Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 3
Formannafundur læknafélaganna Formannafundur læknafélaganna var haldinn í húsakynnum Læknafélags íslands föstudaginn 18. apríl sl. Formenn svæðafélaga ásamt formönnum sérfélaga mættu þar og réðu ráðum sínum daglangt. Fundurinn er haldinn árlega og er mikilvægur vettvangur samráðs fyrir félögin. A myndinni eru í aftari röð frá vinstri: Þórarinn Guðnason stjórn LÍ, Bjöm Gunnarsson Læknafél. Vesturlands, Leifur Jónsson Öldungadeild LÍ, Gunnar Ármannsson frkvstj. LÍ, Ragnar Freyr Ingvarsson FUL, Jörundur Kristinsson Orlofssj. LÍ, Hjalti Kristjánsson Læknafél. Vestmannaeyja, Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir forstöðum. Lækningaminjasafns. Fremri röð frá vinstri: Sigurbjörn Sveinsson, Sigurður Böðvarsson form. LR, Jórunn Valgarðsdóttir Læknafél. Suðurlands, Sigurður E. Sigurðsson stjórn LÍ, Lilja Sigrún Jónsdóttir Fél. kvenna í læknastétt. Fremsta röð frá vinstri: Sigurveig Pétursdóttir stjórn LÍ, Sigríður Ólína Haraldsdóttir stjórn LÍ, Bima Jónsdóttir formaður LÍ og Elínborg Bárðardóttir fél. heimilislækna. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Sérhver upplifun felur í sér ferli, einskonar örsöguþráð sem byggír á tíma og því hvernig manneskjan sem fyrir henni verður skrásetur hana með sjálfri sér. Sú úrvinnsla kann að fara fram með því verkfæri sem tungumálið er eða einhverju óáþreifanlegra sem kalla má hughrif. Við það eitt að staðnæmast við listaverk og virða það fyrir sér verður lítil saga til, frá skynjun til greiningar sem oftar en ekki lyktar með úrskurði. Listamenn eru iðnir við að rannsaka og brjóta upp það ferli sem áhorfendur þekkja og beita ósjálfrátt í þeirri markvissu leit að upplifun sem skoðun myndlistar er. Þetta hefur komið fram í hvers konar verkum sem koma áhorfendum í opna skjöldu, sjokkera eða koma aftan að þeim á einhvern hátt. Listamenn vinna með þann efnivið sem áhorfendur flytja með sér og vonast gjarnan til þess að þeir hverfi á brott með nýjar forsendur. í þessu má segja að list geti verið pólitísk án þess að fjalla endilega um stjórnmál eða líðandi stund, hún er róttæk þegar hreyft er við því kunnuglega ferli sem við áhorfendur notum til úrvinnslu upplifunar. Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir (f. 1976) notar einfalda en áhrifaríka aðferð til þess að þeina upplifun áhorfenda sinna frá hinu sjónræna og yfir í hið líkamlega. Þeir skynja ekki eingöngu með augunum og eigin hugsun, heldur upplifa verkin með líkamanum öllum. Verkið „Mynd-bygging” frá 2007 er samansett úr máluðum spónaplötum sem tengjast og mynda skilrúm og gönguleið þeirra á milli. Hver plata er máluð í ólíkum lit, ýmist með heilmáluðum flötum eða greinilegum pensilstrokum. Ingunn leikur sér með hugmyndina um yfirborð hins móderníska, tvívíða málverks og býr til abstrakt veröld sem fólk getur gengið inn i. Plöturnar eru yfir mannhæðar háar og þannig hverfur áhorfandinn inn í völundarhús lita sem breytist eftir því hvernig hann hreyfir sig. Þeim er stillt þannig upp að mismunandi samspil skugga og lita kemur fram eftir því hvar maður er staddur og stundum myndast horn sem engin leið er að smokra sér inn í. Ingunn teygir þá þrautseigu hugmynd um myndlist að hún felist í hlutum sem maður horfir á eða gengur í kring um. Hér er gengið inn í verkið og það umlykur mann. Þessi ranghverfa skapar forvitnilegan snertiflöt við hönnun og byggingarlist og þegar myndlist samtímans er skoðuð í stærra samhengi má gjarnan finna frumlegar hugmyndir sem byggjast á þess háttar víxlverkun listforma. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is Aðsetur Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Símar 564 4104-564 4106 (fax) Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ábm. og ritstjóri Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Margrét Árnadóttir Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttír vedis@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Brynja Bjarkadóttir brynja@iis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@iis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@iis.is Upplag 1700 Áskrift 6.840,- m. vsk. Lausasala 700,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Prentun, bókband og pökkun Gutenberg ehf. Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2007/93 355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.