Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2007, Side 57

Læknablaðið - 15.11.2007, Side 57
Ásta Dís Óladóttir dósent á Bifröst. Hávar Sigurjónsson U M R Æ Ð U R O G FRÉTTIR MEISTARANÁM Meistaranám í stjórnun heilbrigðisþjónustu - viðtal við Ástu Dís Óladóttur á Bifröst Háskólinn á Bifröst mun frá og með næstu ára- mótum bjóða upp á nýtt meistaranám í stjóm- un heilbrigðisþjónustu. Umsjón með náminu hefur Ásta Dís Óladóttir dósent á Bifröst og framkvæmdastjóri InPro, og segir hún að stjóm- endanámið hafi verið verið í undirbúningi í all- nokkurn tíma. „Þessi hugmynd sem nú er orðin að veruleika kviknaði fyrir alvöm fyrir tveimur árum síðan. Hún þróaðist svo frekar þegar ég heimsótti Falck Health Care og CityAkuten í Stokkhólmi og hitti þar fólk sem hefur menntað sig í stjómun heilbrigðisþjónustu," segir Ásta Dís. „Til þess að skilgreina nánar fyrirkomulag og námsframboð var skipað fagráð valinna einstaklinga sem þekkja vel til heilbrigðisþjón- ustu bæði á Islandi og í öðrum löndum. Þau eru Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarforstjóri Sóltúns, Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri í Heilbrigðisráðuneytinu, Birgir Jakobsson, for- stjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, Gísli Einarsson yfirlæknir og fv. framkvæmdastjóri kennslu, vísinda og fræða á Landspítala, María Ólafsdóttir, heilsugæslulæknir Miðbæ og jafn- framt yfirlæknir InPro og Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans." Námið er byggt upp með 12 námskeiðum, auk lokaverkefnis. „Verkefnið getur bæði verið rannsóknarritgerð um tiltekið efni, sem og viða- mikil viðskiptaáætlun um stofnun fyrirtækis á heilbrigðissviði og/eða að veita nýja heilbrigð- isþjónustu á tilteknum markaði. Nemendur vinna verkefnið í samráði við leiðbeinanda sinn. Kennarar eru innlendir og erlendir sérfræðingar á sviði heilbrigðismála og viðskipta. Með góðu samstarfi við erlenda háskóla verður tryggt að námið standist fullkomlega alþjóðlegan sam- anburð." Aðspurð um þörfina á slíku námi segir Ásta Dís að þjónusta á sviði heilbrigðismála sé ört vax- andi þáttur í nútíma samfélagi sem nái m.a. til hefðbundinna lækninga og umönnunar á sjúkra- húsum og stofnunum. „Margháttuð fyrirbyggj- andi starfsemi er hluti af heilbrigðisþjónustu og til þess ætluð að bæta lífsgæði landsmanna. Fyrirséð er að einkarekin þjónustufyrirtæki á þessu sviði munu í vaxandi mæli hasla sér völl hér á landi, en einnig munu þau nýta þekkingu sína og reynslu og bjóða hliðstæða þjónustu í öðrum löndum. Heilbrigðisþjónusta verður hluti af alþjóðlegri þjónustustarfsemi og miðað við þá reynslu sem íslenskir aðilar hafa aflað sér á skyld- um sviðum, s.s. á lyfja- og stoðtækjamarkaði, þá LÆKNAblaðið 2007/93 789

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.