Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 74

Læknablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 74
■..... Avodart mjúk hylki, 0,5 mg af dútasteríði. Ábendingar: Meðferð við miðlungsmiklum sem og verulegum einkennum af völdum góðkynja stækkunar á blöðru- hálskirtli (benign prostatic hyperplasia, BPH). Draga úr áhættu á bráðri þvagteppu (acute urinary retention, AUR) og þörf fyrir skurðaðgerð hjá sjúklingum með miðl- ungsmikil sem og veruleg einkenni af völdum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Skammtar og lyfjagjöf: Ráðlagður skammtur af Avodart er eitt hylki (0,5 mg) til inntöku einu sinni á dag. Hylkin skal gleypa heil, með eða án fæðu. Þrátt fyrir að árangur geti náðst fljótlega eftir að meðferð er hafin, getur tekið allt að 6 mánuði að fá svörun við meðferðinni. Ekki er þörf á aðlögun skammta fyrir aldraða. Frábendingar: konum, bömum eða unglingum, sjúklingum með ofnæmi fyrir dútasteríði, öðrum 5-alfa-afoxunarmiðlahemlum eða einhverju hjálparefnanna, sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notk- un: Þreifing á blöðmhálskirtli um endaþarm sem og aðrar rannsóknir m.t.t. krabbameins í blöðmhálskirtli, eiga að fara fram hjá sjúklingum með góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli, áður en meðferð með Avodart er hafin og reglulega eftir að meðferð hefst. Dútasteríð frásogast um húð og því skulu konur, börn og unglingar forðast snertingu við lek hylki. Dútasteríð var ekki rannsakað hjá sjúklingum með lifrarsjúkdóm. Gæta skal varúðar þegar dútasteríð er gefið sjúklingum með væga eða miðl- ungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi. Þéttni PSA (Prostata specific antigen) í sermi er mikilvægur þáttur í greiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli. Almennt gefur heildarþéttni PSA í sermi, sem er hærri en 4 ng/ml (Hybritech), tilefni til frekari rannsókna og jafnvel til töku vefjasýnis úr blöðmhálskirtli. Læknum skal vera ljóst að grunngildi PSA sem er lægra en 4 ng/ml hjá sjúklingum sem taka Avodart útilokar ekki krabbamein í blöðruhálskirtli. Avodart veldur lækkun á þéttni PSA í sermi um u.þ.b. 50% eftir 6 mánuði hjá sjúklingum með góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli, jafnvel þegar um krabbamein í blöðmhálskirtli er að ræða. Enda þótt lækkun á PSA geti verið einstaklingsbundin, má gera ráð fyrir u.þ.b. 50% lækkun, þar sem slík lækkun átti sér stað óháð því hvert grunngildi PSA var (grunngildi vom á bilinu 1,5 til 10 ng/ml). Því skal tvöfalda PSA- gildi hjá einstaklingi sem hefur fengið meðferð með Avodart í 6 mánuði eða lengur, til samanburðar við eðlileg gildi hjá körlum sem ekki em í meðferð. Þessi aðlögun hefur hvorki áhrif á næmi (sensitivity) né sértækni (specificity) PSA-greiningaraðferðarinnar og breytir því ekki gildi aðferðarinnar til greiningar á krabbameini í blöðruhálskirtli. Viðvarandi hækkun á PSA-gildum meðan á Avodart meðferð stendur ber að íhuga gaumgæfilega, en m.a. gæti verið um skort á meðferðarheldni að ræða. Heildarþéttni PSA í sermi nær aftur gmnngildi innan 6 mánaða eftir að meðferð er hætt. Milliverkanir: Notkun samhliða CYP3A4- og/eða P-glýkópróteinhemlum: Brotthvarf dútasteríðs er aðallega með umbrotum. In vitro rannsóknir sýna að umbrotin em hvött af CYP3A4 og CYP3A5. Engar formlegar rannsóknir á milliverkunum hafa verið gerðar með öflugum CYP3A4-hemlum. Langtímameðferð með iyfjum sem em öflugir CYP3A4-hemlar samhliða dútasteríðmeðferð, getur aukið þéttni dútasteríðs í sermi. Enn frekari hömlun 5-alfa-afoxunarmiðils við aukna þéttni dútasteríðs er ólíkleg. Verði aukaverkana hins vegar vart, má láta líða lengri tíma milli skammta. Meðganga og brjóstagjöf: Lítið magn dútasteríðs hefur greinst í sæði einstaklinga sem nota Avodart 0,5 mg daglega. Ef mið er tekið af rannsóknum á dýmm er ólíklegt að karlkyns fóstur verði fyrir skaðlegum áhrifum ef móðirin er útsett fyrir sæði sjúklings, sem meðhöndlaður er með Avodart (áhættan er mest fyrstu 16 vikur meðgöngunnar). Hins vegar, eins og á við um alla 5-alfa-afoxunarmiðlahemla, er mælt með að sjúklingurinn noti smokk þegar konan er eða gæti verið þunguð til þess að koma í veg fyrir að hún verði útsett fyrir sæði. Aukaverkanir: Um það bil 19% þeirra 2167 sjúklinga, sem fengu dútasteríð í samanburðarrannsókn með lyfleysu í fasa 3, fengu aukaverkanir. Flestar aukaverkanimar vom vægar eða miðlungi slæmar og komu fyrir í æxlunarfæmm. Aukaverk- anir úr klínískum rannsóknum sem taldar em upp, hafa verið skráðar með hærri tíðni hjá sjúklingum sem fengið hafa dútasteríð í samanburði við lyfleysu, á fyrsta ári meðferðar. Getuleysi (6,0%) Breytt (minnkuð) kynhvöt (3,7%) Truflun á sáðláti (1,8%) Brjóstastækkun og eymsli í brjóstum hjá karlmönnum (1,3%) Afgreiðslutilhögun: lyfseðilsskylt, R, E Pakkningar og verð: 1. apríl 2008 90 stk. 12.698 kr. Handhafi markaðsleyfis: GlaxoSmithKline ehf., Þverholti 14 105 Reykjavík, október 2007. Nánari upplýsingar er að finna á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is 1. Avodart® Fachinformation, September 2006. 2. Debmyne F et al, Eur Urol 2004;46:488-495. 3. Roehrbom CF et al, Urology 2002;60:434-441. SPIRIVA -é La TIOTROPIUM Spiriva Respimat2,5 míkrógrömm, innöndunarlausn, R03B B04 Virk innihaldsefni og styrkleikar: Hver gefin úðun er 2,5 míkrógrömm tíótrópíum (2 úöanir eru einn lyfjaskammtur), sem samsvarar 3,124 míkrógrömmum af tíótrópíum einhýdrati. Ábendingar:Tíótrópíum er ætlað sem berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferö til að lina einkenni hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu(COPD). Skammtar og lyfjagjöf: Lyfið er eingöngu ætlaö til innöndunar. Rörlykjuna má aðeins setja í og nota meö Respimat innöndunartæki.Tvær úöanir úr Respimat innöndunartæki jafngilda einum lyfjaskammti. Ráölagður skammtur fyrir fulloröna er 5 míkrógrömm af tíótrópíum, gefið meö tveimur úöunum úr Respimat innöndunartækinu, einu sinni á sólarhring, alltaf á sama tíma sólarhringsins. Ekki má nota stærri skammta en ráðlagðir eru. Sérstakir hópar: Aldraðir sjúklingar geta notaö tíótrópíumbrómíö í ráölögöum skömmtum.Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi mega nota tíótrópíumbrómíö í ráðlögðum skömmtum.Sjúklingar með skerta lifrastarfsemi mega nota tíótrópíumbrómíö í ráðlögöum skömmtum. Börn: Ekki er mælt með notkun Spiriva Respimat fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um öryggi og verkun. Til aö tryggja rétta lyfjagjöf skal læknir eða faglærður heilbrigðisstarfsmaður sýna sjúklingi hvernig nota eigi úöatækiö. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Tíótrópíumbrómíö, sem er berkjuvíkkandi lyf, gefið sem viðhaldsmeðferð einu sinni á sólarhring, á ekki aö nota sem upphafsmeöferö við bráðum berkjukrampa, þ.e. bráðameðferö. Bráðaofnæmi getur komiö fram eftir gjöf tíótrópíumbrómíös innöndunarlausnar.Vegna andkólínvirkrar verkunar tíótrópíumbrómíðs á að nota þaö meö varúö hjá sjúklingum með þrönghornsgláku, blööruhálskirtilsstækkun eða þrengsli í blööruhálsi.lnnöndunarlyf geta valdiö innöndunartengdum berkjukrampa. Þar sem plasmaþéttni hækkar viö skerta nýrnastarfsemi hjá sjúklingum meö miðlungs eöa alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun 50 ml/mín.) á aöeins að nota tíótrópíumbrómíö ef ávinningur er meiri en hugsanleg áhætta. Engin reynsla er af langtímanotkun hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi. Sjúklingar skulu áminntir um aö varast aö úöinn berist í augu. Þeim skal sagt aö þaö geti valdið þrönghornsgláku eöa því aö hún versni, valdiö verk eöa óþægindum í auga, tímabundinni þokusýn, áru umhverfis Ijós (visual halos) eöa litmengun sjónar (coloured images) í tengslum viö roöa í augum vegna tárubólgu eöa bjúgs á glæru. Ef eitthvert sambland þessara augneinkenna kemur fram, eiga sjúklingar aö hætta notkun tíótrópíumbrómíös og hafa strax samband viö augnlækni.Munnþurrkur, sem hefur komiö fram viö notkun andkólínvirkra lyfja, getur tengst tannskemmdum sé hann lang- varandi.Tíótrópíumbrómíö á ekki aö nota oftar en einu sinni á sólarhring. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir: Þrátt fyrir aö engar formlegar milliverkanarannsóknir hafi veriö geröar hefur tíótrópíumbrómíö innöndunarlausn veriö notaö samtímis öörum lyfjum án klínískra vísbendinga um milliverkanir. Meöal þessara lyfja eru berkjuvíkkandi lyf meö adrenhermandi verkun, metýlxantín og sterar til inntöku og innöndunar, sem almennt eru notuö í meöferö viö langvinnri lungnateppu.Samtímis notkun tíótrópíumbrómíös og annarra andkólínvirkra lyfja hefur ekki verið rannsökuö og er því ekki ráölögö. Meðganga og brjóstagjöf: Engin klínísk gögn liggja fyrir um notkun tíóprópíumbrómíös á meögöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt fram á skaðleg áhrif á frjósemi sem tengjast eituráhrifum á móöur. Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt. Því skal einungis nota Spiriva Respimat á meögöngu ef brýna nauösyn ber til.Ekki er vitaö hvort tíótrópíumbrómíð skilst út í brjóstamjólk. Þrátt fyrir aö rannsóknir á nagdýrum sýni aö tíótrópíumbrómíö berst aöeins í litlu magni í brjóstamjólk, er ekki mælt meö notkun Spiriva Respimat á meöan barn er haft á brjósti. Aukaverkanir: Almenn lýsing: Margar af skráöum aukaverkunum má tengja andkólínvirkum eiginleikum tíótrópíumbrómíös. I klínískum samanburðarrannsóknum, sem náöu yfireittárog þrjá mánuöi á 849 sjúklingum sem fengu tíótrópíumbrómíð, varalgengasta aukaverkunin munnþurrkur, sem kom fram hjá um þaö bil 6% sjúklinganna. Upplsingar einkennandi fyrir einstakar alvarlegar og/eða algengar aukaverkanir: Algengasta aukaverkunin vegna andkólínvirkra áhrifa, sem greint var frá hjá sjúklingum meö langvinna lungnateppu, var munnþurrkur. Munnþurrkur var vægur í flestum tilvikum. Almennt kom munnþurrkur fram í 3. til 5. viku. Munnþurrkur hvarf venjulega hjá sjúklingum viö áframhaldandi tíótrópíumbrómlömeöferö, en leiddi til þess aö 2 af 849 sjúklingum (0,2 % af meöhöndluðum sjúklingum) hættu I klínísku rannsóknunum sem stóöu í eitt ár og þrjá mánuöi. Alvarlegar aukaverkanir, sem tengjast andkólínvirkum áhrifum, eru hægðatregða og þrengingar í þörmum, þar meö taliö þarmalömun og þvagteppa, þrátt fyrir aö engin þessara aukaverkana hafi verið tilkynnt (tengslum viö rannsóknir á tlótrópíum Respimat. Lyfjafræðileg flokkun aukaverkanir: Utansemjuhluti sjálfvirka taugakerfisins (parasympathetic nen/ous system) stjórnar ýmsum líffærakerfum og starfsemi þeirra, því geta lyf með andkólínvirka verkun haft áhrif þar á. Hugsanlegar aukaverkanir sem rekja má til almennra andkólínvirkra áhrifa eru meöal annars munnþurrkur, þurrkur í hálsi, hraötaktur, þokusýn, aukinn augnþrýstingur, gláka, erfiöleikar viö þvaglát, þvagteppa og hægöatregöa. Tíöni munnþurrks og hægöatregöu getur aukist meö aldri. Eins og viö á um öll lyf til innöndunar, getur tíótrópíumbrómíö valdiö berkjukrampa af völdum innöndunarinnar. Auk þess hefur komiö fram staöbundin erting í efri hluta öndunarfæra hjá sjúklingum sem fengu tíótrópíumbrómíö. Ofskömmtun: Stórir skammtar af tíótrópíumbrómíöi geta valdiö einkennum andkólínvirkra áhrifa. Þó komu engar almennar aukaverkanir fram vegna andkólínvirkra áhrifa hjá heilbrigöum sjálfboöaliðum eftir innöndun á einum skammti af allt aö 340 míkrógrömmum aftíótrópíumbrómíði.Auk þess komu engaraukaverkanirfram, sem skipta máli, fyrirutan munnþurrk/þurran hálsog þurra nefslímhúð, hjá heilbrigöum sjálfboöaliöum sem fengu allt aö 40 míkrógrömm af tíótrópíumlausn til innöndunar á dag í 14 daga, aö undantekinni áberandi minnkun á munnvatnsflæöi frá og með sjöunda degi. I fjórum langtíma- rannsóknum hjá sjúklingum meö langvinna lungnateppu, sem fengu 10 míkrógramma dagsskammt af tíótrópíumlausn til innöndunar í 4-48 vikur, komu engar marktækar aukaverkanir fram.Bráö eiturverkun vegna inntöku tíótrópíumlausnar úr rörlykjunni af vangá er ólíkleg þar sem aögengi er lítiö eftir inntöku. Greiðslufyrirkomulag: B. Pakkningar og verð: 1. mars 2008: Spiriva Respimat 2,5 míkrógrömm, innöndunarlausn; 60 úöanir (samsvarar 30 lyfjaskömmtum): 4494 kr. Handhafi markaðsleyfis: Boehringer Ingelheim Danmörku A/S, Strodamvej 52, 2100 Kobenhavn 0. Markaössett í samstarfi við: Pfizer ApS, Danmörku, Lautrupvang 8, 2750 Ballerup. Umboð á íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Nánari upplýsingar er að finna í Sérlyfjaskrá. Heimildir: 1) Lange P et al. Medicinsk Kompendium 2004; 1331.2) Newman SP et al. Use of Gamma Scintigraphy to Evaluate the Performance of New Inhalers Joumal of Aerosol Medicine 1999; 12 (supplement 1): S25-31. 3) Pitcaim G et al. Deposition of Corticosteroid Aerosol in the Human Lungs by Respimat® Soft Mist™ Inhaler Compared to Deposition by Metered Dose Inhaler or by Turbuhaler® Dry Powder Inhaler. Joumal of Aerosol Medicine 2005; 18:264-272. Boehringer Ingelheim 426 LÆKNAblaöiö 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.