Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNADAGAR Magnús Ásmundsson og tj| ,jagS j- kapphlaupi við hraðann í framförum í Hallclóra Ólafsdóttir. vísindum og heimsvæðinguna, sem kallar á tals- verðan lærdóm í tjáningu á öðrum tungumálum. (Alltaf kemst ég fyrr eða síðar að uppáhalds- áskorun minni: lærið tungumál, lærið fleiri tungu- mál en bara ensku, það er aðeins hinn enskumæl- andi heimur sem hugsar á ensku, og það er svo flott að skilja og lala önnur tungumál og það er virðing við menningu þeirra þjóða sem nota þau). Svo þarf í okkar dæmi einnig að muna, að um leið og læknar eru með nokkrum hætti hafnir á stall í samfélaginu þá eru þeir í nánari samskiptum við annað fólk en flestir aðrir sérfróðir menn og vís- indalega þjálfaðir - og þurfa að finna sameiginlegt tungutak við allan almenning. Allt þetta leiðir hugann „að hinu og þessu“ eins og sagt var í upphafi. Til dæmis að stöðu lækna í samfélagi og að því, hvernig þeir og aðrir bregðast við þeirri stöðu. Sumir segja að læknar séu aristókratar nú- límans, einskonar aðall - sem um leið er í afar nánu sambandi ekki aðeins við aðra höfðingja heldur og alla alþýðu - en slíkt gerðist ekki áður hjá aristókrötum nema einhver þeirra yrði skotinn í alþýðustelpu og kippti henni innfyrir dyr á kastal- anum sínum. Sumir segja: læknar eru háklerkar nútímans eftir að samfélagið sekúlariseraðist (sletta!) - það er til þeirra sem menn snúa sér í vanda sem tengist lífi og dauða. Frásagnir og bókmennlir heimsins minna okkur að sönnu á að menn hafa alltaf haft tilhneigingu til að hafa tröllatrú á læknum. Líka á þeim tímum þegar þeir vissu á okkar mæli- kvarða lítið sem ekki neitt - eins og skáld á borð við Moliére og Holberg gerðu óspart gys að í gamanleikjum um ímyndunarveika menn og fláráða skottulækna. En tröllatrúin á lækna hefur vaxið - bæði vegna þess að læknavísindum hefur fleygt fram, þau standa svo miklu betur undir stórum væntingum en áður - og svo vegna þess að öðrum stéttum hefur hrakað sem leiðbeinendum í stórum vanda. Ég á við efahyggjuna, við það að víða hafa klerkar kirknanna misst tiltraust og þá skapast tómarúm og natura vacuum abhorret (latínusletta fyrir sérhæfða áheyrendur) náttúr- unni geðjast lítl að tómi, og læknar eru látnir fylla það, áhrifasvið þeirra stækkar og stækkar ... hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þetta ástand byrjar kannski seint á 19. öld. Þá komast læknar mjög í tísku með bjartsýnni og bláeygri vísinda- og framfaratrú. Mörgum þótti sem þessu fylgdi ofmat á læknavísindum. Altént fannst mörgum læknar orðnir svo fyrirferðarmikl- ir að nauðsynlegt væri að bregðast við og „taka þá til umræðu“ eins og Brandes kvað. Gaman að skoða hvað hin ýmsu stórskáld tímans höfðu til þessara mála að leggja. Rússneski sagnameistarinn Tolstoj í fer í sögunni um Dauða Ivans Ivanovits með afar grimma ádrepu á lækna, sem vilja ekki sjá að hér er maður að deyja með harmkvælum heldur halda uppi kaldrifjuðum deilum um það hvort það sé ristillinn eða nýrað. Og þetta er svo sem ádrepa sem oft hefur verið ítrekuð síðan, líka af þeim læknum sem best hafa haldið á penna. Aðrir rithöfundar voru svo mun jákvæðari en Tolstoj í garð lækna. Til dæmis leikskáldin Ibsen og Tsjekhov (sem var sjálfur læknir), - læknirinn í leikritum þeirra er ekki þangað kominn til að glíma við sjúkdóma, hann er traustur og raunsær vinur einhverrar aðalpersónu sem á í kreppu og siðferðilegum vanda. Þarna sjáum við mjög aðlaðandi mynd af lækni sem húmanista: læknir er sá sem sér langt út fyrir sín fræði, en læknis- fræðin gerir honum urn leið fært að sjá samhengi ekki aðeins milli líffæra heldur og milli tilfinninga og milli persóna. Mannþekkingin hefur reyndar gert fleiri lækna að skáldum en Rússann Anton Tsjekhov - Rabelais hinn franski var læknir, þýska skáldið Schiller lærði til herlæknis, og þeir voru læknar Rússinn Bulgakov, þýska skáldið Gottfried Benn, og franska ljóðskáldið Aragon, - Cronin var læknir og eilítið gagnrýnin á lækna, meira að segja höfundur Sherlock Holmes, Arthur Conan Doyle var læknir. Sem minnir líka á það að læknar hafa ekki barasta búið um sig í hámenningunni, þeim hefur líka verið komið kyrfilega fyrir í allskonar dagurbókmenntum. Læknar eru ekki bara sá góði Watson, sambýlismaður Sherlock Holmes. Þeir eru hinn fagri og trausti bjargvættur og draumaprins í þúsund og einni ástarsögu sem gerast á spitölum og heilsuhælum. Þeir eru drjúgur partur af brjálaða vísindamanninnum sem leikur lausum hala í hroll- vekjum og framtíðarsögum og gerir sig líklegan til að koma mannkyninu fyrir kattarnef eins og það 136 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.