Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 18
FRÆÐIGREINAR / HEILSUEFLING amleg óþægindi eins og lýst er í fyrri rannsókn okkar á starfsfólki leikskóla (1). Þar er gerð grein fyrir áhættumati á vinnuum- hverfi og líðan starfsmanna hjá Leikskólum Reykjavíkur. Leikskólarnir voru flokkaðir í fjóra flokka byggðu á mati á vinnuumhverfi. Matið var síðan borið saman við niðurstöður spurningalista. Niðurstöðurnar sýna almennt mikla starfsánægju en einnig mikil líkamleg einkenni. Hávaði mælist of hár og vinnustellingar niður við gólf eru áberandi hjá öllum flokkum án tillits til vinnu- aðstæðna. Markmið með forvörnum á vinnustöðum er að starfsmenn verði ekki fyrir heilsutjóni, þeim líði betur og það dragi úr kvörtunum. Þannig rniða forvarnir á vinnustöðum að því að efla, varðveita, viðhalda og endurheimta heilsu vinnandi fólks og minnka vanlíðan og þjáningu (2). Enn þann dag í dag hefur ekki verið hægt að sýna fram á hvaða íhlutunaraðferð reynist best til að efla heilsu starfsmanna (3, 4). Því er nauðsyn að rannsaka venjulega vinnustaði sem lúta öllum þeim lögmálum vinnumarkaðarins sem vinnu- staðir gera. Þannig er hægt að afla raunhæfrar þekkingar á því hvaða aðgerðir í vinnuvernd og heilsueflingu skila árangri og reynast best (4,5). Rannsóknir á íhlutunum í vinnuumhverfi leik- skóla og áhrifum þess á líðan og heilsu starfsfólks eru ekki til.Tillögur um íhlutanir eru til í greinum sem fjalla um mat á vinnuumhverfi út frá líkam- legu álagi og ráðleggingar um aðbúnað á leikskól- um (6-8), en engar rannsóknir um áhrif íhlutunar á heilsu og öryggi starfsmanna á leikskólum (5). í nýlegri grein (5) voru starfsmenn spurðir um hvort þeir þurfi vinnuvistfræðilegar íhlutanir, þekki þær og hvort þær hafi verið gerðar á þeirra leikskóla. Starfsmenn svöruðu í 69% tilvika að ekki væri þörf á breytingum því búið væri að innleiða flestar íhlutanir. Meirihluti starfsmanna var áfram með líkamleg einkenni frá fleiri en einu svæði líkamans. Niðurstaða greinarinnar er að aðstæður og þau verkefni sem unnin eru á leikskólum þurfi nánari greiningu. Auk þess þurfi að skoða nánar aðferðir til að draga úr álagi og slysum (5). Svarhlutfall var hins vegar aðeins 31% í þessari rannsókn og því erfitt að alhæfa út frá niðurstöðum hennar. í verkefninu Heilsuefling á leikskólum í Reykjavík var gert ítarlegt mat á vinnuumhverfi og mati starfsmanna á eigin vinnuaðstöðu og lík- amlegri og sálfélagslegri líðan í leikskólunum sem sagt hefur verið frá áður (1). Þar er áhættumati lýst og skólunum 16 skipt upp í fjóra flokka eftir mati á vinnuumhverfi. Flokkur A samanstendur af tveim stórum skólum og fær matseinkunnina mjög gott vinnuumhverfi. I flokki B eru fimm skólar. Þeir fá matseinkunnina gott vinnuumhverfi. í flokki C eru einnig fimm skólar og þar er vinnuumhverfi metið nokkuð gott. Flokkur D samanstendur af fjórum litlum leikskólum og fær einkunnina sæmilegt vinnuumhverfi. Út frá þessum fjórum vinnumats- flokkum er lagt mat á samspil heilsu, líðanar og vinnuumhverfis starfsmanna á leikskólum í Reykjavík. I framhaldi af áhættumatinu (1) sem fólst í vinnuumhverfismati og mati starfsfólks voru gerðar umtalsverðar breytingar á vinnuum- hverfi, sem byggðu á niðurstöðum áhættumatsins. Breytingunum var fylgt eftir með fræðslu og þjálf- un. Yfirmenn Leikskóla Reykjavíkur lögðu fram mikla fjármuni til verka. Árin 2001 og 2002 urðu miklar skipulags- breytingar á leikskólum í Reykjavík. Fimm ára börnum fjölgaði úr átta í tíu fyrir hvert stöðugildi og lágmarks brúttórými fyrir hvert barn samtímis lækkaði úr 7m2 í 6,5m2 (9). Þetta leiddi til þess að börnum fjölgaði um 270 á leikskólum í Reykjavík auk fjölgunar starfsmanna. Hjá leikskólum í flokki A fjölgar börnunum mest og minnst í flokki D og hinir eru þar á milli. Þessar breytingar eru utanaðkomandi þættir og voru ekki hluti af þeirri tilraun sem lagt var af stað með árið 2000. Þegar rannsóknir á vinnuumhverfi eru gerðar er verið að meta heilbrigði vinnustaða og ekki er hægt að stjórna ytra umhverfi sem breytist í sífellu og er háð þáttum sem rannsakendur hafa ekki möguleika á að hafa undir sinni stjórn. Markmið er að taka vinnustaðina fyrir eins og þeir eru. Áhrifabreytur verkefnisins verða því bæði breyt- ingarnar sem voru hluti af vinnuverndar- og heilsueflingarverkefninu og líka fjölgun barna á hverjum leikskóla. I ljósi þessa gafst möguleiki á að rannsaka, með tveggja ára eftirfylgd á leikskólunum sem þátt tóku, hvort íhlutun í formi fyrsta stigs forvarna hafi áhrif á líðan og vinnuumhverfi starfsmanna. Við væntum þess að þessar aðgerðir leiði til betri aðbúnaðar og betri líðan starfsmanna eins og markmið verkefnisins sagði fyrir um. f þessu verk- efni er vinnuumhverfið tekið fyrir sem heild en ekki er um einstaklingsbundna íhlutun að ræða. Sú aðferðafræði sem notuð er hér, það er að rann- saka hvernig starfsmönnum líður og gera mat á vinnuumhverfi sem síðan er fylgt eftir með íhlutun á vinnuumhverfi og fræðslu, er í anda áhættumats- greiningar eins og nýju vinnuverndarlögin gera ráð fyrir (10). Hér er lýst seinni hluta ferlisins, mati á árangri íhlutunar á hinum fjórum flokkum leikskólanna. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurning- um með tilliti til vinnumatsflokkanna fjögurra sem kynntir hafa verið áður og sagt er frá hér að ofan. 1. Jafnar íhlutun mun á aðbúnaði milli leikskóla? 190 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.