Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2007, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.03.2007, Qupperneq 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNADAGAR Hávar Sigurjónsson Læknadagar 2007 - rætt við Örnu Guðmundsdóttur formann Fræðslustofnunar LÍ Læknadagar 2007 fóru fram með miklum ágætum dagana 15.-19. janúar og var það í 13. sinn sem dagarnir eru haldnir. Margt hefur þó breyst í ár- anna rás frá því í upphafi er Læknadagar voru eins konar námskeið fyrir deildarlækna fyrst og fremst og hefur síðan sprengt utan af sér húsnæði í þrígang, fyrst húsnæði LÍ, síðan Hótel Loftleiðir, og undanfarin fjögur ár á Hótel Nordica þar sem salarkynni hafa nægt til þessa en að sögn Örnu Guðmundsdóttur formanns Fræðslustofnunar LÍ sprengdi dagskráin og aðsókn það húsnæði nánast utan af sér í ár og fyrir dyrum stendur að finna nýtt húsnæði undir Læknadaga að ári. „Þetta er stærsta íslenska læknaþingið sem haldið er hérlendis og ólíkt erlendum læknaráð- stefnum að mörgu leyti, séríslenskt fyrirbrigði eig- inlega, þar sem við erum ekki að birta eigin rann- sóknarniðurstöður, heldur eru eingöngu fyrirlestr- ar og yfirlitserindi. Efnið er líka fjölbreyttara og margbreytilegra sem gerir þetta nokkuð sérstakt, mikill fjöldi sérgreina er kynntur og það gerir þetta að mikilvægu stefnumóti íslenskra lækna úr hinum ýmsu sérgreinum. Það er mjög mikilvægur þáttur Læknadaga sem ekki má vanmeta. Þetta er eitt af því sem verður að hafa í huga þegar verið er að þróa Læknadagana, að þeir snúast ekki bara um faglega læknisfræði heldur og ekki síður um stéttarvitund og samstöðu læknastéttarinnar. Þetta er í rauninni eini slfki vettvangurinn sem íslenskir læknar hafa til þess. Að hittast og skyggnast um leið inn í sérgreinar annarra sérfræðinga, sjá hvað þeir eru að fást við.” Aðspurð um hvað henni hafi fundist einkenna Læknadaga í ár umfram annað segir Arna að áherslan á lýðheilsu og heilsupólitík hafi verið áberandi og ánægjuleg. „Það er mjög mikilvægt fyrir lækna að láta í sér heyra og liggja ekki á skoðunum sínum um þessi mál. Ég hef til dæmis fullan hug á því að leggja enn meiri áherslu á næstu Læknadögunt á samskipti lækna og fjölmiðla, hvernig læknar eigi að nýta sér fjölmiðla og koma sér og sínum sjónarmiðum á framfæri við almenn- ing í gegnum fjölmiðlana. Það brennur svolítið á okkur og læknar eru hreinlega ekki nógu góðir í þessu.” Finnst þér lœknar almennt ekki nógu sýnilegir í fjölmiðlum? „Já, því miður verð ég að segja það. Og það er að hluta okkur sjálfum að kenna. Við höfum ekki verið nógu dugleg að koma okkur á fram- færi. Við höfðum fullan hug á því að koma efni Læknadaganna á framfæri við fjölmiðla í ár en það mistókst hrapallega. Það var ekki ein einasta frétt sem fjallaði um eitthvað af því fjölmarga frétt- næma og fróðlega efni sem þar kom fram. Þarna var 900 manna þing, með fjölda fyrirlesara, þar af um 20 erlenda sem allir eru fremstir á sínu sviði og ekkert birtist í fjölmiðlum. Þarna hefði sannarlega mátt gera betur og verður gert betur næst.” Hefurðu skýringu á því hvers vegna lœknar eru ekki sýnilegri en raun ber vitni? „Hluti skýringarinnar er eflaust sá að áhugi fjölmiðla virðist fremur beinast að óhefðbundnum lækningum heldur en beinlínis læknavísindum. Margir læknar eru líka af einhverjum ástæðum tregir til að koma fram í fjölmiðlum, það er eins og við séum hrædd við að koma fram og tala manna- mál við almenning því stundum er einsog við teljum okkur þurfa að lesa allar nýjustu vísinda- greinarnar og slá alla hugsanlega faglega varnagla, þegar spurningin snýst ofur einfaldlega um að við segjum skoðun okkar á tilteknu fyrirbæri.” Arna segir að dagskrá Læknadaganna byggist á því efni sem læknar senda inn. „Það hefur sýnt sig að efnið er það vel undirbúið og vel unnið að ekki þarf að gera athugasemdir við það efnislega. Læknar eru bara orðnir það vanir að setja sitt efni fram á faglegan og vandaðan hátt að ekki þarf af hafa áhyggjur af því. Fjölbreytni þings- ins stafar einnig af þessu að við biðjum ekki um neitt tiltekið efni og setjum ekki fyrirfram neitt þema. Það er markviss stefna okkar. Þetta er sann- arlega stefnumót og upplýsingaveita fyrir íslenska læknastétt. Það kemur svo af sjálfu sér að efni sem kannski var áberandi eitt árið og margir fjölluðu um verður minna áberandi næsta ár vegna þess að þeir hinir sömu sjá ekki ástæðu til að flytja sama fyrirlesturinn tvö ár í röð. Síðan kemur það kannski upp aftur þriðja árið þegar ástæða er til að vekja athygli á nýjungum og þróun sem átt hefur 220 Læknablaðið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.