Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2007, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.03.2007, Qupperneq 12
FRÆÐIGREINAR /ÁFENGI Tafla 1. Yfirlit um gögn rannsóknarinnar. Árgangar 1987 og 1988, allt landið Strákar Stelpur Samtals Þýði 1. desember 2002 skv. Hagstofu íslands 4606 4201 8806 Þátttakendur í ESPAD í mars 2003 3604 3364 6968 Komur á slysa- og bráöadeiid LSH 2002 727 447 1174 Einstaklingar á slysa- og bráðadeild LSH 2002 592 374 966 Árgangar 1987 og 1988, höfuðborgarsvæðið1' Strákar Stelpur Samtals Þýði 1. desember 2002 skv. Hagstofu íslands 2694 2476 5170 Þátttakendur í ESPAD í mars 2003 2046 1940 3986 Komur á slysa- og bráðadeild LSH 2002 671 413 1.084 Einstaklingar á slysa- og bráðadeild LSH 2002 538 342 880 1) Póstnúmer 101-150.170, 200, 201, 203, 210, 220, 221, 225, 270. fólki og stjórnmálamönnum talsverðum áhyggjum, enda getur hún haft margvísleg líkamleg, sálræn og félagsleg vandamál í för með sér. Áfengisneysla á stóranþáttíþremur helstu dánarorsökum unglinga á Vesturlöndum; ofbeldi, sjálfsvígum og slysum af völdum vélknúinna ökutækja (4). Á árunum 1986- 1995 létust 494 Islendingar af völdum áfengis- eða fíkniefnaneyslu, þar af voru 37 ungmenni, 19 ára eða yngri (5). Áfengisneysla spáir allvel fyrir um líkurnar á því að unglingar lendi í slysum (6), verði fórn- arlömb ofbeldis (7, 8) eða geri tilraunir til sjálfs- víga (9,10). Slík neysla eykur jafnframt líkurnar á því að þeir beiti aðra ofbeldi (11). Áfengisneysla eykur enn fremur líkurnar á ýmsum vandamálum síðar á lífsleiðinni, svo sem líffæraskaða (12), áfengissýki (13,14) og neyslu ólöglegra vímuefna (15,16). Þannig virðist áfengisdrykkja fyrir 13 ára aldur til dæmis spá fyrir um neyslu ólöglegra vímu- efna síðar á unglingsárum (17). Það er því ljóst að áfengisneysla er umfangsmikið og alvarlegt heil- brigðisvandamál meðal íslenskra unglinga sem nauðsynlegt er að gefa nánar gætur. Alvarlegar eitranir og slys af völdum áfeng- isneyslu koma í mörgum tilvikum fram á slysa- og bráðamóttökum sjúkrahúsa. Skráningar sjúkra- húsanna á ölvunarástandi ungmenna sem þangað leita aðstoðar veita því mikilvægar upplýsingar um útbreiðslu slíkra vandamála í þjóðfélaginu. I þessari rannsókn eru niðurstöður spurninga- listakönnunar meðal 14-16 ára unglinga á höfuð- borgarsvæðinu bornar saman við skráðar komur einstaklinga úr sama hópi á slysa- og bráðadeild Landspítala. Með þessum samanburði má meta (1) hvort unglingar veiti áreiðanlegar upplýsingar um atburði á borð við komur á slysadeild og (2) hvort skráning slysadeildar á komum unglinga undir áhrifum áfengis sé í samræmi við svör ungling- anna sjálfra. Með þessum samanburði má meta áreiðanleika þessara tveggja gagnagrunna og þátt áfengis í komum unglinga á slysa- og bráðadeild Landspítala. Aðferðir og gögn Upplýsingar um komur unglinga á slysa- og bráða- deild (SBD) Landspítala Fossvogi eru fengnar úr gagnagrunni Landspítala. Allar komur á SBD eru skráðar af móttökuritara eða hjúkrunarfræðingi í NOMESCO gagnagrunn um ytri orsakir áverka (18), sem gefur möguleika á skráningu umfangs- mikilla bakgrunnsupplýsinga, þar á meðal ástæðu komu, ástand við komu og hvort sjúklingur sé undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Eftir viðtal og skoðun læknis er saga og skoðun sjúk- lings skráð í sjúkraskrárgagnagrunn Landspítala. Læknabréf er yfirfarið og samþykkt af lækni. Skráning í NOMESCO er yfirfarin og leiðrétt í samræmi við læknabréf og bráðasjúkraskrár. Þessi rannsókn byggir á opinberum tíðnitöflum úr NOMESCO gagnagrunninum vegna barna fæddra 1987 og 1988 en ekki trúnaðarupplýsingum um tiltekna einstaklinga úr sjúkraskrá. Eins og sjá má af töflu I voru á árinu 2002 skráðar alls 1174 kornur 966 barna fæddra árin 1987 og 1988. Þar af voru 880 börn með lögheimili á höfuðborgarsvæð- inu. Evrópska vímuefnarannsóknin (European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs, ESPAD) er helsta uppspretta upplýsinga um neyslu evrópskra unglinga á áfengi, tóbaki og ólöglegum vímuefnum. Rannsóknin hefur þrisvar sinnum verið lögð fyrir skólanema í flestum lönd- um Evrópu (1,19, 20) og ísland hefur tekið þátt í henni í öll þrjú skiptin. Staðlaðir spurningalistar ESPAD voru lagðir fyrir alla nemendur í 10. bekk á Islandi sem mættir voru í skólann á fyrirlagn- ardegi í mars árin 1995, 1999 og 2003. Kennarar lögðu spurningalistann fyrir nemendur sína, en þeir innsigluðu svör sín í ómerkt umslög að útfyll- ingu lokinni. Sýnt hefur verið fram á að þessi þátt- taka kennaranna í fyrirlögn hefur ekki marktæk áhrif á svör nemenda (21). Árið 2003 var ESPAD spurningalistinn lagður fyrir alla nemendur í 9. og 10. bekk (3). Því er um þýðisrannsókn að ræða fremur en úrtaksrann- sókn í eiginlegum skilningi. Tekið er tillit til þess í útreikningi öryggisbila (confidence intervals) umhverfis hlutföll í úrtakinu með leiðréttingu fyrir endanlegt þýði (finite population correction) samkvæmt eftirfarandi formúlu þar sem þar sem p er hlutfall, N er fjöldi í þýði og n er fjöldi í úrtaki (22). Allir grunnskólar landsins samþykktu að taka þátt í rannsókninni, en þrír litlir skólar heltust úr lestinni við fyrirlögn. Nær allir nemendur sem 184 Læknablaðið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.