Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2007, Page 43

Læknablaðið - 15.03.2007, Page 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁRÖSKUN „Stéttin er að eldast hægt og bítandi en við höfum ekki góða yfirsýn yfir hve margir eru nú í sérnámi í geðlækningum. Á síðustu fimm árum hafa jafnt og þétt nýir ungir sérfræðingar bæst í hópinn og von á fleirum á þessu ári. Geðlækningar eru stór og fjölbreytt sérgrein sem gerir hana aðlaðandi og eru að þróast frá því að vera meira „einmenningslækningar" ef svo má segja, yfir í teymisvinnu með öðrum fagstéttum. Læknanemar sem koma til okkar eru almennt mjög áhugasamir og vonandi tekst okkur að gera starfið aðlaðandi í þeirra augum. Þeir sem fara í geðlækningar eru almennt húmanistar, með áhuga fyrir fólki, lífs- hlaupi þess og örlögum, enda hef ég alltaf talið það forréttindi geðlækna að fá að skyggnast inn í líf annarra og læra af því. Það er möguleiki á að að stunda sérnámið í geðlækningum hér heima en flestir starfandi geðlæknar hafa lært erlendis. Nokkrir hafa nýtt sér að fara í prógram hér heima og farið beint í sérfræðingsstöðu á spítalanum að því námi loknu. Þá eru nokkrir sérfræðingar er- lendis sem vonandi skila sér heim með tíð og tíma. Einhverjar deildalæknastöður eru ómannaðar. Flestir geðlæknar á íslandi vinna á Landspítala, eru helgir eða í hlutavinnu, en það eru líka all- nokkrir geðlæknar sem kjósa að vinna sjálfstætt á stofu út í bæ en auk geðdeildar Landspítala er starfandi geðdeild á FSA og réttargeðdeildin á Sogni, með einn geðlækni.” Talið berst nú að andlegu ástandi íslendinga. Geðheilbrigði þjóðarinnar. Hvernig er því háttað? „Það er nú erfitt að fullyrða nokkuð um það. Fólk er mun duglegra að leita sér aðstoðar nú á tímum og vill bætt lífsgæði. Aukin aðsókn í með- ferð þarf ekki að þýða aukna tíðni á sjúkdóm- unum. Það endurspeglar frekar betra aðgengi að meðferð, bættan efnahag fólks og aukna meðvit- und um geðraskanir. Alvarlegustu geðsjúkdóm- arnir eins og geðklofi og geðhvörf eru í sömu hlutföllum með þjóðinni og hafa haldist nokkuð svipað. Hins vegar virðast hinir svokölluðu lífs- stflstengdu geðsjúkdómar, kvíði, streita, kulnun, átraskanir, fíknisjúkdómar af alls kyns toga, vera meira áberandi." Þverfaglegt teymi um átraskanir Og þá erum við komin að þvísem þú hefur verið að fást við sérstaklega. „Já, eftir að hafa verið í almennum geðlækning- um í mörg ár þá hef ég síðastliðin fimm ár sérhæft mig í átröskunum sem má segja að sé undirsér- grein innan geðlæknisfræðinnar. Fyrir ári síðan fékkst aukafjárveiting frá heilbrigðisráðuneytinu til að setja upp og reka þverfaglegt teymi hér á göngudeild í meðferð við átröskunum, en fyrir því hafði verið barist í mörg ár. Þetta hafðist loks í gegn og nú er komin rúmlega eins árs reynsla á þetta starf. í teyminu eru auk mín, sálfræðingur, félagsráðgjafi, hjúkrunarfræðingar og tveir starfs- menn sem vinna á dagdeildinni, listmeðferð- arfræðingur og næringarfræðingur. Þannig að ég hef verið mjög upptekin af því að byggja þetta starf upp síðastliðið ár.“ Hvernig starfar teymið? „Við tökum við tilvísunum frá öðrum fag- aðilum og köllum fólk inn í greiningarviðtal í göngudeild og veljum í kjölfarið meðferð í samráði við skjólstæðing. Við lítum á okkur sem „tertier“ teymi og við viljum fá erfiðari tilfellin til okkar og einbeita okkur að því þróa meðferðarúrræði fyrir þann hóp.“ Með átröskun er átt við einstaklinga sem stríða við lystarstol eða lotugrœðgi (anorexiu/bulimiu). Geðdeild Landspítala. Læknablaðið 2007/93 215

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.