Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2007, Side 58

Læknablaðið - 15.02.2007, Side 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÉTTATILKYNNING Fyrsta Ijósmæðrabókin á íslensku gefin út á ný í nóvember síðastliðnum kom út bókin Sá nýi yf- irsetukvennaskóli eöur stutt undirvísun um yfirsetu- kvennakúnstina hjá Söguspekingastifti. Bókin kom fyrst út á Hóluin í Hjaltadal árið 1749 og er hún fyrsta ril á íslensku um ljósmóðurfræði. Bókin var kennd yfirsetukonum skömmu eftir stofnun land- læknisembættisins árið 1760. Halldór Brynjólfsson Hólabiskup (1692-1752) var hvatamaður útgáfunnar en Vigfús Jónsson, prestur í Hítardal (1706-1776) þýddi hana úr dönsku. Bókin kom upphaflega út í Danmörku 1725 undir titlinum Nye Jorde-Moder-Skole, eller kort underviisning udi Jorde-Moder-Konsten. Danski lækninn Balthazar Johann de Buchwald (1697-1763) er höfundur en hann var lengst af prófessor í læknisfræði við Kaupmannahafnarhá- skóla og kenndi þar m.a. Bjarna Pálssyni landlækni (1719-1779) um miðja 18. öld. Buchwald naut sjálfur kennslu nokkurra þekktra líffærafræðinga, Henricks van Deventers (1651-1724) í Haag og Frederiks Ruysch (1638-1731) í Amsterdam. Hann lærði einnig hjá þýskurn líffærafræðingi, Lorenz Heister (1683-1758), og hollenska lækninunr Her- man Boerhaave (1668-1738). Allir voru þeir frum- kvöðlar innan líffæra- og fæðingarfræða. Við samningu á bók sinni studdist Buchwald við sænska bók um ljósmóðurfræði eftir lækninn Johan von Hoorn (1662-1724). Bókin heitir The twenne gudfruchtige ... Siphra och Pua, kom fyrst út 1715 og var þýdd á mörg tungumál, en efni hennar má rekja til annarrar bókar eftir Hoorn, Then swenska walöfwade jordegumman sem kom út árið 1697 og er fyrsta sænska ljósmæðrabókin. Hoorn, líkt og Buchwald, naut kennslu nokkurra frumkvöðla í líffæra-og fæðingafræðum, þar á nreðal Framjois Mauriceau (1637-1709), Paul Portal (1630-1703) og Philippe Peu (1623-1707). Buchwald og Hoorn hafa eflaust mótast af þekkingu lærimeistara sinna og því má telja að Yfirsetukvennaskólinn hafi að geyma efni sem byggist á þekkingu nokkurra brautryðjenda á sviði læknisfræðinnar á meginlandi Evrópu í lok 17. aldar og upphafi þeirrar 18, enda hafa menn á borð við Henrick van Deventer og Frangois Mauriceau sett mark sitt á sögu læknisfræðinnar. Yfirsetukvennaskólanum er skipt í tvennt. I fyrri hluta er fjallað um eðlilegar fæðingar, en í þeim síðari um áhættufæðingar og inngrip. í bókinni er meðal annars fjallað um skyldur yfirsetukvenna, útlistun á æxlunarfærum kvenna, hvað einkenni barnshafandi konur, fjallað um fósturlát, hvernig aðgreina eigi hríðir, hvaða handtök eigi að nota við fæðingu tvíbura, hvernig binda eigi naflastreng, og margt fleira. Með ritinu er kafli um umönnun ungbarna frá árinu 1803 og elsta varðveitta prófið í ljós- móðurfræði, frá 1768. Loks er skrá yfir helstu rit unr ljósmóðurfræði sem út komu á árunum 1749- 1900. Bragi Þorgrímur Olafsson, sagnfræðingur á handritadeild Landsbókasafns bjó til prentunar og ritaði inngang. Aðalfundur Skurðlæknafélags íslands Haldinn í tengslum við árlegt vísindaþing Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélag íslands á Hótel Sögu, föstudaginn 30. mars kl. 18. Dagskrá • skýrsla formanns • reikningarársins2006lagðirfram • önnurmál f.h. stjórnar SKÍ Tómas Guðbjartsson, formaður 150 Læknaiilaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.