Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2007, Side 31

Læknablaðið - 15.03.2007, Side 31
YFIRLITSGREIN / NÝRNASJÚKDÓMAR nýrnasjúkdómi sem hafa valdið erfiðleikum en einnig er nokkur óvissa í greiningu þar sem kreat- ínín í sermi er frekar ónákvæmur mælikvarði á nýrnastarfsemi (5) auk þess sem aðferðir sem not- aðar eru við mælingu kreatíníns hafa ekki verið nægilega vel staðlaðar milli rannsóknarstofa (6). Síðustu ár hefur því verið mikil vakning í átt að því að skilgreina betur langvinnan nýrnasjúkdóm og leita nýrra aðferða til að meta nýrnastarfsemi ásamt því að staðla kreatínínmælingar. Örugg greining er forsenda þess að hægt sé að koma við meðferð er miðar að því að fyrirbyggja lokastigs- nýrnabilun sem er sívaxandi baggi á samfélaginu. Nýjar skilgreiningar langvinns nýrnasjúkdóms Almennt er talið að gaukulsíunarhraði (GSH) sé besti mælikvarðinn á nýrnastarfsemi. Eðlilegur GSH er 90-120 ml/mín./l,73 m2. í nýlegum leið- beiningum frá Bandarísku nýrnasamtökunum (National Kidney Foundation) er lagt til að GSH verði hafður til grundvallar við mat á nýrnastarfsemi (7). Samkvæmt þessum leiðbein- ingum er langvinnur nýrnasjúkdómur skilgreind- ur sem GSH undir 60 ml/mín./l,73 m2 og/eða merki um skemmdir í nýrum er greinast með þvag- eða myndgreiningarrannsóknum, til dæmis blóð- eða próteinmiga, í þrjá mánuði eða lengur. Langvinnum nýrnasjúkdómi er skipt í fimm stig eftir GSH (tafla I). Þannig er stig 1 eðlilegur GSH eða yfir 90 ml/mín./l,73 m2 en nýrnasjúkdómur greinist vegna merkja um nýrnaskemmdir við þvag- eða myndgreiningarrannsókn, til dæmis próteinmigu. Stigi 5 er náð þegar GSH er kominn niður fyrir 15 ml/mín./l,73 m2 en þá telst nýrnabil- un komin á lokastig. Mat á nýrnastarfsemi Þó að mælt sé með að nota GSH til að greina og stiga langvinnan nýrnasjúkdóm, er bein mæl- ing hans, til dæmis með mati á ísótópaúthreinsun (125I-joðþalamat eða 51Cr-EDTA), dýr og tímafrek og ekki vel fallin til nota í daglegu klínísku starfi. Einnig er mæling á kreatínínúthreinsun í sól- arhringsþvagi óáreiðanleg þar sem skekkjur í framkvæmd þvagsöfnunar eru oft verulegar. Nýlegar rannsóknir benda til að jöfnur sem hægt er að nota til að reikna út GSH veiti jafnvel betri nálgun að raunverulegum GSH en mat á kreat- ínínúthreinsun (8,9). Kreatínín Mæling á styrk kreatíníns í sermi hefur í gegnum tíðina verið notuð til að meta starfsemi nýrna. Tafla II. Kreatínínjöfnur til notkunar viö mat á nýrnastarfsemi. Jafna Útkoma MDRD-jafna GSH = 175 x (S-kreatínín/88,4)-1’154 x aldur0'203 (x 0,742 ef kona) (x 1,21 ef svartur) GSH, ml/mín./l,73 m2 Cockcroft-Gault- jafna (140-aldur) x þyngd (kg) (x 0,85 ef kona) S-kreatínín x 0,81 Kreatínínúthreinsun, ml/mín. Kreatínín er í Mmól/I. Skammstafanir: GSH, gaukulsíunarhraöi; MDRD-jafna, Modification ofDiet in Renal Disease Study-jafna; S-kreatínín, kreatínín í sermi. Kreatínín er amínósýruafleiða með massa 113 D. Það síast greiðlega í gauklum og seyting þess í nærpíplum er ekki ýkja mikil undir venjulegum kringumstæðum. Kreatínínúthreinsun í þvagi svipar því til GSH. Það er þó ýmsum vandkvæðum bundið að reiða sig á kreatínín þar sem aðrir þættir hafa áhrif á sermisþéttni þess. Má þar helst nefna vökvaástand einstaklingsins, vöðvamassa, aldur og kyn en einnig kjötneyslu og ýmis lyf, til dæmis trímetóprím (5). Þá er mæling kreatíníns í sermi ekki nægilega næm því það hækkar ekki að ráði fyrr en GSH hefur minnkað um meira en 50%. Algengustu aðferðirnar til að mæla kreat- ínín í sermi hafa verið svokölluð Jaffé-aðferð og ensímaðferðir (6). Jaffé-aðferðin mælir einnig svonefnd kreatínínlíki (pseudocreatinines) og ofmetur því kreatínín um 10-20% hjá heilbrigðum einstaklingi. Ensímaðferðirnar mæla ekki þessi kreatínínlíki og ofmeta því ekki kreatínín í sermi. Viðmiðunarmörk ensímaðferðanna eru 50-90 pmól/1 fyrir konur og 60-100 pmól/1 fyrir karla samanborið við 60-100 gmól/1 fyrir konur og 70- 120 gmól/1 í tilviki Jaffé-aðferðar. Kreatínínjöfnur Til að öðlast nákvæmara mat á GSH með mæl- ingum kreatíníns f sermi hafa verið þróaðar jöfnur sem taka tillit til sumra framangreindra þátta. Mest hefur hin svonefnda Cockcroft- Gault- jafna verið notuð (tafla II) en hún spáir fyrir um kreatínínúthreinsun og innifelur auk kreatíníns, aldur, þyngd og kyn (10). Nýlega kom fram önnur jafna sem þróuð var út frá mælingum kreatíníns og 125I-joðþalamatúthreinsunar hjá 1628 einstaklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm en þeir voru þátttakendur í bandarískri rannsókn er nefndist Modification of Diet in Renal Disease Study (MDRD) og var framkvæmd fyrir 15-20 árum. Þessi jafna innifelur fjórar breytur, kreat- ínín, aldur, kyn og kynþátt (11). Hún virðist vera heldur áreiðanlegri en Cockcroft-Gault-jafnan og hefur verið að ná fótfestu. Hún hefur þó þann ókost að vera flókin og lítt fallin til hugareiknings líkt og Cockcroft-Gault-jafnan. Það sem einkum Læknablaðið 2007/93 203

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.