Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 75

Læknablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 75
SERLYFJATEXTAR EMSELEX 7,5 mg og 15 mg forðatöflur. Hver tafla inniheldur 7,5 mg eða 15 mg darifenacin (sem hýdróbrómíð). Forðatöflur. Ábendingar: Til meðferðar við einkennum brýns þvagleka (urge incont- inence) og/eða tíðum og bráðum þvaglátum, svo sem getur komið fyrir hjá sjúklingum með ofvirka þvagblöðru. Skammtar og lyfjagjöf:Til inntöku.Fullorðnir (>18 ára) Ráðlagður upphafsskammtur er 7,5 mg á sólarhring. Eftir 2 vikna upphafsmeðferð skal að nýju leggja mat á sjúklingana. Hjá sjúklingum þar sem þörf er meiri verkunar gegn einkennum má auka skammtinn í 15 mg á sólarhring, á grundvelli einstaklingsbundinnar svörunar.Taka á EMSELEX inn einu sinni á sólarhring með vökva.Taka má töflurnar inn með mat eða án, þær skal gleypa í heilu lagi og hvorki má tyggja töflurnar, brjóta þær né mylja. Aldraðir (>65 ára) Ráðlagður upphafsskammtur handa öldruðum er 7,5 mg á sólarhring. Eftir 2 vikna upphafsmeðferð skal að nýju leggja mat á sjúklingana hvað varðar verkun og öryggi lyfsins. Hjá sjúklingum sem þola lyfið svo ásættanlegt sé en þörf er meiri verkunar gegn einkennum má auka skammtinn í 15mg á sólarhring, á grundvelli einstaklingsbundinnar svörunar. Börn Engar rannsóknir hafa verið gerðar hjá börnum. Þar til frekari upplýsingar liggja fyrir er EMSELEX því ekki ráðlagt handa börnum.Sker/ nýmastarfsemi Nota má sömu skammta handa sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Hins vegar skal gæta varúðar við meðferð hjá þessum hópi sjúklinga. Skert lifrarstarfsemi Nota má sömu skammta handa sjúklingum með vægt skerta lifrarstarfsemi (Child Pugh A). Hins vegar er hætta á aukinni blóðþéttni hjá þessum sjúklingum. Ekki skal nota lyfið handa sjúklingum með í meðallagi skerta lifrarstarfsemi (Child Pugh B) nema ávinningur vegi þyngra en áhætta og ekki skal nota stærri skammt en 7,5 mg á sólarhring handa þessum sjúkYmgum.Sjúklingar ísamhliða meðferð með lyfjum sem eru öflugir CYP2D6 hemlar eða ímeðallagi öflugir CYP3A4 hemlar Hjá sjúklingum sem nota lyf sem eru öflugir CYP2D6 hemlar, t.d. paroxetin, terbinafin, kínidin og cimetidin, skal hefja meðferð með 7,5 mg skammti. Auka má skammtinn í 15 mg á sólarhring til að ná aukinni meðferðarsvörun, svo framarlega sem skammturinn þolist vel. Hins vegar skal gæta varúðar. Hjá sjúklingum sem nota lyf sem eru í meðallagi öflugir CYP3A4 hemlar, t.d. fluconazol, greipaldinsafi og erytromycin, er ráðlagður upphafsskammtur 7,5 mg á sólarhring. Auka má skammtinn í 15 mg á sólarhring til að ná aukinni meðferðarsvörun, svo framarlega sem skammturinn þolist vel. Hins vegar skal gæta varúðar. Fráhcndingur: Frábendingar fyrir notkun EMSELEX eru: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Þvagteppa. Magatæmingarteppa. Þrönghornsgláka sem ekki hefur náðst stjórn á. Vöðvaslensfár. Alvarlega skert lifrarstarfsemi (Child Pugh C). Alvarleg sáraristilbólga. Risaristill vegna bólgu (toxic megacolon).Samhliða meðferð með öflugum CYP3A4 hemlum. Scrstök varnaðarorð og varúðarrcglur við notkun: Nota skal EMSELEX með varúð handa sjúklingum með taugakvilla í sjálfvirka taugakerfinu, þindarslit, klínískt marktæka tæmingarhindrun þvagblöðru, hættu á þvagteppu, alvarlega hægðatregðu eða þrengsli í meltingarvegi t.d. portþrengsli í maga. Nota skal EMSELEX með varúð handa sjúklingum sem eru í meðferð við þrönghornsgláku. íhuga skal aðrar orsakir tíöra þvagláta (hjartabilun eða nýrnasjúkdómur) áður en meðferð með EMSELEX hefst. Ef þvagfærasýking er til staðar skal hefja viðeigandi sýklalyfjameöferð.Nota skal EMSELEX með varúð handa sjúklingum í hættu á skertum þarmahreyfingum, maga-vélindisbakflæði og/eða sem samhliða nota lyf (t.d. bisfosfonöt til inntöku) sem geta valdið vélindisbólgu eða aukið á slíka bólgu. Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun hjá sjúklingum með ofvirkni í tæmivöðva blöðru vegna taugasjúkdóms. Millivcrkanir við önnur lyf og aörar millivcrkanir: Áhrif annarra lyfja á darifenacin.Darife- nacin umbrotnar fyrst og fremst fyrir tilstilli cýtókróm P450 ensímanna CYP2D6 og CYP3A4. Hemlar þessara ensíma gætu því aukið útsetningu fyrir darifenacini. CYP2D6 hemlar Hjá sjúklingum sem nota lyf sem eru öflugir CYP2D6 hemlar (t.d. paroxetin, terbinafin, cimetidin og kínidin), er ráðlagður upphafsskammtur 7,5 mg á sólarhring. Auka má skammtinn í 15 mg á sólarhring til að ná aukinni meðferðarsvörun, svo framarlega sem skammturinn þolist vel. Samhliða meðferð með öflugum CYP2D6 hemlum hefur í för með sér aukna útsetningu (t.d. um 33% við samhliða notkun paroxetins 20 mg og 30 mg skammts af darifenacini). CYP3A4 hemlar Ekki má nota darifenacin samhliða öflugum CYP3A4 hemlum (sjá kafla 4.3), t.d. proteasahemlum (t.d. ritonavir), ketoconazol og itraconazol. Einnig skal forðast samhliða notkun öflugra hemla P-glýkópróteins t.d. ciclosporin og verapamil. Samhliða notkun 7,5 mg af darifenacini með 400 mg af ketoconazoli, sem er öflugur CYP3A4 hemill, leiddi til 5-földunar á AUC fyrir darifenacin við jafnvægi. Hjá þeim sem hafa lítil umbrot (poor metabolisers) jókst útsetning fyrir darifenacini um það bil 10-falt. Vegna þess að CYP3A4 á meiri þátt í umbrotum eftir stóra skammta af darifenacini er við því búist að þessi áhrif verði enn meira áberandi þegar ketoconazol er notað samhliða 15 mg af darifenacini. Við samhliða notkun með í meðallagi öflugum CYP3A4 hemlum t.d. erytromycini, claritromycini, telitromycini, fluconazoli og greipaldinsafa, er ráðlagður upphafsskammtur darifenacins 7,5 mg á sólarhring. Auka má skammtinn í 15 mg á sólarhring til að ná aukinni meðferðarsvörun, svo framarlega sem skammturinn þolist vel. Gildi AUC24 og Cmax fyrir 30 mg skammt af darifenacini einu sinni á sólarhring, handa einstaklingum með mikil umbrot (extensive metabolisers), voru 95% og 128% hærri við samhliða notkun erytromycins (í meðallagi öflugur CYP3A4 hemill) en þegar darifenacin var notað eitt sér. Ensímhvatar Líklegt er að lyf sem hvata CYP3A4, t.d. rifampicin, carbamazepin, barbiturlyf og jóhannesarjurt (jónsmessurunni. St. John’s wort) minnki plasmaþéttni darifenacins. Áhrif darifenacins á önnur lyfCYP2D6 hvarfefni Darifenacin er í meðallagi öflugur hemill CYP2D6 ensímsins. Gæta skal varúðar þegar darifenacin er notað samhliða lyfjum sem umbrotna einkum fyrir tilstilli CYP2D6 og sem hafa þröngt lækningabil, t.d. flecainid, tioridazin eða þríhringlaga þunglyndislyf t.d. imipramin. Áhrif darifenacins á umbrot CYP2D6 hvarfefna skipta einkum klínísku máli þegar um er að ræða CYP2D6 hvarfefni sem um gildir að stilla þarf skammta af einstaklingsbundið.CYFJA^ hvarfefni Meðferð með darifenacini leiddi til hóflega aukinnar útsetningar fyrir midazolami sem er CYP3A4 hvarfefni. Pessi milliverkun við mi- dazolam skiptir ekki klínísku máli en gefur til kynna að darifenacin hamli CYP3A4 lítið eitt.Warfarin Halda skal áfram venjulegu meðferðareftirliti með protrombintíma þegar warfarin er notað. Áhrif warfarins á protrombintíma breyttust ekki við samhliða notkun með darifenacini.D/goAr/7í Mæla skal þéttni digoxins við upphaf og í lok meðferðar með darifenacini og einnig þegar skammti darifenacins er breytt. Darifenacin 30 mg einu sinni á sólarhring (tvöfaldur ráðlagður sólarhringsskammtur) samhliða digoxini við jafnvægi leiddi til lítið eitt aukinnar útsetningar fyrir digoxini (AUC: 16% og Cmax: 20%). Aukin útsetning fyrir digoxini gæti stafað af samkeppni milli darifenacins og digoxins um P-glýkóprótein. Ekki er unnt að útiloka aðrar flutningstengdar milliverkanir. Andmúskarínvirk lyf Eins og við á um önnur andmúskarínvirk lyf gæti samhliða notkun með lyfjum sem hafa andmúskarínvirka eiginleika, t.d. oxybutynin, tolterodin og flavoxat, haft í för með sér meira áberandi verkun og aukaverk- anir af meðferðinni. Einnig geta komið fram aukin andkólínvirk áhrif af völdum lyfja við Parkinsonsveiki og þríhringlaga þunglyndislyfja, ef andmúskarínvirk lyf eru notuð samhliða slíkum lyfjum. Hins vegar hafa ekki farið fram neinar rannsóknir þar sem kannaðar hafa verið milliverkanir við lyf við Parkinsonsveiki og þríhringlaga þunglyndislyf. Meðganga og brjóstagjöf: Meðganga Ekki hafa farið fram neinar rannsóknir á darifenacini hjá þunguðum konum. Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á fæðingu og þroska um og eftir fæðingu (sjá kafla 5.3). Ekki er mælt með notkun EMSELEX á meðgöngu.fíryóí/agy'ö/Darifenacin skilst út í rottumjólk. Ekki er þekkt hvort darifenacin skilst út í brjóstamjólk og því skal gæta varúðar þegar EMSELEX er ávísað handa konu sem hefur barn á brjósti. Álirif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif EMSELEX á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Eins og við á um önnur andmúskarínvirk lyf getur EMSELEX valdið áhrifum á borð við sundl, þokusjón, svefnleysi og svefnhöfga. Sjúklingar sem finna fyrir þessum aukaverkunum eiga hvorki að stunda akstur né notkun véla. Hvað EMSELEX varðar hefur verið greint frá því að þessar aukaverkanir séu sjaldgæfar. Aukaverkanin í samræmi við lyfjafræðilega eiginleika lyfsins voru algengustu aukaverkanir sem greint var frá munnþurrkur (20,2% fyrir 7,5 mg skammt og 35% fyrir 15 mg skammt, 18,7% eftir sveigjanlega skammtaaðlögun og 8%-9% fyrir lyfleysu) og hægðatregða (14,8% fyrir 7,5 mg skammt og 21% fyrir 15 mg skammt, 20,9% eftir sveigjanlega skammtaaðlögun og 5,4%-7,9% fyrir lyfleysu). Almennt eru andkólínvirk áhrif skammtaháð.Hins vegar var hlutfall sjúklinga sem hættu mcðferð vegna þessara aukaverkana lágt (munnþurrkur: 0%-0,9% og hægðatregða: 0,6%-2,2% fyrir darifenacin, háð skammti; og 0% og 0,3% fyrir lyfleysu hvað varðar munnþurrk og hægðatregðu, tilgreint í sömu röð).Tafla 1: Aukaverkanir í tengslum við EMSELEX 7,5 mg og 15 mg foröalöílur.Tíðniflokkun: Mjög algengar >10%; Algengar >1% til <10%; Sjaldgœfar >0,1% til <1%. Almennar Algengar: Höfuðverkur; kviðverkir. Sjaldgæfar: Þróttleysi; slysaáverkar; andlitsbjúgur. Hjurta og æðar Sjaldgæfar: Háþrýstingur. Meltingarfæri Algengar: Meltingartruflun; ógleði. Sjaldgæfar: Niðurgangur; vindgangur; sáramunnbólga. Efnaskipti og næring Sjaldgæfar: Aukið SGPT; aukið SGOT; bjúgur á útlimum; bjúgur. Taugakerfí Sjaldgæfar: Sundl; svefnleysi; syfja; óeðlilegar hugsanir. Öndunarfæri Sjaldgæfar: Nefslímubólga; aukinn hósti; mæði. Húð og undirhúð Sjaldgæfar: Húðþurrkur; útbrot; kláði, aukin svitamyndun. Skynfæri Algengar: Augnþurrkur. Sjaldgæfar: Óeðlileg sjón; breytt bragðskyn. l»vag- og kynfæri Sjaldgæfar: Þvagfærarask- anir; getuleysi; þvagfærasýking; leggangabólga, verkur í blöðru. í klínískum lykilrannsóknum með 7,5mg og 15mg skömmtum af EMSELEX var greint frá aukaverkunum svo sem sýnt er í töflunni hér að framan. Flestar aukaverkanirnar voru vægar eða í meðallagi og hjá langflestum sjúklingum höfðu þær ekki í för með sér að notkun lyfsins væri hætt. Meðferð með EMSELEX getur hugsanlega dulið einkenni sem tengjast gallblöðrusjúkdómi. Hins vegar voru engin tengsl milli hækkandi aldurs og þeirra aukaverkana sem fram komu og tengjast gallkerfinu, hjá sjúklingum sem fengu darifenacin.Tíðni aukaverkana af völdum 7,5mg og 15mg skammta EMSELEX minnkaði eftir því sem leið á meðferðina í allt að 6 mánuði. Sambærileg tilhneiging sést einnig hvað varðar það hvort sjúklingar hættu meðferðinni.Ofskiimmtun í klínískum rannsóknum hefur EMSELEX verið gefið í allt að 75mg skömmtum (fimmfaldur ráðlagður skammtur). Algengustu aukaverkanir sem komu fram voru munn- þurrkur, hægðatregða, höfuðverkur, meltingartruflun og þurrkur í nösum. Hins vegar getur ofskömmtun með darifenacini hugsanlega leitt til alvarlegra andkólínvirkra áhrifa sem ætti að meðhöndla eftir því sem við á. Markmið meðferðar ætti að vera að snúa við andkólínvirkum einkennum undir nánu eftirliti læknis. Nota má lyf á borð við physostigmin til að vinna gegn slíkum einkennum. Handhafí markaðsleyfís: Novartis Europharm Limited Wimblehurst Road Horsham West Sussex, RH12 5AB Bretland Umboðsaðili á íslandi: Vistor hf, Hörgatúni 2,210 Garðabæ. Pakkningar og verð 1. janúar 2007: 7,5 mg 28 stk. Kr. 5.788.- 98 stk. Kr. 17.309.- 15 mg 28 stk. Kr. 5.836.- 98 stk. Kr. 17.467,- Afgreiðsla: Lyfseðilsskylt. Greiðsluþátttaka:E. Dagsetning endurskoðunar tcxtans: 29.nóvember 2006.ATH. Sérlyfjaskrártextinn hefur verið styttur.Sjá allan textann á vef lyfjastofnunar. Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.