Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 43
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR FRAMHALDSNÁM LÆKNA nú eftir sérstökum samningi sem gerður var upp- haflega fyrir sex árum og var endurnýjaður í apríl 2006. Það má segja að allar greinar heilbrigðisvís- inda tengist Landspítala að meira eða minna leyti þótt vissulega sé sérstaða læknadeildar ótvíræð. Breytingar á fræðasviðum innan Háskólans hafa einnig áhrif og kalla á aukið samstarf og nýja háskólasjúkrahúsið er einmitt hannað með það í huga." Háskólasjúkrahús með bestu tækni Kristján leggur áherslu á að þegar talað er um Landspítala sé hann skilgreindur sem háskóla- sjúkrahús en ekki sem hátæknisjúkrahús eins og oft hefur verið. „Háskólasjúkrahús verður auðvitað að hafa þann besta tæknibúnað sem völ er á hverju sinni og geta sinnt kennslu og lækn- ingum með þeim hætti en það verður einnig að geta sinnt sjúklingum sem koma inn af götunni með snúinn ökkla. Það hefur verið sagt að lækn- isfræðin hafi þróast á 20. öldinni úr því að vera lágtæknivædd með mikla snertingu yfir í að vera hátæknivædd með litla snertingu. Nú viljum við vera hátæknivædd með mikla snertingu þannig að við fáum það besta úr hvorutveggja, búnaðinum og lækninum." Það fer ekki á milli mála að nýtt sjúkrahús er Kristjáni ofarlega í huga og hann bindur miklar vonir við framkvæmdina. „Þetta er stóra tækifærið okkar í framtíðinni þar sem gefst stór- kostlegur möguleiki á að tengja saman kennslu og rannsóknir á öllum sviðum og mun flytja menntun heilbrigðisstétta á nýtt stig í landinu. Teikningin sem við höfum af nýja sjúkrahúsinu gefur fyrirheit um heildstætt háskólasjúkrahús og þegar við sýnum þetta erlendis er ekki laust við að menn renni öfundaraugum til okkar. Það hefur verið unnin alveg gríðarleg undirbúningsvinna að þessu verkefni og fjöldi sérfræðinga á öllum sviðum lækninganna hafa komið með tillögur og athugasemdir. Nú er komið að því að arkitekt- arnir fari að teikna en hingað til hefur þetta verið í skissuformi svo hægt væri að taka tillit til allra þarfa hinna ólíku deilda og kennsluþátta. Þetta er ævintýralegt tækifæri sem bíður okkar." Læknadagar 2009 Undirbúningur er hafinn fyrir Læknadaga sem haldnir verða 19.-23. janúar 2009. Fyrirhugað er að ganga frá stærstum hluta dagskrár í byrjun sumars og eru þeir aðilar sem vilja leggja til efni vinsamlegast beðnir að senda hugmyndir að fyrirlestrum, málþingum, „vinnubúðum" eða öðrum dagskráratriðum fyrir 23. maí nk. til Margrétar Aðalsteinsdóttur hjá Fræðslustofnun lækna, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi eða á tölvupósti magga@lis.is Nauðsynlegt er að fram komi hvort óskað er eftir þátttöku Fræðslustofnunar við að greiða kostnað fyrir erlendan fyrirlesara. Undirbúningsnefnd Endurlífgun II (ALS) 17.-18. janúar 2009 í tengslum viö Læknadaga mun Endurlífgunarráð landlæknis standa fyrir námskeiði í sérhæfðri endurlífgun II. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem geta þurft að stjórna endurlífgun á vettvangi. Markmiðið er að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í aðgerðum til að koma í veg fyrir hjartastopp og að þeir séu færir um að veita sérhæfða endurlífgun og stjórna aðgerðum á vettvangi. Markmiðið er jafnframt að undirbúa reynda meðlimi endurlífgunarteyma að meðhöndla sjúklinginn þar til flutningur á sérhæfða deild er möguleg. Námskeiðið tekur tvo daga (20 klst) og felur í sér fyrirlestra, sýnikennslu, verklegar stöðvar og umræðutíma. Kennslubók verður send til þátttakenda fjórum vikum fyrir námskeiðið ásamt forprófi og mikilvægt er að þátttakandi lesi kennslubókina vel og skili forprófinu í upphafi námskeiðs. Gert er ráð fyrir að nemandi búi yfir fullnægjandi þekkingu/hæfni í grunnendurlífgun. Námskeiðinu lýkur með prófi. Skráningu þarf að vera lokið fyrir 1. desember 2008. Til að skrá sig skal senda tölvupóst á Hildigunni Svavarsdóttur, skólastjóra Sjúkraflutningaskólans - hildig@fsa.is Kostnaður - 60.000 krónur og innifalið er kennslubókin, evrópskt skírteini og hádegisverður. LÆKNAblaðið 2008/94 395
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.