Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 7
RIT8TJÓRNAR Öryggi sjúklinga í heilbrigðis- þjónustu á Islandi „íslensk heilbrigðisþjónusta er með því besta sem til þekkist“, og önnur hliðstæð ummæli er það sem allir vilja helst heyra þegar heilbrigðisþjónustu hér á landi ber á góma. Fagfólk og stjórnendur heilbrigðisþjónustunnar svo og almenningur gengur út frá því að þjónustan sé góð og jafnframt sjálfkrafa örugg. Þess vegna brá öllum í brún þegar skýrsla Institute of Medicine (IOM), To Err is Human var birt árið 1999. í þeirri skýrslu kom fram að ætla mætti að 44.000-98.000 einstaklingar í Bandaríkjunum létu lífið árlega af völdum óvæntra skaða eða atvika sem urðu við meðferð á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum (1). Fyrstu viðbrögðin voru skiljanlega undrun en einnig vantrú á að þetta ætti við rök að styðjast. A þeim tíma sem liðinn er frá birtingu þessar skýrslu hafa augu fólks opnast fyrir þessum stað- reyndum því Danmörk, Bretland, Astralía og Nýja Sjáland hafa beitt sömu aðferðafræði og notuð var við rannsókn IOM og komist að hliðstæðum niðurstöðum (2, 3). Þannig er nú almennt talið að eitthvað fari úrskeiðis við meðferð tíunda hvers sjúklings sem kemur á sjúkrahús (3). Læknisfræðileg fagtímarit fjalla sífellt meira um öryggi innan heilbrigðisþjónustunnar. I marsmán- uði árið 2000 og fjallaði BMJ eingöngu um hvernig draga mætti úr því að eitthvað færi úrskeiðis við meðferð sjúklinga og hvernig auka mætti öryggi innan heilbrigðisþjónustunnar. Landlæknir Breta sir Liam Donaldson hefur sagt þegar hann fjallar um öryggi heilbrigðisþjón- ustu að fimm hættulegustu orð sem heilbrigð- isstarfmaður getur látið sér um munn fara séu: “Þetta gæti ekki skeð hér”. Með því sé starfsmað- urinn að gefa til kynna að hann geri sér ekki grein fyrir hversu flókið og hættulegt vinnuumhverfi heilbrigðisþjónustunnar getur verið (3). Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur hrint af stað umfangsmiklu verkefni sem nefnt er: World Alliance for Patient Safety. Framkvæmdaáætlun verkefnisins er í tíu liðum og er þar tekið á veigamestu þáttum er lúta að öryggi heilbrigðisþjónustunnar (4). Þar er meðal annars lögð áhersla á spítalasýkingar, öryggi skurðaðgerða og nauðsyn rannsókna sem tengjast öryggi meðferðar. Mikil áhersla er lögð á aðkomu sjúklinga að öllu er varðar öryggi við meðferð þeirra. Skráning og úrvinnsla atvika þegar eitt- hvað fer úrskeiðis er ein af megináherslunum í framkvæmdaáætluninni þar sem það er talið geta dregið verulega úr því að hliðstæð atvik endurtaki sig eða að sjúklingur hljóti skaða af því þótt eitt- hvað misfarist. En hvernig höfum við íslenskir læknar brugðist við niðurstöðum fyrrgreindra rannsókna og tilmæl- um sem beint hefur verið til okkar varðandi þessa þætti? Umræða um öryggi innan faghópsins hefur ekki verið fyrirferðamikil eða áberandi. Það er eins margir gangi enn út frá því að þær staðreyndir sem fram koma í erlendum rannsóknum eigi ekki við hér á landi. Betur ef svo væri. En úr því fæst von- andi skorið í rannsókn sem Landlæknisembættið er nú að hefjast handa við um tíðni óvæntra skaða á sjúkrahúsum hér á landi. Vissulega eru merki um aukinn áhuga og skilning margra aðila á þessu viðfangsefni, það er að auka öryggi innan heilbrigðisþjónustunnar. Landlæknisembættið hefur til að mynda gefið út fjöldan allan af klíniskum leiðbeiningum og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra undirrit- aði fyrir stuttu samkomulag um þátttöku íslands í fjölþjóðlegu verkefni sem nefnist Hreinlœti og örugg heilbrigðisþjónusta haldast í hendur. Heilbrigðisyfirvöld eru að marka megináherslur til að efla gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu og nú þegar þetta er skrifað er að ljúka sérstakri ör- yggisviku á Landspítala. Tilgangurinn er að efla umræður um viðhorf og menningu í tengslum við gæði og öryggi þjónustunnar. Ég hvet lækna til að taka höndum saman við að leita allra leiða til að draga úr óvæntum skaða og auka öryggi innan heilbrigðisþjónustunnar (5). Það er fagleg skylda íslenskra lækna að vera í for- ystu í þessum málum. Heimildir 1) Kohn LT, ed, Corrigan JM, ed, Donaldson M, ed. To Err Is Human: Building a Safer Health System. Institute of Medicine, Washington DC 1999. 2) Leape LL. Institute of Medicine. Medical Error Figures Are Not Exaggerated. JAMA 2000; 284:95-7. 3) National Patient Safety Agency. Delivering Patient Safety: www.deliveringpatientsafety.com TVC Films Ltd; 2006 4) WHO. World Alliance for Patient Safety. www. who.int/ patientsafety. 2006 5) Pronovost PJ, Nolan T, Zeger S, Miller M, Rubin H. How can clinicians measure safety and quality in acute care? Lancet 2004; 363:1061-7. 6 R E I N A R Leifur Bárðarson Patient safety in Iceland Leifur Bardarson, M.D. Chief Medical Doctor, Depatment of Quality Assurance Landspitali University Hospital. Höfundur er barnaskurðlæknir og starfar á deilda gæðamála og innri endurskoðunar Landspítala. Læknablaðið 2007/93 179
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.