Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2007, Qupperneq 47

Læknablaðið - 15.03.2007, Qupperneq 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SJÚKLINGAÖRYGGI Magnús Pétursson forstjóri Landspítala, Margrét Björnsdóttir deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Ólafur Ólafsson fyrrv.landlœknir, Sir Liam Donaldson land- lœknir Bretlands, Davíð Gunnarsson ráðuneytisstjóri heil- b rigðisráðun eytisins. Hugarfarsbreyting Aðspurður í lok málþingsins um hvað hann teldi mikilvægast varðandi öryggi sjúklinga sagði Sir Liam að auka þyrfti skilning á eðli og umfangi vandamálsins meðal allra þeirra sem koma að læknis- og heilbrigðisþjónustu. „Fólk er enn ekki að átta sig á því að þegar mistök eiga sér stað, sjúklingur deyr jafnvel, þá er það ekki einangrað tilfelli heldur eru ástæðurnar almennar og finnast víða í heilbrigðiskerfinu. Ef við komum auga á þessar ástæður og tökumst á við þær þá eru líkur á því að okkur takist að komast fyrir þær.” Er óttinn við að viðurkenna mistök eitt af vandamálunum? „Eg tel að það sé eiga sér stað hugarfarsbreyt- ing. Heilbrigðisstarfsmenn eru að átta sig á því að viðurkenning á mistökum þarf ekki að vera alfarið neikvæð. Pað hjálpar reyndar ekki til við þessa hugarfarsbreytingu að fjölmiðlar fjalla yfirleitt á mjög neikvæðan hátt um óhöpp og mistök sem verða í heilbrigðisþjónustunni. Þeir leita yfirleitt alltaf að sökudólgi og vilja framkvæma opinbera aftöku og það veldur því að heilbrigðisstarfsmenn eru hræddir við að viðurkenna mistök og reyna jafnvel að breiða yfir þau. Eg er samt bjartsýnn og tel breytingar á hugarfari vera í farvatninu.” Hreinlæti og örugg heilbrigðisþjónusta haldast í hendur Undirritun yfiriýsingarinnar Hreinlæti og örugg heilbrigðisþjónusta haldast í hendur (Clean Care is Safer Care) felur í sér ákveðna skuldbindingu af Islands hálfu um að taka þátt í að vinna að fækkun sýkinga, sem eiga upptök sín í heilbrigðisþjónustu með ákveðnum aðgerðum, svo sem: • Viðurkenna ógn sýkinga, sem eiga upptök sín í heilbrigðisþjónustu • Þróa stöðugan áróður á landsvísu til að bæta handþvott meðal heilbrigðisstarfs- manna • Bæta aðgengi áreiðanlegra upplýsinga um sýkingar, sem eiga upptök sín í heil- brigðisþjónustu til að geta gripið til viðeigandi ráðstafana • Deila reynslu og ef viðeigandi upplýsingum með Alþjóðaheilbrigðismálstofnuninni, Heimssamtök tengd öryggi sjúklinga • íhuga að nota verklagsreglur og vinnuleiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðis- málstofnunarinnar til að berjast gegn sýkingum, sem eiga upptök sín í heil- brigðisþjónustu, s.s. varðandi handþvott, blóðgjafir, sprautugjöf, bólusetningar, klínískar aðgerðir, notkun vatns, hreinlæti og förgun úrgangs Jafnframt felur yfirlýsingin í sér skuldbindingu til að vinna með heilbrigðisstarfsfólki og þeirra samtökum til þess að: • Efla fagleg vinnubrögð til að draga úr hættu á sýkingum sem eiga upptök sín í heilbrigðisþjónustu • Hvetja til frekari samvinnu rannsóknarstofnana, háskóla og annarra skóla þar sem menntun heilbrigðisstétta fer fram svo og heilbrigðisstofnana til að tryggja full not fyrirliggjandi þekkingar á sýkingum, sem eiga upptök sín í heilbrigðis- þjónustu • Hvetja yfirstjórnendur til að styðja og efla lykilstarfsfólk í að vera fyrirmyndir við að innleiða aðferðir til að sporna við sýkingum, sem eiga upptök sín í heilbrigðis- þjónustu. Tekið af vef landlæknisembættisins www.lamllaekmr.is Læknablaðið 2007/93 219
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.