Læknablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 35
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐTAL VIÐ HARALD BRIEM
álítur að bólusetningar séu aðgerð gegn móður
náttúru og það sé betra að fá smitsjúkdóminn,
kannski verði ónæmiskerfið betra á eftir, sumir
eru hræddir við aukaverkanir af bólusetningum og
aðrir telja jafnvel að með bólusetningum sé verið
að ganga gegn guðsvilja.”
Umræðan hvort taka eigi upp skyldubólusetn-
ingu við HPV tekur þó á sig flóknari myndir en
eingöngu trúarlegar eða siðferðilegar eins og
Haraldur bendir á. í Bandaríkjunum hefur þeirri
skoðun vaxið fiskur um hrygg að foreldrar eigi að
ráða því sjálfir hvort þeir láti bólusetja börn sín.
Alls kyns kenningar um aukaverkanir bóluefna
við ýmsum smitsjúkdómum hafa gengið rnanna á
meðal og fiskisögur fljúga nú hraðar og lengra en
nokkru sinni fyrr með tilkomu netsins.
Hlutfall bólusettra þarf að vera um 90%
„Fyrir nokkrum árum var mikill áróður gegn
notkun þrígilda bóluefnisins MMR við misiingum,
rauðunt hundum og hettusótt. Pví var haldið fram
að bóluefnið gæti valdið einhverfu, sykursýki og
MS sjúkdómi. Þetta er alls ekki á rökum reist og
margar rannsóknir hafa sýnt fram á það að þetta
er hrein getgáta. Það var gerð mjög fræg rannsókn
í Danmörku sem tekur af allan vafa með einhverf-
una en fólk grípur oft svona viðhorf á lofti til að
tala gegn bólusetningum. Það er þó misjafnt eftir
löndum hvað þessi sjónarmið verða sterk. Þau
virðast ná eyrum Breta og Dana betur en annarra í
kringum okkur. í Bretlandi hefur þetta leitt til þess
að dregið hefur svo úr bólusetningu með MMR
bóluefninu að hettusóttar- og mislingafaraldrar
hafa farið af stað aftur. Það eru til ákveðnar reikni-
reglur sem segja okkur að um 90% barna þurfi að
bólusetja til að koma í veg fyrir faraldra. Ef þetta
hlutfall fer niður í 60-70% þá er það hrein ávísun
á faraldra. Hér á landi eru um 95% barna bólusett
á fyrsta ári og MMR bólusetning er í kringum
90%. Það er mjög ásættanlegt. íslenskur almenn-
ingur hefur tekið þessu tilboði heilbrigðisyfirvalda
mjög vel og því hefur ekki þurft að velta því fyrir
sér hvort Iögbinda ætti bólusetningu gegn öðrurn
sjúkdómum eftir að bólusóttinni var útrýmt. Ef sú
staða kæmi upp að andstaða gegn tilteknum bólu-
setningum yrði svo mikil að ekki tækist að þekja
nægilegan breiðan hóp með bólusetningunni þá er
alveg hægt að hugsa sér að slíkt yrði lögbundið til
að korna í veg fyrir faraldur. Almannahagsmunir
myndu þar vega þyngra en sjónarmið einstakling-
anna. Það er þó ólíklegt að grípa þurfi til slíkra
aðgerða því rauðir hundar, mislingar og hettusótt
eru allt mjög slæmir sjúkdómar, sem geta valdið
heilabólgum, fóstursköðum og dauða í ákveðnum
tilvikum. Það færi ekki frant hjá fólki.”
Haraldur segir að enn sem komið er að minnsta
kosti sé þetta mjög takmarkaður hópur fólks sem
er á móti bólusetningum. „Þetta er engu að síður
býsna öflug hreyfing á heimsvísu sem heldur
úti heimasíðum og beitir þar ýmsum rökum og
rangtúlkunum íklædd fræðilegum búningi til þess
gerð að afvegaleiða fólk. Við þurfum því að vera
stöðugt á varðbergi og nota hvert tækifæri sem við
getum til að sannfæra fólk um að bólusetningar séu
nauðsynlegar. Það er nú einu sinni svo að eftir því
sem bólusetningar eru stundaðar lengur þá vaxa
UPP nÝjar kynslóðir sem hafa aldrei séð hvaða
afleiðingar þessir sjúkdómar hafa. Þeir sem svo
taka við við rökum þeirra sem vilja ekki bólusetn-
ingar og láta ekki bólusetja börnin sín telja það
rök í málinu að börnin hafi ekki fengið sjúkdóm-
inn. Staðreyndin er auðvitað sú að enn er það hóp-
bólusetningin sem er að vernda þá fáu sem ekki
eru bólusettir. Ef þeim óbólusettu fjölgar um of þá
verður bólusetningin nægilega gisin til að faraldur
brjótist út. Þetta sást vel í Sovétríkjunum gömlu
þar sem bólusetningaráætlanir fóru úr böndum
og upp gusu faraldrar af mislingum, barnaveiki,
og rauðurn hundum. Annað dæmi öllu nærtækara
er hettusóttarfaraldur sern hér gekk 2005-2006 og
átti upptök sín í Bretlandi. Þá veiktust hér á landi
tæplega 200 einstaklingar af hettusótt og voru
langflestir þeirra óbólusettir.
Það þarf því í rauninni ekki að velta þessu neitt
sérstaklega fyrir sér eða finna rök með eða á móti
bólusetningum. Staðreyndin er einfaldlega sú að
þegar um alvarlega smitsjúkdóma er að ræða þá
brjótast út faraldrar ef hlutfall bólusettra fer niður
fyrir 80-90% af heildinni. Því hefur verið haldið
fram að foreldrar sem vilja ekki að börnin þeirra
séu bólusett gangi á siðferðilegan rétt barnsins til
heilbrigðs lífs.”
Haraldur segir að þegar teknar eru ákvarðanir í
dag um hvort hefja eigi bólusetningu við sjúkdómi
sem ekki hefur verið bólusett við áður þá þurfi að
skoða það mál mjög vandlega.
„Það þarf að vega og meta ávinninginn af bólu-
setningunni í hverju tilviki fyrir sig. Hér áður þegar
bólusetningar voru almennt að hefjast gegn helstu
smitsjúkdómum þá var ávinningurinn svo augljós
að ekki þurfti að velta því mikið fyrir sér. Þá er ég
að tala urn bólusótt,barnaveiki,stífkrampa,mænu-
veiki, mislinga, rauða hunda og hettusótt. Fyrir
rúmum fjórum árum var hafin allsherjar bólusetn-
ing gegn heilahimnubólgu af meningókokka gerð
C og þá var gerð kostnaðargreining sern leiddi í
Ijós að ávinningurinn var ótvíræður. Einnig þarf að
meta hugsanlegan ávinning af bólusetningu gegn
HPV veiru, pneumókokkum og hlaupabólu.”
Læknablaðið 2007/93 127