Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2007, Síða 9

Læknablaðið - 15.03.2007, Síða 9
RITSTJÓRNARGREINAR Áfengisstefna á íslandi Áfengi er aðalvímuefni íslendinga. Um leið og það slær birtu í brjóst mikils meirihluta landsmanna veldur neysla þess gífurlegum heilsufarslegum skaða. WHO hefur áætlað að yfir 9% af snemm- bærri fötlun/dauða megi rekja beint til áfengis (aðeins reykingar og hækkaður blóðþrýstingur valda meiri skaða) (1). Mikilvægt er að átta sig á að áfengi veldur ekki einungis skaða hjá þeim sem teljast áfengissjúkir heldur dreifist vandinn á miklu stærri hóp áfengisneytenda, aðstandenda og almennings. Pannig veldur áfengi hlutfalls- lega meiri skaða hjá ungu fólki, aðallega vegna slysa og sjálfskaða, en þeim eldri. Þegar litið er á þjóðfélagið í heild er sterk fylgni milli skaða og heildarmagns áfengis sem drukkið er (en sama á við um tíðni ölvunardrykkju og skaða af hennar völdum). Það er því mikið áhyggjuefni að áfeng- isneysla landsmanna hefur vaxið jafnt og þétt, rétt um 50% á síðustu 10 árum. Að þessu sögðu er augljóst að neysla áfengis hefur mikil áhrif á lýðheilsu landsmanna. Það er jafn augljóst að heilbrigðisyfirvöldum ber skylda til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að minnka skaðann sem áfengisdrykkja hefur í för með sér. Þau þurfa að hafa þekkingu á þeim leið- um sem rannsóknir hafa sýnt fram á að virka og ekki síður berjast fyrir að þær nái fram að ganga. Að mínu mati þarf sérstaklega að endurskoða og marka stefnu um hvernig minnka má heild- aráfengisneyslu og hvernig staðið er að áfeng- ismeðferð hér á landi. Það er óumdeilt í áfengisfræðum að hækk- un áfengisverðs og takmörkun aðgengis (fjöldi útsölustaða, aldurstakmark áfengiskaupa) eru langáhrifaríkustu leiðirnar til að minnka áfeng- isneyslu. Slíkar aðgerðir hafa áhrif á alla hópa áfengisneytenda og þeim fylgir minnkaður skaði sem er vel mælanlegur (2). Á íslandi, eins og á öðrum Norðurlöndum, var lengi vel rekin áfeng- isstefna í þessum anda en því miður hefur orðið á þessu mikill viðsnúningur. Raunverð áfengis lækkar stöðugt og vínveitingaleyfum fjölgar. Nú fæst bjórdós á sama verði og gos (100kr/330ml), bjór á öðrum hverjum skyndibitastað. Getur verið að þetta sé að hluta skýringin á aukinni drykkju? Margar rannsóknir styðja það. Nægir að nefna reynslu Finna. Árið 2004 var tekin ákvörðun þar um að lækka áfengisskatta þar sem opnast hafði aðgangur að ódýru áfengi frá Eistlandi. Áhrif? Áfengisneysla jókst um 10% á einu ári. Sama átti við um áfengisskaða eins og skorpulifur (30%) og slys vegna ölvunaraksturs (8%). Heildardán- artíðni vegna áfengis jókst stórlega (karlar 20%, konur 17%) og var hlutfallslega mest aukning hjá ungu fólki (35%) (3). Því rniður er verð- og aðgengisstýring óvinsæl meðal stjórnmálamanna og áberandi hluta al- mennings. Endurtekið eru lögð fram frumvörp á Alþingi um lækkun aldurs til áfengiskaupa og sölu í kjörbúðum í nafni frelsis. Sýnt hefur verið fram á að hvoru tveggja eykur drykkju, sérstaklega hjá unglingum. Það er bráð þörf á almennri vakn- ingu meðal ráðamanna og upplýsingu almennings um skaðsemi áfengis, rétt eins og hefur átt sér stað með reykingar. Stjórnmálamenn verða að sýna ábyrgð, það eru gömul sannindi að frelsi án ábyrgðar er lítils virði. Einnig er þörf á endurskoðun á áfengismeð- ferð á Islandi. Hingað til hefur meðferð á íslandi að miklu leyti sprottið úr grasrótinni. Þetta hefur marga kosti (til dæmis eldmóð brautryðjendanna) en einnig galla eins og takmarkaða breidd. Fólk í áfengisvanda er fjölbreyttur hópur. Leggja þarf vinnu í að greina þörf og síðan ákveða hvernig þjónustu þarf að veita og hver á að sinna henni. Nægir í því sambandi að nefna tvö dæmi um hópa sem ekki fá viðunandi þjónustu í dag. Fyrst eru einstaklingar með styttra genginn áfengisvanda. Hér er brýnt að greina snemma og veita vel skil- greinda stutta meðferð (brief intervention). Slík meðferð, oftast 2-4 stutt viðtöl, byggir á ákveðnum aðferðum (áhugahvetjandi viðtöl, upplýsingagjöf og fleira) og hefur komið sérlega vel út í árang- ursmælingum. Þessi greining og meðferðarvinna er best komin hjá heimilislæknum í heilsugæsl- unni, en aðkomu hennar þarf að skilgreina og styrkja. Fyrsta skrefið hefur nú verið stigið með tilvonandi birtingu klínískra leiðbeininga á vegum Landlæknisembættisins. Næst er að nefna þá sem glíma við alvarlega geðsjúkdóma og áfengisvanda. Margir þessara einstaklinga hafa ekki getu eða löngun til að hætta allri neyslu og á meðan svo er felst hlutverk heilbrigðisstarfsmanna aðallega í að minnka skaðann fyrir einstaklinginn, aðstand- endur og samfélagið. Meðferðarsamband þarf að vera til langs tíma, meðferðin einstaklingsmiðuð og á höndum fjölstétta fagteymis. Að lokum þarf þjónustan að færast af stofnunum og tengjast búsetuúrræðum með stuðningi. Heimildir 1. Rehm J, Room R, Monteiro M, Gmel G, Graham K, Rehn N, et al. Alcohol as a risk factor for global burden of disease. EurAddict Res 2003; 9:157-64. 2. Babor T. Alcohol: no ordinary commodity. Oxford University Press 2003. 3. Alcohol issues in Finland after accession to the EU: Consumption, harm and policy framework 1990-2005. Ministry of social affairs and health, Helsinki 2006. Bjarni Össurarson bjarnior@landspitali. is Alcohol Policy in Iceland Chief Psychiatrist Addiction Psychiatry Division of Psychiatry Landspitali University Hospital Hringbraut 101 Reykjavik Iceland Höfundur er geðlæknir á vímuefnadeild Landspítala. Læknablaðið 2007/93 181
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.