Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 36
UMRÆÐA & FRETTIR / HEILBRIGÐISFRUMVARP Lögleysa leidd Hávar Sigurjónsson Menn lágu ekki á skoðun sinni á frumvarpi til heil- brigðisþjónustu á fundi Læknafélags Reykjavíkur þann 17. janúar sl. Fundu menn frumvarpinu flest ef ekki allt til foráttu og þegar einn mælenda tók svo til orða að ekkert væri gott við frumvarpið nema fyrsta greinin gall samstundis við úr salnum: Fyrsta greinin er ekki góð heldur! Til fundarins var boðið öllum læknum á landinu og var hann fjölsóttur en auk lækna sátu fund- inn nokkrir þingmenn úr heilbrigðis- og trygg- inganefnd Alþingis. Nefndin hefur frumvarpið nú til umfjöllunar og mátti heyra á þingmönnum sem tóku til máls á fundinum að þeim væri ljóst að rnikil andstaða væri við frumvarpið meðal lækna, ekki síst lækna á Landspítala, og væntanlega yrði tekið tillit til þeirrar óánægju við endurskoðun frumvarpsins áður en það verður lagt fram í þinginu síðar í vetur. Er talað um að frumvarpið eigi að verða að lögum fyrir þinglok sem verða óvenju snemma í vor vegna alþingiskosninganna í maí. Athugasemdum þeim sem fram komu má skipta í tvennt. Annars vegar eru almennar at- hugasemdir sem beinast að því að með frumvarp- inu er vald ráðherra aukið til muna, frumvarpið sjálft er almennt orðað í flestum greinum og með nánari útfærslu er vísað til reglugerðarheimilda heilbrigðisráðherra. Benti Gunnar Ármannsson framkvæmdastjóri Læknafélags Islands á að með þessu væri ráðherrann í rauninni gerður alvaldur í heilbrigðismálum og tæpasl hægt að reikna með því að þann stól vermdi framsóknarmaður til ei- lífðar þó flokkurinn hefði haldið stólnum mörg undanfarin ár. Gall þá við í Guðjóni Ólafi Jónssyni þingmanni Framsóknarflokksins og formanni heil- brigðisnefndar Alþingis: Eigum við ekki bara að festa það í lögunum líka? Líklega var þetta tilraun til gamansemi en fundarmönnum var þó ekki hlát- ur í hug þegar þeir gengu í pontu hver af öðrum og lýstu skoðun sinni tæpitungulaust. Aðrar at- hugasemdir sem fram komu beindust sérstaklega að þætti Landspítala í frumvarpinu en þar er vald forstjóra aukið til muna, dregið úr fjárhagslegri ábyrgð lækna, Læknaráð í rauninni lagt niður og stjórnarnefnd spítalans einnig. Páll Torfi Önundarson gerði grein fyrir at- hugasemdum Læknaráðs sem fékk frumvarpið til umsagnar í vetur og hefur nýlega skilað grein- argerð til heilbrigðisnefndar Alþingis. Dýrkeypt tilraun „Einkennandi fyrir núgildandi lög, sem ég tel að mörgu leyti góð, er að í þeint er skilgreind fagleg ábyrgð og hvernig ábyrgðin eigi að skiptast,” sagði Páll Torfi í upphafi máls síns. Hann rakti síðan með skýringarmyndum hvernig stjórnskipan Landspítala væri háttað og sýndi síðan hvernig Þingmennirnir, Kristján Möller, Ásta R. Jóhannesdóttir, Guöjón Ólafttr Jónsson og Ásta Möller voru mœtt til að meðtaka skoðanir lœkna á frumvarpinu til Iteilhrigð- isþjónustu. Fundarsókn har með sér greinilegan áhuga lœkna á efni fundarins. 1 W) tiilí á w . £ j l ? i 128 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.