Læknablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 37
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISFRUMVARP
mætti hugsa sér annars konar skipurit þar sem
áherslan væri á faglega og fjárhagslega ábyrgð
yfirlækna og öryggi og velferð sjúklinga væri í fyr-
irrúmi. í athugasemdum Læknaráðs við frumvarp-
ið er lögð áhersla á eftirfarandi atriði:
Abyrgð lækningaforstjóra á lækningastarfsemi
þarf að vera skýr. Fagleg og rekstrarleg ábyrgð yfir
starfsemi sérgreina læknisfræðinnar þarf að vera
skýr í lögum. Faglegt ráðningarferli þarf að vera
vel skilgreint í allar stöður yfirlækna og sérfræði-
lækna á háskólasjúkrahúsum og auglýsa þarf allar
stöður. Hlutverk framkvæmdastjórnar þarf að
vera vel skýrt og vel afmarkað frá faglegum rekstri
sérgreina læknisfræðinnar. Ráðgefandi hlutverk
Læknaráðs þarf áfram að vera skýrt.
Síðan segir í athugasemdum Læknaráðs: „Pessi
þættir eru skýrir í núgildandi lögum en ekki í fyr-
irliggjandi lagafrumvarpi, sem fellir t.d. niður laga-
greinar um yfirlækna án þess að getið sé um það
í athugasemdum sem fylgja frumvarpinu. I raun
er um að ræða frumvarp til laga sem veitir for-
stöðumönnum og ráðherra heimild til að byggja
upp stjórnskipulag ríkisrekinna sjúkrastofnana að
eigin vild en ekki frumvarp um faglega uppbygg-
ingu heilbrigðisþjónustunnar. Læknaráðið telur
í raun svo mörgu vera ábótavant í því frumvarpi
sem fyrir liggur, að skoða ætti hvort l'resta ætti
frumvarpinu og vísa til nefndar að nýju.”
Páll Torfi færði rök fyrir því að með því að
svipta yfirlækna sérsviðanna fjárhagslegri ábyrgð
væri í rauninni verið að svipta þá faglegri ábyrgð
að hluta. „Með því koma þeir engu í verk. Þeir
þurl'a að leita leyfis til sviðsstjóra fyrir öllum fjár-
útlátum hversu fagleg eða lítilfjörleg sem þau
eru og boðleiðirnar verða sífellt lengri. íslenskir
sérfræðilæknar hafa stundað nám og störf við
sjúkrahús víða um heim. Þeir búa yfir mikilli
þekkingu og reynslu. A Landspítala starfa 398 sér-
fræðilæknar í 40 sérgreinum. Við teljum ekki að
það sé nauðsynlegt að gera tilraun á íslandi með
Umsögn Læknafélags íslands um frumvarp
til laga um heilbrigöisþjónustu, 272. mál og
frumvarp til laga um embætti landlæknis, 273.
mál
Stjórn Læknafélags íslands (LÍ) þakkar fyrir að vera beðin um umsögn
um ofangreind mál. Stjórn LI skipaði í nóvember nefnd fjögurra lækna
til að semja drög að áliti félagsins um efnið. I nefndina voru skipaðir
Björn Magnússon, Ernil L. Sigurðsson, Gísli H. Sigurðsson og Kristján
Guðmundsson. Þeim til aðstoðar og ritari nefndarinnar var Gunnar
Armannsson hdl. Nefndin hefur skilað áliti sínu og er það meðfylgjandi. Á
fundi sínum þann 16. janúar sl. ákvað stjórn LI að gera álit nefndarinnar
að sínu fyrir hið háa Alþingi með einni undantekningu.
Samantekt
• Tilgangur frumvarpsins er sagður vera að setja ráðherra og öðrum
skýran lagaramma til að starfa eftir.
o ífrumvarpinueraðfinna 15reglugerðarheimildirþarsemráðherra
er falið að fylla upp í hinn „skýra“ lagaramma.
o Ráðherra er ætlað að marka stefnuna innan hins skýra laga
ramma.
o Ráðherra skal gæta þess að gera samninga um heilbrigðisþjón-
uslu í samræmi við hina mörkuðu stefnu sem hann sjálfur skal
marka.
o Ef það er ætlun löggjafans að heilbrigðisráðherra ráði einn einum
veigamesta og fjárfrekasta málaflokki landsmanna er eðlilegt
að l'rá því sé greint í athugasemdum með frumvarpi til laga
urn heilbrigðisþjónustu en ekki falið í þeim búningi að verið sé að
setja ráðherra skýran lagaramma til að starfa eftir.
• Forstöðumönnum er falið mikið vald og ábyrgð en engar hæfnis-
kröfur eru gerðar til þeirra í frumvarpinu.
• Dregið er úr faglegri ábyrgð heilbrigðisstétta í frumvarpinu.
• Heilbrigðisþjónusta er í heild sinni undanskilin reglum samkeppn-
isrétlarins.
• Hagsmunir stofnana ríkisins og forráðamanna þeirra eru settir í
öndvegi á kostnað hagsmuna og öryggis sjúklinga.
• Lagt er til að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað til að unnt verði
að vinna það betur.
Læknablaðið 2007/93 129