Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2007, Qupperneq 11

Læknablaðið - 15.03.2007, Qupperneq 11
FRÆÐIGREINAR / AFENGI Þáttur áfengis í komum unglinga á slysa- og bráðadeild Landspítala Þóroddur Bjarnason1 FÉLAGSFRÆÐINGUR Brynjólfur Mogensen2 LÆKNIR Dagmar Ýr Stefánsdóttir1 FJÖLMIÐLAFRÆÐINGUR Jóhann Ásmundsson' SAMFÉLAGS- OG HAGÞRÓ- UNARFRÆÐINGUR 'Háskólinn á Akureyri 2Landspítali, bráðadeild. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Þóroddur Bjarnason, Háskólanum á Akureyri. thorodd@unak.is Lykilorð; gagnaskráning, unglingadrykkja, slysatíðni. Ágrip Tilgangur: Skráning á slysa- og bráðadeild Land- spítala Fossvogi veitir mikilvægar upplýsingar um algengi og tíðni margvíslegra vandamála.Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta hversu áreiðanleg þessi skráning er þegar kemur að komum unglinga undir áhrifum áfengis á slysa- og bráðadeild. Aðferðir og gögn: Skráning á komum 14-16 ára unglinga á höfuðborgarsvæðinu á slysa- og bráða- deild Landspítala á árinu 2002 er borin saman við svör sama hóps við spurningalistakönnun í upp- hafi árs 2003. Borið er saman samræmi í skráningu sjúkrahússins og svörum nemendanna varðandi komur vegna slysa og ofbeldis annars vegar og hins vegar samræmi í skráningu og svörum hvað varðar komur þar sem áfengi kom við sögu. Niðurstöður: Nemendur segja í öllum tilvikum frá fleiri komum á slysa- og bráðamóttöku en skráðar eru hjá slysa- og bráðadeild Landspítala. Þessi munur er 4,2% (± 0,6%) í komum vegna slysa og 2,2% (± 0,2%) í komum vegna ofbeldis. Hvað varðar hlut áfengis í komum á slysa- og bráðadeild munar hins vegar 9,3% (± 0,4%) á skráningu sjúkrahússins (0,2%) og svörum nemenda (9,5%). Ályktun: Skráning slysa- og bráðadeildar Land- spítala veitir ekki áreiðanlegar upplýsingar um áfengisvandamál unglinga sem þangað leita. Liðlega tíundi hver unglingur á höfuðborgarsvæð- inu segist hafa komið á slysa- og bráðamóttöku vegna áfengisneyslu sinnar en skráning sjúkra- hússins á komum þar sem áfengi kom við sögu er aðeins um 1/60 af þeim fjölda. Inngangur Þótt áfengisneysla unglinga sé víðast bönnuð með lögum er hún snar þáttur í unglingamenn- ingu Vesturlanda. Árið 2003 höfðu að jafnaði þrír af hverjum fimm evrópskum skólanemum og helmingur bandarískra skólanema á 16. ári orðið drukknir einhvern tímann á stuttri lífs- leiðinni (1, 2). Áfengisneyslu íslenskra unglinga svipar mjög til neyslu jafnaldra þeirra í Evrópu og Bandaríkjunum en árið 2003 kvaðst rúmur helmingur íslenskra nemenda á 16. ári hafa orðið drukkinn um ævina (3). Neysla unglinga á áfengi veldur foreldrum, fag- ENGLISH SUMMARY Bjarnason Þ, Mogensen B, Stefánsdóttir DY, Ásmundsson J The Role of Alcohol Consumption in Adolescent Emergency Room Visits at Landspitali University Hospital, lceland Læknablaðið 2007; 93:183-87 Objective: The records of the emergency room of Landspitali University Hospital in lceland provide important information on the prevalence and incidence of various problems. The objective of this research is to evaluate the reliability of data concerning the visits of adolescents under the influence of alcohol. Data and methods: Records of visits to the Emergency Room of Landspitali University Hospital by 14-16 year old capital region adolescents are compared with the results of a survey in early 2003. The correspondence between hospital records and adolescent self-reports is compared to the correspondence between records and self-reports of the presence of alcohol in visits. Results: In all cases students report more emergency room visits than are recorded by Landspitali University Hospital. The difference is 4.2% (± 0.6%) in accident visits and 2.2% (± 0.2%) in violence visits. In the case of the presence of alcohol in visits the difference is 9.3% (± 0.4%) between hospital records (0.2%) and adolescent self-reports (9.5%). Conclusion: The records of Landspitali University Hospital are not a valid source of information on alcohol- related problems among adolescents. About one in ten adolescents in the capital region of lceland claim to have visited an emergency room because of their own alcohol consumption but hospital records of the presence of alcohol only include about 1/60 of that number. Keywords: hospital records, adolescence, alcohol-problems, injuries. Correspondence: Þóroddur Bjarnason, thorodd@unak.is Læknablaðið 2007/93 183
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.