Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 40
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNADAGAR Avarp á 2007 Frú Vigdís Finnbogadóttir ípontu á Nordicahótelinu við opnun Lœknadaga 2007. Virðulega samkoma! Fyrst af öllu vil ég votta læknastéttinni aðdáun mína. Eins og aðrir í þjóðfélaginu er ég einarður aðdáandi lækna, þekkingar þeirra og visku - en vil reyndar strax taka það fram að ég er svo lánsöm að vera við svo góða heilsu að ég kann enga nýlega brandara af skiftum mínum við þessa stórmerku stétt. Nema þá kannske eina lungnabólguskruggu, sem mér var galvasklega bjargað út úr af blíð- um og laglegum læknum, - það eru allir læknar svo laglegir og fríðir þegar maður er veikur, og á sterkasta minningu um það ævintýri að ég var í hita-fantasíu í óða önn farin að endurbyggja bókasafnið í Alexandríu, sem brann til kaldra kola með allri visku heimsins árið 390. Og geri aðrir betur á bráðavaktinni. Til allrar hamingju höfðu sérfræðiningar í öðru að snúast en að veita athygli þessum mjög svo háleitu verkefnum mínum, - það urðu bara vesalings ættmennin að styðja mig í þeim flóknu byggingaframkvæmdum. Þá verður hér í upphafi máls að vera á dagskrá Gerður Gröndal, Arna Guðmundsdóttir og Þórgunnur Ársœlsdóttir. Enn á ný stóð Fræðslustofnun lækna fyrir Læknadögum sem haldnir voru á Nordicahótelinu dag- ana 15.-19. janúar. Undirbúningsnefnd skipuðu þau Arna Guðmundsdóttir, Gerður Aagot Árnadóttir, Guðjón Birgisson, Gunnþórunn Sigurðardóttir, Margrét Aðalsteinsdóttir, Ólafur H. Samúelsson, Ólafur Már Björnsson, Ólöf Viktorsdóttir.Trausti Óskarsson og Valgerður Rúnarsdóttir. að þakka þá sæmd að vera boðið að taka til máls sem leikmaður á Læknadögum. Mér skilst að ég eigi þann heiður því að þakka að menn vöknuðu upp við þá hæpnu staðreynd, að fram að þessu hafði engin kona verið beðin að tala við svo ágætt tækifæri. Og um það efni má segja: ég hefi komið hér áður, það hefur oftar en ekki komið fyrir á mínum ferli að menn hrukku við og spurðu: hvar er kvenröddin - og hringdu í mig. Og er það nú í góðu lagi. Síðan kom tilboð frá Læknadögum sem lítur ósköp vel og sakleysilega út. Mér var gefið fullt frelsi: þú mátt tala það sem þér sýnist, um hitt og þetta - eins lengi og þú vilt. En hvað er hitt og þetta, spurði ég viðmælandann og svarið var: vertu bara eins og þú ert! - sem ég sjálf hef auðvitað enga vísindalega yfirsýn yfir, sem hæfir svona lærðum selskap og hér er saman kominn. Þetta frelsi er sem sagt ekki eins notalegt og menn kynnu að halda. Hvað þýðir að tala „lengi“ og hvað er þá að tala „of lengi“, t.d. þegar ekki kemur á það símreikningur? Einu sinni var ég beðin um að opna Bændaþing og hélt það yrði svosem fimm mínútna spjall, „komiði sælir bændur, það er okkur mikill fengur að þið skulið hittast hér í þéttbýlinu til að ræða framleiðslu á lambakjöti og smjöri og ræktunar- möguleika á nýju kúakyni frá Noregi. Mér það ljúft að lýsa hafinn þennan aðalfund Bændasam- takanna". Til vonar og vara spurði ég hve lengi ég ætti að messa. Þeir sögðu „helst ekki meira en 45 mínútur“. Svo lengi ætla ég ekki að níðast á þolinmæði ykkar, róleg getið þið setið þess vegna. En stóra spurningin er hvað er að tala um „hitt og þetta“ - fór ég að hugsa vegna þess að allt sem varðar tungumál og „orðavalsvanda", sem vinur minn Þorsteinn heitinn Gylfason kallaði svo, er mér jafnan hugstætt og þá um leið að reyna að skil- greina orð og orðatiltæki. Jón Friðjónsson hefur það ekki í Merg málsins, svo ég snéri mér að öðru orðatiltæki: hvað skyldi það vera að tala um daginn og veginn - hvaða vegur er það? Laugavegurinn eða Vegurinn og lífið eða Vegurinn sem kínverski spekingurinn Laó Tse fetaði til visku áður fyrr? Og undir degi, en ekki vegi, komst ég nú heldur betur í feitt hjá Jóni. Þar segir orðrétt: tala/rœða/ spjalla um daginn og veginn ræða málefni líðandi stundar; ræða (almennt) um eitt og annað (sem manni liggur á hjarta). - ‘Við ræddum ekkert sér- stakt, töluðum bara um daginn og veginn. - Hún flutti erindi um daginn og veginn' - Elstu dæmi um svipað orðafar eru ana áfram daginn og veginn 132 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.