Læknablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 28
FRÆÐIGREINAR / ÆÐAHIMNUÆXLI
Mynd 1 A. Optical coherence tomography (OCT) fyrir leysi- og lyfjameðferð sýnir vess-
andi sjónhimnulos og bjúg undir makúlu, sem mœlist 709 pm í þykkt. Optical coherence
tomography er nýtt myndgreiningartœki sem sýnir sneiðmynd afsjónhimnu augans í mik■
illi upplausn. Notað er innrautt Ijós til að fá bœði tví- og þrívíddarmyndir af augnbotni
og tœkið þarf ekki að snerta augað. Pessi nýja tœkni nýtist vel til að greina, rannsaka og
fylgjast með sjúkdómum í augnbotnum (13).
B. Optical coherence
tomography (OCT) níu
mánuðum eftir leysi- og
lyfjameðferð sýnir að
þykktin á sjónhimnunni er
komin niðttr í 197 pm.
0,1 en jókst í 0,25 fimm vikum eftir meðferðina
auk þess sem vessandi sjónhimnulos var ekki leng-
ur til staðar. Níu mánuðum eftir meðferðina mæld-
ist sjónskerpan 0,5 og beyglusjón var horfin. OCT
sýndi greinilega minnkun á bjúg undir makúlu
(mynd 1B) og var þykkt sjónhimnu komin niður í
197 pm úr 709 pm fyrir meðferðina. Á augnbotna-
mynd mátti sjá að æðahimnuæxlið hafði gengið
til baka og að miðlægt ör var komið í litþekju eða
æðahimnu (mynd 2B).
Umræða
Æðahimnuæxlum má skipta í tvo hópa, afmörkuð
eða dreifð. Vessandi sjónhimnulos er aðalorsök
minnkaðrar sjónar (1) og sjást hjá um það bil
helmingi sjúklinga með dreift æðahimnuæxli (3).
Til skamms tíma var meðferð við æðahimnuæxlum
takmörkuð við geislun, sem hefur gefið ófullnægj-
andi árangur (1, 4). Undanfarin ár hefur leysi- og
lyfjameðferðin verið notuð með góðum árangri
hjá sjúklingum með æðahimnuæxli. I samantekt
Jurklies og Bornfeld (8) á árangri leysi- og lyfja-
meðferðar á æðahimnuæxli kemur meðal annars
fram að leysi- og lyfjameðferð með verteporfin
hefur ýmsa kosti fram yfir geislun (til dæmis
„plaque radiotherapy" og „proton beam“ geislun).
Hún er örugg og árangursrík göngudeildarmeð-
ferð sem einnig er hægt að nota þegar æðahimnu-
Mynd 2 A. Augnbotnamynd fyrir leysi- og lyfjameðferð
sýnir sorturek í makúlu. Æðahimnuœxli sést ekki auðveld-
lega á tvívíddarmynd af augnbotni.
æxli er staðsett undir fovea (8). Einnig virðist
langtímaárangur vera góður (8). Fleiri rannsóknir
hafa sýnt fram á góð langtímaáhrif leysi- og lyfja-
meðferðar á æðahimnuæxli (11, 12). Fimmtán
manns með afmarkað æðahimnuæxli fóru í leysi-
og lyfjameðferð og minnkaði æxlið hjá þeim öllum
auk þess sem sjónskerpan lagaðist verulega hjá 13
einstaklingum og stóð í stað hjá tveimur (11). Við
eftirlit 50 mánuðum seinna voru sjúklingarnir ein-
kennalausir (11). Lýst hefur verið (12) átta manns
nreð æðahimnuæxli og vaxandi sjóntap sem geng-
ust undir leysi- og lyfjameðferð. Æxlið minnkaði
hjá öllum og sjónskerpan batnaði verulega hjá sjö
af sjúklingunum og stóð í stað hjá einum auk þess
sem þeir voru allir einkennalausir við eftirlit fimm
árum seinna (12).
Á síðustu árum hafa komið fram nokkur tilfelli
þar sem leysi- og lyfjameðferð með verteporfin
lyfi og rauðum leysi hefur borið góðan árangur
(1-3,7). Æðamyndunin hefur minnkað, vessandi
sjónhimnulos hjaðnað og sjónskerpa lagast (1,3).
I fyrsta skráða tilfellinu þar sem þessi leysi- og
lyfjameðferð var notuð mældist sjónin á auganu
fyrir aðgerðina sem fingurtalning í 0,5 m fjar-
lægð auk þess sem sjúklingurinn var með vess-
andi sjónhimnulos. Átta vikum eftir meðferðina
mældist sjónin 0,05 og hliðarsjón hafði aukist.
Sjónhimnulosið hafði gengið til baka og komið var
litþekjuör þar sem sjónhimnan hafði lagst að (1),
eins og í okkar tilfelli. Samkvæmt ómskoðun hafði
þykktin á æðahimnuæxlinu minnkað úr 0,520 mm
niður í 0,360 mm (1). í öðru tilfelli hafði 10 ára
sjúklingur með 0,5 sjónskerpu á öðru auganu farið
í leysimeðferð á húð í andliti (3) eins og okkar
sjúklingur.
í framhaldinu hrakaði sjónskerpunni hjá
sjúklingnum úr 0,5 í 0,2 á mánaðartímabili. Hann
var með dreift æðahimnuæxli og vessandi sjón-
120 Læknablaðið 2007/93