Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2007, Side 22

Læknablaðið - 15.02.2007, Side 22
FRÆÐIGREINAR / LANGVINN LUNGNABÓLGA Tafla 1. Klínísk einkenni sjúklinga með langvinna eósínófíl lungnabólgu. Sjúklingur Kyn Aldur vió greiningu Einkenni og teikn Astma Reykingar Lungna- hlustun Blóðgildi: sökk mm/klst, CRP mg/L Upphafs- skammtur prednisólons Bakslag 1 Karl 68 ára Slappleiki, hiti, sviti, mæði og hósti. Nei Áður Brak Sökk, 64, CRP 101. Eós. eðlil. 30 mg Nei 2 Kona 62 ára Slappleiki, hósti og hiti. Já Áður Brak Sökk 23, CRP 26. Eós. 32%. 60 mg Já 3 Kona 36 ára Slappleiki, hósti, sviti, hiti, þyngdartap og meeði. Nei Aldrei Brak Sökk 94, CRP 426. Eós. 25%. 40 mg Nei 4 Karl 77 ára Slappleiki, hósti, hiti, og sviti. Já Aldrei Önghljóð Sökk 58, CRP 41. Eós. 45% 40 mg Já 5 Karl 60 ára Slappleiki, hósti, mæði, þyngdartap, sviti og hiti. Já Áður Brak Sökk 40. Eós. 27%. 50 mg Já 6 Karl 52 ára Slappleiki, hiti, hósti, sviti og þyngdartap. Já Áður Önghljóð Sökk 67, CRP 54. Eós. 50%. 40 mg Já 7 Kona 24 ára Slappleiki, hiti og hósti. Já Áður Brak Sökk 124. Eós. 14%. 60 mg Já 8 Karl 71 ára Slappleiki, hiti, hósti, sviti og þyngdartap. Já Áður Brak/ önghljóð Sökk 110. CRP 250. Eós. eölil. 40 mg Já 9 Karl 50 ára Slappleiki, mæði, hiti og hósti. Nei Áður Brak Sökk 22, CRP 31. Eós. 18% 40 mg Já 10 Karl 76 ára Slappleiki, mæði, hiti og hósti. Nei Aldrei Eðlileg Sökk 116. Eós. 9%. 40 mg Nei Myndrannsóknir Einkennandi fyrir LEL eru útlægar íferðir á rönt- genmynd. íferðirnar geta verið í öðru lunganu en yfirleitt eru þær beggja vegna eins og sást hjá öllum sjúklingunum í okkar rannsókn. Oft er þeim lýst eins og spegilmynd af hjartabilun (4,6) og geta þær stundum verið flakkandi (migratory), aðeins þó í um fjórðungi tilfella (6). Þetta útlit er þó alls ekki alltaf til staðar og er ekki sértækt fyrir þennan sjúkdóm. Það getur sést í öðrum sjúkdómum eins og trefjavefslungnabólgu (organizing pneumonia), sarklíki (sarcoidosis) eða eósínófíl lungnabólgu sem orsökuð er af lyfjum. íferðirnar eru af lungnablöðrugerð, allt frá hélun (ground glass) yfir í þéttingar með loftberkjukorti (air bronc- hogram). Fleiðruvökvi er sjaldgæfur en getur sést. Öfugt við marga aðra millivefssjúkdóma bætir tölvusneiðmynd af lungum ekki miklu við rönt- genmynd til greiningar. Fleiri þéttingar sjást þó á tölvusneiðmynd og yfirleitt í báðum lungum auk einstaka hélunar sem sést ekki á hefðbundinni röntgenmynd af lungum. Þá geta verið til staðar eitlastækkanir í miðmæti (4,6). Blóðrannsóknir Yfirleitt eru eósínófílar yfir 1000/mm3 í blóði en þó þekkjast undantekningar (2). Sökk og CRP eru yfirleitt töluvert hækkuð eins og kom fram í okkar rannsókn. Heildar IgE er hækkað í um helmingi tilfella, sem endurspeglar ofnæmistilhneigingu margra sjúklinga (2). Ekki voru til upplýsingar um IgE í okkar sjúklingahópi. Berkju- og lungnablöðruskol Berkju- og lungnablöðruskol er mikilvægt til greiningar á LEL og sýnir rnikla aukningu á hlut- falli eósínófíla. Rannsóknir sýna hlutfall þeirra á milli 12-95 % (meðaltal 58%) (2). Fjöldi eósínófíla fellur mjög hratt í berkjuskoli eftir að sterameð- ferð er hafin (6). Öndunarmœlingar Bæði getur sést herpandi og teppt mynd í LEL eins og sást í okkar rannsókn. Eins og áður sagði endurspeglar teppan astmatilhneigingu hópsins. Ekki aðeins er astmi algengur fyrir greiningu á LEL heldur greinist einn af hverjum fjórum með astma síðar. Með meðferð verða öndunarmælingar eðlilegar hjá flestum en sumir sjúklingar mynda 114 Læknablaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.