr
mönnum.
í tölvupóstinu segir Þorkell meðal annars:
Ég er eins og þú, að ég veigra mér við að fœra
orðið „angur” í nýjan sess í orðinu „einangur”.
Merkingin kvöl, þrengsli, sársauki eða annað nei-
kvœtt í orðinu angur er svo ríkt í minni málvitund
og gamalt í málinu (önnur merking er t.d. ekki í
Lexicon poeticum), að mér finnst „einangur” meira
en hálfvegis niðrandi.
Þorkell lét ekki þar við sitja og kom með rök-
studda tillögu að nýyrði: Orðið „isolate” í ensku er
komið úr„insulare” í latínu, sem beinlínis merkir
að skera af eða afmarka sem eyju, en í yfirfœrðri
merkingu að afskera eða afmarka með öðrum hætti
og þar undir jafnvel að afmarka í anga eða rœmur.
Ein af merkingum orðsins „angi” er einmitt ögn eða
sneftll, þ.e.a.s. lítið magn eða fjöldi og gœti þannig
jafngilt „smule” á dönsku og „ trace” á ensku. I stað-
inn fyrir „ einangur úr eða frá mönnum ” gœti ég látið
mér koma í hug „einangi úr mönnum”, sem vœri þá
lítið sýni „angað (= ísólerað) eitt sér” úr stœrri heild,
þ.e.a.s. mannslíkamanum. Sögnin að „einanga” fer
mér ekki verr í munni en fjöldinn allur af öðrum
sögnum með forskeytinu „ein-”.
Gaman væri að fá fréttir af viðbrögðum annarra
lækna við þessu eða hinni upphaflegu tillögu: ein-
angur frá mönnum eða einangur úr mönnum.
Biðlund
Óvenju margar fyrirspurnir hafa borist undanfarið.
Þeim einföldustu hefur verið svarað í síma eða með
tölvupósti, en sumar aðrar eru þess eðlis að tals-
verðrar rannsóknarvinnu er þörf. Fyrirspyrjendur
eru því beðnir um að sýna biðlund (þolgœði, þol-
inmœði, eirð) eftir umfjöllun. Fyrirspurnirnar eru
ekki gleymdar heldur komnar í biðfasa.
Jóhann Heiðar
Jóhannsson
johannhj@landspitali. is
Jóhann Heiðar er læknir
á Landspítala Hringbraut.
Læknablaðið 2006/92 733