Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR / LANGVINN LUNGNABÓLGA Tafla 1. Klínísk einkenni sjúklinga með langvinna eósínófíl lungnabólgu. Sjúklingur Kyn Aldur vió greiningu Einkenni og teikn Astma Reykingar Lungna- hlustun Blóðgildi: sökk mm/klst, CRP mg/L Upphafs- skammtur prednisólons Bakslag 1 Karl 68 ára Slappleiki, hiti, sviti, mæði og hósti. Nei Áður Brak Sökk, 64, CRP 101. Eós. eðlil. 30 mg Nei 2 Kona 62 ára Slappleiki, hósti og hiti. Já Áður Brak Sökk 23, CRP 26. Eós. 32%. 60 mg Já 3 Kona 36 ára Slappleiki, hósti, sviti, hiti, þyngdartap og meeði. Nei Aldrei Brak Sökk 94, CRP 426. Eós. 25%. 40 mg Nei 4 Karl 77 ára Slappleiki, hósti, hiti, og sviti. Já Aldrei Önghljóð Sökk 58, CRP 41. Eós. 45% 40 mg Já 5 Karl 60 ára Slappleiki, hósti, mæði, þyngdartap, sviti og hiti. Já Áður Brak Sökk 40. Eós. 27%. 50 mg Já 6 Karl 52 ára Slappleiki, hiti, hósti, sviti og þyngdartap. Já Áður Önghljóð Sökk 67, CRP 54. Eós. 50%. 40 mg Já 7 Kona 24 ára Slappleiki, hiti og hósti. Já Áður Brak Sökk 124. Eós. 14%. 60 mg Já 8 Karl 71 ára Slappleiki, hiti, hósti, sviti og þyngdartap. Já Áður Brak/ önghljóð Sökk 110. CRP 250. Eós. eölil. 40 mg Já 9 Karl 50 ára Slappleiki, mæði, hiti og hósti. Nei Áður Brak Sökk 22, CRP 31. Eós. 18% 40 mg Já 10 Karl 76 ára Slappleiki, mæði, hiti og hósti. Nei Aldrei Eðlileg Sökk 116. Eós. 9%. 40 mg Nei Myndrannsóknir Einkennandi fyrir LEL eru útlægar íferðir á rönt- genmynd. íferðirnar geta verið í öðru lunganu en yfirleitt eru þær beggja vegna eins og sást hjá öllum sjúklingunum í okkar rannsókn. Oft er þeim lýst eins og spegilmynd af hjartabilun (4,6) og geta þær stundum verið flakkandi (migratory), aðeins þó í um fjórðungi tilfella (6). Þetta útlit er þó alls ekki alltaf til staðar og er ekki sértækt fyrir þennan sjúkdóm. Það getur sést í öðrum sjúkdómum eins og trefjavefslungnabólgu (organizing pneumonia), sarklíki (sarcoidosis) eða eósínófíl lungnabólgu sem orsökuð er af lyfjum. íferðirnar eru af lungnablöðrugerð, allt frá hélun (ground glass) yfir í þéttingar með loftberkjukorti (air bronc- hogram). Fleiðruvökvi er sjaldgæfur en getur sést. Öfugt við marga aðra millivefssjúkdóma bætir tölvusneiðmynd af lungum ekki miklu við rönt- genmynd til greiningar. Fleiri þéttingar sjást þó á tölvusneiðmynd og yfirleitt í báðum lungum auk einstaka hélunar sem sést ekki á hefðbundinni röntgenmynd af lungum. Þá geta verið til staðar eitlastækkanir í miðmæti (4,6). Blóðrannsóknir Yfirleitt eru eósínófílar yfir 1000/mm3 í blóði en þó þekkjast undantekningar (2). Sökk og CRP eru yfirleitt töluvert hækkuð eins og kom fram í okkar rannsókn. Heildar IgE er hækkað í um helmingi tilfella, sem endurspeglar ofnæmistilhneigingu margra sjúklinga (2). Ekki voru til upplýsingar um IgE í okkar sjúklingahópi. Berkju- og lungnablöðruskol Berkju- og lungnablöðruskol er mikilvægt til greiningar á LEL og sýnir rnikla aukningu á hlut- falli eósínófíla. Rannsóknir sýna hlutfall þeirra á milli 12-95 % (meðaltal 58%) (2). Fjöldi eósínófíla fellur mjög hratt í berkjuskoli eftir að sterameð- ferð er hafin (6). Öndunarmœlingar Bæði getur sést herpandi og teppt mynd í LEL eins og sást í okkar rannsókn. Eins og áður sagði endurspeglar teppan astmatilhneigingu hópsins. Ekki aðeins er astmi algengur fyrir greiningu á LEL heldur greinist einn af hverjum fjórum með astma síðar. Með meðferð verða öndunarmælingar eðlilegar hjá flestum en sumir sjúklingar mynda 114 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.