Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SJÓÐUR ALDANNA Sjóður aldanna - úr handriti frá 18. öld - óbrigult ráð við kvefi Á handritadeild Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns eru varðveitt nokkur hand- ritasöfn sem geyma sitthvað frá forfeðrum okkar. Jón Sigurðsson forseti Hins íslenska bókmennta- félags var ötull handrilasafnari og handrit sem hann bjargaði frá glötun eru merkt honum, JS. Eitt þeirra er númer 227 í safni hans, samtals 81 blað eða 162 blaðsíður. Handrit þetta er í smáu broti, svokölluðu oktavóbroti (táknað 8vo), skrifað um 1750. Þar er að finna ýmsan samtíning og hollráð í erli dagsins. Hér á eftir fara nokkur þeirra: Á myndinni sem er afblaði 67v (versósíðu, þ.e. síðunni á bakhlið blaðs 67) sjást meðal annarra eftirfarandi ráð: Við kveft - Taka skal sokka þá sem maður hefur lengi í verið, skóleikna, og lykta svita- lyktina úr þeim, 2 eða 3 morgna sem mest maður má, svo mun kveftð rninnka. Við minni - Tak saltpétur og myl vel og menga við vín, og drekk þar af, það það mun gjöra gott minni. Við hósta og hæsi - ... tak það rauða af hænu- eggi og drekk á tóman magann. Við hæsi -Tak pipar mulinn og haf í munni þér lengi og svelg með munnvatni þínu. Um augun - Sá sem vill halda heilsu augna sinna, hann varist eldreyk, of mikla amorselsku, megnan grát, mikinn drykkjuskap, of mikinn mið- dagssvefn, óhóflegar vökur, og þá fæðu sem verkar innan vessa. Að stilla samlyndi hjóna - Tak tóugall og myl það smátt, lát í drykk fyrir hjónin svo þau viti ei, og mun þá batna. Einerber hafa þessar dygðir - ... 1) Sá maður sem þau etur um alla sína ævi verður aldrei bráð- dauður. Engin óleyfileg lostasemi á stríðir þann sína ævi. 2) Þau hreinsa líkamann af illu blóði. ... 4) Þau gjöra allan líkamann varman og sætan anda. ... 9) Þau styrkja mannsins heila. 10) Þau skipta fagurlega og jafnan hugviti manns. 11) Þau hressa sýnina.... 13) Þau gjöra klára raustina.... 15) Þau burt drífa vind úr maga. 16) Þau láta mat vel kokkast.... 19) Þau duga við nýrnaverk.... 21) Þau gjöra góða lukt í munni manns. JS 227 8vo, 67v. Heimasíða LÍ - nýr orlofsvefur Nýr orlofsvefur LÍ hefur litið dagsins Ijós og geta félagsmenn bókað orlofshús í vetrarleigu og sótt um sumar/páskaúthlutun á netinu. Til þess að félagsmenn geti bókað orlofshús þurfa þeir að vera skráðir inná heimasíðu LÍ með aðgangsorðum og eru þeir sem enn hafa ekki sótt sér aðgangsorð hvattir til að hafa samband við skrifstofu LÍ á lis@lis.is eða í síma 564 4100, og fá þau send. Einnig er hægt að láta heimasíðuna senda aðgangsorð með tölvupósti svo fremi sem netfang sé rétt skráð. Þá eru félagsmenn hvattir til að uppfæra upplýsingar um sig á vef Læknafélagsins þar sem sífellt reiðir meira á a ð upplýsingar þar séu réttar. Við úthlutun er t.a.m. send út tilkynning með tölvupósti og einnig er látið vita af lausum orlofsmöguleikum. Þess skal getið að einungis félagar í LÍ sjá þessar upplýsingar. Davíð Björn Þórisson læknir hannaði orlofsvefinn en hann er einnig heilinn á bak við heimasíðu LÍ. Læknablaðið 2007/93 155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.