Læknablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 11
Smásæ ristilbólga - yfirlit
ÓlafurÁ.
Sveinsson12
læknir
Kjartan B.
Örvar2
sérfræðingur í
meltingarsjúkdómum
Sigurbjörn
Birgisson1
sérfræðingur í
meltingarsjúkdómum
Jón Gunnlaugur
Jónasson34
meinafræðingur
Lykilorð: smásæ ristilbólga,
bandvefsristilbólga, eitilfrumu-
ristilbólga, niðurgangur, kviðverkir,
lyfjameðferð.
Ágrip
Hugtakið smásæ ristilbólga er samnefnari fyrir
tvo sjúkdóma; bandvefsristilbólgu og eitilfrumu-
ristilbólgu. Við ristilspeglun er slímhúðin eðlileg
en greining fæst með sýnatöku á ristilslímhúð.
Meinafræðilega einkennist bandvefsristilbólga
einkum af þykknuðu kollagenlagi undir yfirborðs-
þekju slímhúðar ristilsins en eitilfrumuristilbólga
af eitilfrumuíferð í yfirborðsþekju, kirtilþekju og
eiginþynnu slímhúðar án aukningar á kollageni
í ristilslímhúðinni. Þó að sjúkdómarnir tveir hafi
nokkuð aðgreinanlegt meinafræðilegt mynstur er
megineinkenni þeirra beggja langvinnur vatns-
kenndur niðurgangur án blóðs. Smásæ ristilbólga
er talin orsaka um 4-13% langvinns niðurgangs en
algengi hennar er mun hærra meðal eldra fólks.
Nýgengi bandvefsristilbólgu og eitilfrumuristil-
bólgu hefur farið mjög hækkandi á síðustu árum.
Steralyf eru áhrifaríkustu lyfin við smásærri rist-
ilbólgu og búdesóníð er mest rannsakaða og best
staðfesta meðferðin. Tilgangur þessarar yfirlits-
greinar er að kynna tvo tiltölulega nýja sjúkdóma
sem eru ein algengasta ástæða langvinns nið-
urgangs, sérstaklega meðal eldra fólks.
Inngangur
Smásæ ristilbólga (microscopic colitis, MC) er
ástæða langvinns niðurgangs í um 4-13% til-
fella (1). Algengið er mun hærra meðal eldra
fólks (>60 ára) (1). Smásæ ristilbólga er sam-
nefnari fyrir tvo sjúkdóma; bandvefsristilbólgu
(collagenous colitis, CC) og eitilfrumuristilbólgu
(lymphocytic colitis, LC). Þótt sjúkdómarnir hafi
nokkuð aðgreinanleg meinafræðileg mynstur er
megineinkenni beggja langvinnur vatnskenndur
niðurgangur án blóðs. Sjúkdómarnir koma að-
allega fram hjá eldra fólki, einkum konum (2). Við
ristilspeglun er slímhúðin yfirleitt eðlileg og grein-
ing fæst eingöngu með sýnatöku úr ristilslímhúð.
Við smásjárskoðun sést ristilbólga með ákveðnum
meinafræðiskilmerkjum. Meinafræðilega einkenn-
ist bandvefsristilbólga af þykknuðu kollagenlagi
undir yfirborðsþekju slímhúðar ristilsins (3, 9)
en eitilfrumuristilbólga af eitilfrumuíferð í yfir-
borðsþekju, kirtilþekju og eiginþynnu slímhúðar
án aukningar á kollageni í ristilslímhúðinni (5,
10). Þv£ hefur verið haldið fram að sameiginleg
orsök sé fyrir sjúkdómunum tveimur og vegna
mjög áþekkrar klínískrar myndar hefur hugtakið
„watery diarrhea-colitis syndrome" verið sett
fram (7-8). En þrátt fyrir sömu einkenni er margt
sem bendir til þess að þetta séu tveir sjúkdómar
eins og rætt verður hér að neðan.
Bandvefsristilbólgu var fyrst lýst árið 1976
en eitilfrumuristilbólgu árið 1989 (9-10). Síðan
þá hefur fjöldi rannsókna birst um sjúkdóm-
ana tvo sem styrkt hefur fræðilega tilurð þeirra.
Smásæ ristilbólga hefur verið nokkuð rannsökuð
í Bandaríkjunum og Evrópu og meðal annars á
Islandi en ekki hefur verið skrifað um smásæja
ristilbólgu á íslensku svo höfundar viti til.
Tilgangurinn með þessari yfirlitsgrein er að kynna
’Meltingarsjúkdómadeild
Landspítala,
2meltingasjúkdómadeild St.
Jósefsspítala,
3rannsóknastofu í
meinafræði, Landspítala,
4læknadeild Háskóla
íslands.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Jón Gunnlaugur Jónasson,
rannsóknastofu í
meinafræði,
Landspítala Hringbraut,
101 Reykjavík.
Sími: 543-8354.
jongj@landspitali. is
^■iENGLISH SUMMARYHH
Sveinsson ÓÁ, Örvar KB, Birgisson S, Jónasson JG
Microscopic colitis - review
Microscopic colitis (MC) is an encompassing term for two
diseases; collagenous colitis and lymphocytic colitis. The colon
appears normal by colonoscopy and a diagnosis is only obtained
with a biopsy. The histopathology of collagenous colitis is mainly
characterized by a thickening of the subepithelial basement
membrane of the colonic mucosa with a band of collagen.
Lymphocytic colitis is mainly characterized by an intraepithelial
lymphocytosis without the collagen thickening. Even though
the two diseases have a distinctive pathology their clinical
symptoms are characterized by chronic watery diarrhea without
bleeding. Microscopic colitis is thought to cause about 4-13%
of all chronic diarrhea but their relative frequency is much higher
among older people. The mean annual incidence for collagenous
and lymphocytic colitis has been increasing. Steroids are the
most effective treatment for microscopic colitis and budesonide
is the most studied and effective therapy for MC. The aim of this
paper is to give a review of two relatively new diseases which are
among the most common cause of chronic diarrhea, especially
among older people.
Keywords; microscopic colitis, collagenous colitis, lymphocytic
colitis, diarrhea, abdominal pain, drug treatment.
Correspondence: Jón Gunnlaugur Jónasson, jongj@landspitali.is
LÆKNAblaðið 2007/93 363