Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / SARKLÍKII um að ræða sé sarklíki síður greint eða ef breyt- ingar á röntgenmynd af lungum eru einkennandi fyrir sarklíki séu þær látnar nægja til að staðfesta greiningu. Sarklíki í augum er mun fátíðara hér en annars staðar. Skýringin gæti verið hve fáir virtust fá skoðun hjá augnlækni. Húðútbrot og hnútarós virðist fátíðara hér á landi en annars staðar. Par sem hnútarós ásamt öðrum einkennum (Löfgrens heilkenni) er sértækt fyrir sarklíki er klínísk grein- ing oft látin nægja.Tíðni liðeinkenna var svipuð og annars staðar og leggst sjúkdómurinn á sömu liði. Alvarleg einkenni frá hjarla- eða taugakerfi voru mjög fátíð og er það í samræmi við það sem sést á Norðulöndunum og annars staðar í Evrópu. Hjá níu manns lá greining fyrir meira en ári frá því fyrstu einkenna varð vart. Ekki var athugað hvenær þessir níu leituðu læknis fyrst og því erfitl að álykta um greiningartöf. Atvinnusögu var sjaldan getið í sjúkraskrá og því ekki unnt að draga neinar ályktanir um tengsl sarklíkis við ákveðna starfshópa hér á landi. Flestir sjúklinganna bjuggu á höfuðborgarsvæð- inu, en engar ályktanir er hægt að draga af því um tengsl búsetu við sjúkdóminn þar eð lang- flestir Islendinga búa á þessu svæði. Upplýsingar um reykingar voru vanskráðar í sjúkraskrám og því erfitt að draga ályktanir um tengsl sarklíkis og reykinga hér á landi, en hópurinn skiptist jafn í reykingamenn og þá sem ekki reyktu. Einnig var mjög sjaldan getið um ættingja með sarklíki. Rannsókn okkar réttlætir því ekki ályktanir um ættlægni sjúkdómsins hér á landi. Flestir sem fá meðferð eru meðhöndlaðir með sterum og er það í samræmi við viðurkennda með- ferð. Styrkleiki rannsóknarinnar liggur í því að grein- ing sarklíkis er gerð með vefjagreiningu og virðist óhætt að ætla að náðst hafi í nánast öll tilfelli á landinu sem þannig voru greind á þessu tímabili. Veikleiki rannsóknarinnar er fyrst og fremst sá að upplýsingum er safnað afturvirkt og því skortir ýmsar mikilvægar upplýsingar sem ekki voru skráðar í sjúkraskrár, til dæmis atvinnu- og reykingasögu. Einnig vantar upplýsingar um afdrif einstaklinganna en þeirra fer að mestu leyti fram á stofum sérfræðinga utan sjúkrahúsanna. Sýnt hefur verið fram á hærri tíðni sarklíkis hjá fyrstu og annarrar gráðu ættingjum tilfella en hjá ættingjum viðmiða. Þessi áhætta var mun meiri hjá einstaklingum af hvíta kynstofninum í Bandaríkjunum miðað við einstaklinga af afrísk- um uppruna (9). í þessari rannsókn var ættlægni ekki athuguð. Næstu skref í þekkingarleitinni er að vefja- flokka hópinn vegna þekktra tengsla við MCH svæðið á litningi sex, kanna ættartengsl innan hópsins og tengsl sjúklinganna við einstaklinga með aðra sjálfsofnæmissjúkdóma. Heimildir 1. James DG. The sarcoidosis movement and its personalities. J Med Biography 1995; 3:148-60. 2. ATS Statement on Sarcoidosis. Am J Respir Crit Care Med 1999; 160:736-55. 3. Newman LS, Rose CS, Maier LA. Sarcoidosis. N Engl J Med 1997; 336:1224-34. 4. Costabel U. Sarcoidosis: clinical update. Eur Respir J 2001; 18: Suppl. 32,56s-68s. 5. Bargout R, Kelly RE Sarcoid heart disease:clinical course and treatment. Int J Cardiol 2004; 97:173-82. 6. Giuffrida TJ, Kerdel FA. Sarcoidosis. Dermatol Clin 2002; 20: 435-47. 7. Thomas KW. Hunninghake GW. Sarcoidosis. JAMA 2003; 289: 3300-03. 8. Hart LA, Conron M, Du Bois RM. Sarcoidosis. Int J Tuberc Lung Dis 2001; 5:791-806. 9. Rossman MD.Thompson B, Frederick M, Maliarik M, Ianuzzi MC, Rybicki A. HLA-DRB1*1101:A Significant Risk Factor for Sarcoidosis in Blacks and Whites. Am J Hum Genet 2003; 73:720-35. 10. McGrath DS, Daniil Z, Foley P, du Bois JL, Lympany PA, Cullinan P, et al. Epidemiology of familial sarcoidosis in the UK.Thorax 2000; 55:751-4. 11. Rybcki BA, Iannuzzi MC, Frederick MM, Thompson BW, Rossman MD, Bresnitz EA. Familial Aggregation of Sarcoidosis. A Case-Control Etiologic Study of Sarcoidosis (ACCESS). Am J Resp Crit Care Med 2001; 164:2086-91. 12. Prezant, DJ, Dhala A, Goldstein A, Janus D, Ortiz F, Aldrich TK, et al. Tlie Incidence, Precalence, and Severity of Sarcoidosis in New York City Firefighters. Chest 1999; 116: 1183-93. 13. Edmondstone WM Sarcoidosis in nurses: is there an association? Thorax 1988; 43:342-3. 14. Parkes SA, Baker SB deC, Bourdillon RE, Murray CRH, Rakshit M. Epidemiology of sardoidosis in the Isle of Man - 1: A case controlled study.Thorax 1987; 42:420-6. 15. Guðbrandsson F, Steinsen H. Sarcoidosis. Læknablaðið 1978; 64:183-8. 16. Hjaltested Ó. Fundargerðarbók Læknafélagsins Eir 1954. 17. Rafnsson V. Ingimarsson Ó, Hjálmarsson I, Gunnarsdóttir H. Association between exposure to crystalline silica and risk of sarcoidosis. Occup Environ Med 1998; 55:657-60. 18. Du Bois RM, Goh N, McGrath D, Cullinan P. Is there a role for microorganisms in the pathogenesis of sarcoidosis? J Int Med 2003;253:4-17. 19. Popper HH. Klemen H, Hoefler G, Winter E. Presence of Mycobacterial DNA in Sarcoidosis. Hum Pathol 1997; 28:796- 800. 20. Newman LS, Rose CS, Bresnitz EA, Rossman MD, Barnard J, Frederick M,et al. A case control etiologic study of sarcoidosis: environmental and occupational risk factors. Am J Respir Crit Care Med 2004; 170:1324-30. 21. Milman N, Selroos O. Pulmonary Sarcoidosis in the Nordic Countries 1950-1982. Epidemiology and Clinical Picture. Sarcoidosis 1990; 7:50-7. 22. Yamaguchi M, Hosoda Y, Sasaki R, Aoki K. Epidemiological Study on Sarcoidosis in Japan. Sarcoidosis 1989; 6:138-46. 23. Flté E, Alsina JM, Maná J, Pujol R, Ruiz J, Morera J. Epidemilogy of Sarcoidosis in Catalonia: 1979-1989. Sarcoidosis Vasc Diffuse Lung Dis 1996; 13:153-8. 24. Martinetti M, Luisetti M, Cuccia M. HLA and sarcoidosis: new pathogenetic insights. Sarcoidosis Vasc Diffuse Lung Dis 2002; 19:83-95. 25. Schurman M, Reichel P, Muller-Myhsok B, Schlaak M, Miiller- Quernheim J, Schwinger E. Results from a Genome-wide Search for Predisposing Genes in Sarcoidosis. Am J Respir Crit Care Med 2001; 164:840-6. Læknablaðið 2007/93 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.