Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2007, Síða 91

Læknablaðið - 15.03.2007, Síða 91
HUGLEIÐING HÖFUNDAR / LÆKNISLEIKUR Læknisleikur Mér verður stundum hugsað til sögu af gömlum félaga mínum Jóni Thoroddsen, syni þeirra Drífu heitinnar Viðar málara og rithöfundar og Skúla heitins Thoroddsens sem var læknir. Jón svar- aði stundum í heimilissímann sem krakki eins og gengur og stundum voru það sjúklingar að leita ráða hjá lækninum sínum, en líf Skúla á þessum árum var ein samfelld læknavakt. Fyrir kom að Skúli var ekki heima en slík var trú sjúklinganna á læknagenunum að þeir spurðu þá bara drenginn í staðinn, sem svaraði vitaskuld eftir bestu getu - og hefur kannski heyrt föður sinn gefa góð ráð og leiðbeiningar í símanum. Nema hvað: íslendingar mega helst ekki sjá börn án þess að spyrja undir eins hvað þau œtli að verða þegar þau verði stór, enda hefur bernskan löngum verið talin hér á landi einhvers konar limbó sem einstaklingar eru í á meðan þeir bíða þess að verða eitthvað raunverulegt. Hann Nonni litli átti gott svar við þessari eilífu spurningu: „Ætli maður verði ekki bara læknir,“ sagði hann og dæsti ögn mæðulega: „Maður kann hvort sem er ekkert annað.“ Hann varð ekki læknir heldur heimspekingur - sem er það fólk sem fæst við spurninguna um það hver við erum - og kennari - sem er það fólk sem fæst við það sem við kunnum. I aðra röndina svaraði Nonni litli eins og hver annar stoltur vörubílstjórasonur - ég ætla að verða það sem pabbi er - en í hina röndina svarar hann eins og einstaklingur sem hefur þegar verið út- hlutað hlutskipti: maður kann hvort sem er ekkert annað. Hvað kunni hann? Kannski kunni hann að segja: Þú skalt bara reyna að halda kyrru fyrir og ekki ofreyna þig. Kannski sagði hann: Þú verður að taka lýsi... Og kannski sagði hann: Þú skalt mœla stelpuna og ef hún er með yfir 37 þá er hún með hita... Ég er ekki viss um að hann hafi sagt: Gefðu barninu eina teskeið af rauðu mixtúrunni en hitt þykist ég nokkuð viss um að hann hefur verið að leika sér. Það er nefnilega það sem börn kunna og eiginlega ekkert annað. Vel heppnuð bernska er samfelldur leikur og samfellt nám, því þetta tvennt verður naumast slitið sundur hjá barni sem fær að vera barn. Hann var í læknisleik og þar með kunni hann að vera læknir. Ef til vill hefur hann kunnað nokkrar einfaldar setningar sem hann hefur heyrt pabba sinn segja við fólk og hann hefur kunnað að segja þær með þeirri traustvekjandi mýkt í málrómnum sem allir góðir læknar hafa til að bera. Hann hefur meira að segja jafnvel hugsanlega kunnað að segja hugsi mmmhmm eins djúpum rómi og hann gat á meðan sjúklingurinn rakti raunir sínar. Og þar með var hann læknir. Mér verður stundum hugsað til þessarar sögu. Mér varð til dæmis hugsað til hennar nýlega þegar ég horfði á helsta fréttaauka landsmanna, Kastljósið, þar sem Trausti Valdimarsson, sér- fræðingur í meltingarsjúkdómum, mátti rökræða stólpípur við Jónínu Benediktsdóttur íþróttakenn- ara, eins og þau væru jafningjar í þekkingu á öllum hlykkjum og útskotum meltingarvegarins og jafn bær til umferðarstjórnunar þar,og hún vissijafnvel eitt og annað um þetta sem honum væri hulið. Nú hafa Islendingar löngum vitað fátt skemmtiiegra en gamansögur um verkfræðinga sem vissu ekki eitthvað um eitthvað brúarstæði sem bóndinn á bænum vissi af reynslu sinni og því fræga brjóstviti sem þjóðin virðist almennt telja að hún hafi til að bera umfram aðra og veiti henni djúpa innsýn í ótrúlegustu fræði: íslendingar hafa takmarkalausa trú á nánast guðlegu innsæi sínu gagnvart ótrúleg- ustu verkefnum, en samt eru því takmörk sett hvað þeir telja sig ráða við. Það er til dæmis lítið um sjálfboðaliða í flugumferðastjórn. Við sjáum sjaldan menntaða flugumferðastjóra rökræða um fag sitt við fólk úti í bæ sem telur sig vita betur hvernig beri að haga umferðarstjórn háloftanna. En fólkið langar hins vegar í læknisleik. Þegar kemur að læknisfræðinni eru furðu margir ekki vaxnir upp úr hlutverkjaleikjunum. Stólpípuráðleggingar íþróttakennara sem blæs á allt sem sérfræðingur í meltingarvegi og saur- lifnaði þar hefur að segja eru bara eitt dæmi úr langri sögu skottulækninga á Islandi. Af hverju eru ómenntaðir sérfræðingar í sjúkdómum og lík- amsstarfsemi hér á annarri hverri þúfu? Kannski er það dulúðin sem löngum hefur umlukið lækn- isfræði - galdralegar launhelgarnar sem læknar nota til að aðskilja sig fákunnandi múgnum: lat- ínutuldur, ólæsileg rithönd og hvítir sloppar... Kannski er ómótstæðilegt að öðlast vald yfir annarri manneskju með því að hlutast til um lík- amsstarfsemi hennar... Kannski finnst okkur að við hljótum að hafa vit á eigin líkama: ég hlýt að vita að minnsta kosti jafn mikið um verkinn í mínu eigin prívatbaki og einhver annar, þótt sá skreyti sig og spjátri með einhverjum fínum gráðum ... En í rauninni snýst þetta allt um tvær sagnir: að vera og að kunna og samhengið þar á milli: maður er það sem maður kann. Þetta gleymist stundum. Guðmundur Andri Thorsson Guðmundur Andri Thorsson (1957) býr á Álftanesi. Nam íslensku og bókmenntafræði við HÍ. Hann var blaðamaður og bókmenntagagnrýnandi á DV og Þjóðviljanum, ritstjóri Tímarits Máls og menningar 1986-1989 og hjá Máli og menningu 1989-2003. Hann hefur rimsiramsað í RÚV sl. þijá áratugi og skrifað pistla í blöð og tímarit. Fyrsta skáldsaga Guðmundar Andra, Mín káta angist, kom út 1988, því næst komu út íslenski draumurinn, íslandsförin og Náðarkraftur 1996. Hann hlaut Menningarverðlaun DV fyrir íslenska drauminn 1991, og tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir íslenska drauminn 1991 og íslandsförina 1996. - Guðmundur Andri er söngvari í hljómsveitinni Spöðunum sem gáfu út diskinn Stundaglasaglaumur fyrir síðustu jól, þeir unna fortíðinni og syngja m.a. um Gretti Ásmundsson, rússajeppa viðreisnaráranna og drykkinn Asna. Læknablaðið 2007/93 263 Ljósmynd: Spessi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.