Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÉTTATILKYNNING Fyrsta Ijósmæðrabókin á íslensku gefin út á ný í nóvember síðastliðnum kom út bókin Sá nýi yf- irsetukvennaskóli eöur stutt undirvísun um yfirsetu- kvennakúnstina hjá Söguspekingastifti. Bókin kom fyrst út á Hóluin í Hjaltadal árið 1749 og er hún fyrsta ril á íslensku um ljósmóðurfræði. Bókin var kennd yfirsetukonum skömmu eftir stofnun land- læknisembættisins árið 1760. Halldór Brynjólfsson Hólabiskup (1692-1752) var hvatamaður útgáfunnar en Vigfús Jónsson, prestur í Hítardal (1706-1776) þýddi hana úr dönsku. Bókin kom upphaflega út í Danmörku 1725 undir titlinum Nye Jorde-Moder-Skole, eller kort underviisning udi Jorde-Moder-Konsten. Danski lækninn Balthazar Johann de Buchwald (1697-1763) er höfundur en hann var lengst af prófessor í læknisfræði við Kaupmannahafnarhá- skóla og kenndi þar m.a. Bjarna Pálssyni landlækni (1719-1779) um miðja 18. öld. Buchwald naut sjálfur kennslu nokkurra þekktra líffærafræðinga, Henricks van Deventers (1651-1724) í Haag og Frederiks Ruysch (1638-1731) í Amsterdam. Hann lærði einnig hjá þýskurn líffærafræðingi, Lorenz Heister (1683-1758), og hollenska lækninunr Her- man Boerhaave (1668-1738). Allir voru þeir frum- kvöðlar innan líffæra- og fæðingarfræða. Við samningu á bók sinni studdist Buchwald við sænska bók um ljósmóðurfræði eftir lækninn Johan von Hoorn (1662-1724). Bókin heitir The twenne gudfruchtige ... Siphra och Pua, kom fyrst út 1715 og var þýdd á mörg tungumál, en efni hennar má rekja til annarrar bókar eftir Hoorn, Then swenska walöfwade jordegumman sem kom út árið 1697 og er fyrsta sænska ljósmæðrabókin. Hoorn, líkt og Buchwald, naut kennslu nokkurra frumkvöðla í líffæra-og fæðingafræðum, þar á nreðal Framjois Mauriceau (1637-1709), Paul Portal (1630-1703) og Philippe Peu (1623-1707). Buchwald og Hoorn hafa eflaust mótast af þekkingu lærimeistara sinna og því má telja að Yfirsetukvennaskólinn hafi að geyma efni sem byggist á þekkingu nokkurra brautryðjenda á sviði læknisfræðinnar á meginlandi Evrópu í lok 17. aldar og upphafi þeirrar 18, enda hafa menn á borð við Henrick van Deventer og Frangois Mauriceau sett mark sitt á sögu læknisfræðinnar. Yfirsetukvennaskólanum er skipt í tvennt. I fyrri hluta er fjallað um eðlilegar fæðingar, en í þeim síðari um áhættufæðingar og inngrip. í bókinni er meðal annars fjallað um skyldur yfirsetukvenna, útlistun á æxlunarfærum kvenna, hvað einkenni barnshafandi konur, fjallað um fósturlát, hvernig aðgreina eigi hríðir, hvaða handtök eigi að nota við fæðingu tvíbura, hvernig binda eigi naflastreng, og margt fleira. Með ritinu er kafli um umönnun ungbarna frá árinu 1803 og elsta varðveitta prófið í ljós- móðurfræði, frá 1768. Loks er skrá yfir helstu rit unr ljósmóðurfræði sem út komu á árunum 1749- 1900. Bragi Þorgrímur Olafsson, sagnfræðingur á handritadeild Landsbókasafns bjó til prentunar og ritaði inngang. Aðalfundur Skurðlæknafélags íslands Haldinn í tengslum við árlegt vísindaþing Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélag íslands á Hótel Sögu, föstudaginn 30. mars kl. 18. Dagskrá • skýrsla formanns • reikningarársins2006lagðirfram • önnurmál f.h. stjórnar SKÍ Tómas Guðbjartsson, formaður 150 Læknaiilaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.