Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 57
U M R Æ Ð U R O G FRÉTTIR SJÚKRASKRÁR Gísli Ingvarsson gingvarsson@mac.com Um sjúkraskrár Almenningur hefur frekar háar hugmyndir um stafrænar sjúkrafærslur í samskiptum innan heil- brigðiskerfisins. I raun eru engin slík samskipti virk þó undantekningar séu á milli opinberra og hálfopinberra rekstraraðila. í framboði eru ýmsar tölvutækar lausnir sem eru allar heimasmíðaðar og takmarkast af verkfærum og kunnáttu sem eru notuð við smíðina og aðlagaðar þeim brýnustu þörfum sem viðkomandi notandi hefur haft í upp- hafi. Grunnhugmyndin er einföld. Rafræn sjúkra- skrá verður að hafa dagbók þar sem komur eru skráðar. Þar næst þarf að hafa sjálfa sjúkraskrána með einföldum samskiptatexta. Lyfseðilsprentun kemur í kjölfarið sem eðlileg viðbót. ICD kóðun eða sambærileg töluleg skráning greiningar og aðgerða hefur rutt sér til rúms og var í upphafi ein aðalástæðan fyrir því að læknar fengu blóð á tönn að hér væri eftir einhverju vitrænu að slægjast innan pappírsfargansins sem tölvuvæðingin virt- ist framleiða næsta frjálslega. Þessu gat frumherji mögulega komið sér upp án mikils kostnaðar og ýmis kerfi komust á laggimar sem höfðu margt sér til ágætis nema þróunarmöguleikana. Staðan í dag Vöruverð skiptir máli en þeir sem greiða mest fyrir þróunina em opinberir aðilar og fyrirtæki sem ekki handsala eigið fé heldur umbjóðenda sinna og hafa því síður áhyggjur af verðfalli verkefnanna sem fjárfest er í til lengri tíma. Þetta sýnist mér hafa gerst við samninga ríkisins við einn aðila að skaffa notendaviðmót fyrir heilbrigðisstéttir, nefnilega Sögukerfið svonefnda. Þarna er gerður samning- ur um vöruþróun og framleiðslu sem ekki hefur verið formlega boðin út með tilheyrandi lýsingu meginmarkmiða um notkun staðla við geymslu og samnýtingu gagna. Það hefur einfaldlega verið tekin fyrirfram heimasniðin hugmynd af einka- fyrirtæki sem í samkeppni við alla aðra aðila hafði ekki sannanlega ódýmstu og hentugustu vöruna til framþróunar (1). Ríkisspítalarnir sitja uppi með þetta og eiga að greiða fyrir þróunarverkefni sem hér eftir verður stýrt af tæknimönnum og verk- fræðingum undir stjóm eigenda fyrirtækis sem getur hannað lokað kerfi sem enginn annar fær að þróa. Með því að kaupa sig inn í Sögukerfið geta heilsugæslustöðvar og sjálfstætt starfandi sérfræð- ingar fengið aðgang á öllum öðrum forsendum en sínum eigin. Svo smáir kaupendur sem sjálf- stætt starfandi læknar eiga enga möguleika á hafa áhrif á þessa vöruþróun. Ef eitthvað er að marka umræðuna um tilvistarkreppu læknisfræðinnar innan Landspítala (2) sem birtist sem ágreiningur um stjórnun þar serrt markmið og leiðir eru ann- aðhvort óskýr, óskilgreind eða beinlínis talin rang- lega valin, er engu líkara en, að læknar hafi misst endanlega áhrifastöðu sína sem skipuleggjendur og brautryðjendur þjónustunnar til frambúðar. Læknar stýra því heldur ekki hvert líf þeirra stefn- ir á stafrænu formi (1). Kröfur til tölvukerfis Fyrsta krafan er Kerfi þróað frá grunni með arkitektúr byggðan á nákvæmri markmiða- og væntingalýsingu. Önnur krafan sem mér dettur í hug er int- eroperability sem getur útlagst sem gagnvirkni við innri'sem ytri;tæknilega staðla. Dæmi: haga verður skjalageytnslu sjvikragagna þarmig í einu forriti að hægt sé með einfaldri skipun að flytja öll þau gögn yfir £ annað samkeppnisforrit og þar með skipta yfir á milli samkeppnisbjóðenda eftir pskurn og þörfum heilbrigðisstofnana einsog verið sé að skiptá um skjalaskáþ eða húsnæði eða símafýrirtæki., Þéssi einstaki fýrirvari ætti að hindra einokun og hvetja til bættrar þjónustu og við lægra verði en ella sem er kjarni málsins. Þriðja krafan er að viðkomandi lausn sé not- endavæn. Með því er átt við að rafræn ásýnd skipana og snið skjala fylgi einkennum fegurð- arsmekks og notagildis. Ein almenn regla er sú að því notendavænna viðmót því fegurra verður það. Það er því í sjálfu sér engin mótsögn fólgin í þessari kröfu einsog maður gæti hugsað sér við fyrstu sýn. Fagurfræðin verður besta vísbend- ingin á notagildið. Dæmi um þetta er vandgefið þar sem fæstir forgangsraða fagurfræðilega yfir- leitt. Einfaldleiki er sennilega stikkorðið. Fegurð er gagnleg vísbending um heilbrigði. Hvorugur þessara meginþátta sýnist mér vera til staðar í Sögukerfinu. Sérstaklega harma ég hversu ófrítt það er. Að starfsmenn fái vinnukonuást á forriti er eftirsóknarvert markmið í sjálfu sér. LÆKNAblaðið 2008/94 409
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.