Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FASTANEFND EVRÓPSKRA LÆKNA Aukinn starfsþroski - bætt heilbrigðisþjónusta Fastanefnd evrópskra lækna, CPME, og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, stóðu fyrir fundi 14. desember sl. í Lúxemborg um starfsþroska læknastéttarinnar. Fulltrúum ýmissa evrópskra lækna- félaga, annarra félaga evrópskra heilbrigðisstarfsmanna, fulltrúum lyfjaiðnaðarins, tryggingafélaga og menntastofnana var einnig boðið til fundarins og höfðu sumir þessara aðila framsögu. Fyrir fundinum lá uppkast að samáliti um starfsþroska lækna og var það samþykkt með litlum breytingum. Birtist íslensk þýðing þess hér með. Stjórn LÍ og Fræðslustofnun lækna hafa símenntunarmál lækna til sérstaklegrar at- hugunar þetta misserið og munu halda vinnufund um málið um miðjan mars. Viðræður við vinnuveitand- ann eru að hefjast um hugsanlegar breytingar á samningsbundnum endurmenntunarréttindum lækna. Þær eru að frumkvæði ríkisins og óvíst til hvers þær leiða. Aukinn starfsþroski - Gæði heilbrigðisþjónustunnar aukin með öryggi sjúklinga að leiðarljósi Yfirlýsing um samálit Á tæplega en einum mannsaldri haí'a orðið stór- stígar framfarir í læknavísindum og sú þróun held- ur áfram. Beiting framfaranna er háð því að læknar læri hvernig ný tækni, meðferðir og klínísk hugtök geti bætt bæði gæði og öryggi þeirrar umönnunar sem þeir veita sjúklingum. Allt frá upphafi hafa læknar gert sér grein fyrir mikilvægi menntunar og hún hefur verið kjarni fagmennsku stéttarinnar og grunnregla í siðfræði hennar. Á nýrri öld, sem ein- kennist af hraðari breytingum, flóknari veruleika, áður óþekktri aukningu upplýsinga og stöðugt vaxandi væntingum samfélagsins, er afar mikilvægt að læknar njóti stuðnings í símenntun sinni, allt frá læknisnámi þar til þeir setjasl í helgan stein. Njóti þeir þannig stuðnings og sé þeim treyst fyrir þeirri ábyrgð munu læknar verða færari um að beita gagnlegum áhrifum menntunarinnar og með þeim hætti að þróa og bæta klíníska frammistöðu sína. Auk þess að stuðla að bættri umönnun einstakra sjúklinga er aukinn starfsþroski einnig mikilvægur þáttur í að auka gæði heilbrigðiskerfisins. Það ger- ist með því að læknar verða meðvitaðir urn þörfina fyrir bætta heilbrigðisþjónustu og hvernig eigi að ná því markmiði. Vegna ábyrgðar læknanna, bæði á sviði lækninga og stjórnunar, eru þeir vel í sveit settir til að framfylgja gagnlegum breytingum á gæðum, hagkvæmni og virkni heilbrigðisþjónust- unnar. Þó grunnreglum þessarar yfirlýsingar sé einkurn beint að auknum starfsþroska lækna eiga þær við í allri hinni þverfaglegu heilbrigðisþjón- ustu nútímans og gilda því einnig um aðrar heil- brigðisstéttir. 1) Aukinn starfsþroska má skilgreina sem þær aðferðir til menntunar sem læknar nýta sér til að tryggja að þeir viðhaldi og bæti faglega hæfni sína og klíníska frammistöðu. Þannig nær aukinn starfsþroski einnig yfir símenntun lækna og meira en það. 2) Það er á siðferðilegri og faglegri ábyrgð sér- hvers slarfandi læknis að tryggja að umönnun sem hann veitir sjúklingum sé örugg og byggð á gildum vísindalegum gögnum. Til að svo megi vera verða allir læknar að taka virkan þátt í að auka starfsþroska í sérgreinum sínum. 3) Það eru á endanum sjúklingar sem njóta góðs af því að læknarnir auki starfsþroska sinn þar sem heilbrigðisþjónustan verður betri og öruggari. Sjúklingar njóta einnig góðs al' auknu framboði fræðsluefnis um lækningar því þannig geta þeir kynnt sér betur eigin heilsu, veikindi og meðferð. Sú þekking yrði efld enn frekar með því að auka hlutverk lækna í upplýsingamiðlun og samskiptum við sjúklinga sína. 4) Einu gildir hvers eðlis heilbrigðiskerfið er - á vegum vinnuveitanda, með beingreiðslum eða endurgreiðslum frá tryggingafélagi - veita verður tilföngum til að tryggja að læknar geti sinnt því að auka starfsþroska sinn. Meðal nauðsynlegra tilfanga til að styðja við aukinn starfsþroska er fræðsla, aðgangur að upplýs- ingatækni, tími fyrir lækna að sinna menntun, stuðningur samstarfsmanna við „lærdóms- menningu” og fjármunir ásamt menntunar- ferlum henni til stuðnings. 5) Læknar eru mjög vanir að læra en gera það með mismunandi hætti. Taka verður tillit til þess. Styðja ætti lækna til þess að notfæra sér Frá CPME Læknablaðið 2007/93 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.